Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 18.02.2006, Qupperneq 28
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR28 Hingað til hefur verið sleg-ið á fingur dálkahöfundar þegar hann hefur seilst í ljóðaskúffur kvenskúffuskálda. Ein þeirra sá þó að sér og opn- aði hirslur sínar svo að nú fá lesendur Fréttablaðsins að njóta skáldskapar konu í fyrsta sinn í þessum dálki. Það var hún Sólrún Hauksdóttir frá Merki í Jökuldal sem sá aumur á fingrabólgnum dálkahöfundi. „Ég hef haft gaman af ljóðum frá því að ég var krakki,“ segir skúffuskáldið. „Nú hef ég sér- staklega gaman af Tómasi Guð- mundssyni og Davíð Stefánssyni. Þeir segja oft svo skemmtilegar sögur í ljóðum sínum sem er eitt- hvað sem mér finnst að skemmti- legur kveðskapur eigi að inni- halda. En það sem varð til þess að ég fór að setja saman einhvern leirburð var bara þrýstingur frá fólki að ég léti til mín taka vopnuð skáldagyðjunni á þorrablótunum hér í Jökuldal en það er rík hefð fyrir því að skjóta á náungann í bundnu máli við þau tækifæri. Þó verður maður alltaf að taka tillit til þolmarka hvers og eins í þess- um efnum. Það kemur þó fyrir að maður skjóti yfir markið,“ segir hún og hlær. Fyrsta vísan sem hún dregur upp úr skúffunni varð einmitt til fyrir eitt þorrablótið. Vildi hún þá skjóta á Vilhjálm bónda á Skjöld- ólfsstöðum en skúffuskáldið hafði fregnir af því að hann hefði farið flatt á hreindýraveiðum. Fyrir þá sem ekki þekkja til má taka það fram að Rúdólf þessi með rauða nefið sem kemur fyrir í kvæðinu er reiðskjóti jólasveinsins. Hún hlær við endurminningunni en byrjar svo að kveða: „Rúdólf með rauða nefið, rennur yfir auða jörð. Fákurinn góði fimi, fremstur er í sinni hjörð. Friður þó fljótt var rofinn, ferlegt orðið dauðastríð. Hreindýrin hátíðlegu hentust undan kúlnahríð. Uppi á heiðum Jökuldals hætta steðjar að. Renna yfir rauða jörð ræningjar eftir dýrahjörð. Felldur var hreinninn fagri, fákurinn með hvítan fót. Barnavinurinn besti með brostin augu himni mót. Þá urðu hreinar hryggir, kölluðu í einni hjörð. „Villi með vangann gráa verstur er um alla jörð.“ Milli élja á jólanótt, jólasveinninn minn. Heima sat í hellinum hafði ekki fákinn sinn Því Rúdólf með rauða nefið sem röskur var í hverri ferð. Frosinn í frystigámi fastur undir reglugerð. Þá urðu svekkt í sveitum sérstaklega lítil börn. Aðventan hafði verið óskaplega erfið törn. Lítil börn á Jökuldal leikin voru grátt er litu þau í skóinn sinn engan sáu glaðninginn. Því Villi með vangann gráa sem verstur er um alla jörð. Fellt hafði hreininn fráa hann ferðast ekki meir um jörð.“ En skáldagyðjan er til fleiri hluta brúkleg en að vopna hagmælta á þorrablótum. Meira að segja vitjaði hún Sólrúnar eitt sinn þar sem hún var að vinna uppi á Kára- hnjúkum. „Þetta vísukorn varð til inn við Kárahnjúka þar sem ég var ráðskona eitt sinn við að elda ofan í starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða á meðan rannsókn- ir fóru fram á virkjunarsvæðinu. Það er ekki hægt að vera þarna sumar eftir sumar án þess að verða snortinn. Ég kalla þetta Öræfavísu Norðan Vatnajökuls. Kárahnjúkur keikur stendur, konungur í fjallasal. Vindagusta við er kenndur, vinur ofar Jökuldal. Dimmugljúfur djúpt hjá rista dýrgripur í fjallasal, hyldjúp er sú heljarkista hýsir Jökulsá á Dal.“ Við svo kveðið lokar hún hirsl- unum. Ekki dugar að biðja um meira enda sönn forréttindi að fá að skyggnast í ljóðaskúffu konu. Þá er bara að vona að fleiri konur taki Sólrúnu sér til fyrirmyndar og leyfi aðeins að lofta um ljóðin sín. Með reiðskjóta jólasveinsins í frystinum SÓLRÚN HAUKSDÓTTIR FRÁ MERKI Í JÖKULDAL Sólrún frá Merki er fyrsta kvenskúffuskáldið sem lætur lofta um ljóð sín í Fréttablaðinu. Ekki nema von því hún er jú Merkiskona. SKÚFFUSKÁLDIÐ } SÓLRÚN HAUKSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.