Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 30

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 30
[ ] Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Meðvitund er mikilvæg í umferðinni. Það setur alla í hættu að vera utan við sig við aksturinn. Ýmist eitt eða eitt og hálft bílastæði er ætlað fyrir hverja íbúð þar sem verið er að þétta byggð í miðborginni nema við stúdentaíbúðir, þar er hálft stæði á íbúð eða ekkert. Þar sem bílum er alltaf að fjölga og byggðin að þéttast nærri mið- borginni þá getur verið þrautin þyngri að finna þar bílastæði bæði fyrir íbúa og gesti. Í þróunar- áætlun miðborgarinnar og nýjum deiliskipulögum er yfirleitt miðað við eitt stæði á íbúð, óháð stærð hennar. Við stúdentaíbúðirnar 96 sem eru í byggingu við Lindargöt- una er hálft stæði á hverja íbúð og á Barónsreitnum stendur til að byggja 100 stúdentaíbúðir með engum bílastæðum. Þetta kom fram í spjalli við Helgu Braga- dóttur hjá skipulags- og bygginga- sviði borgarinnar. Hún segir óskir oft koma fram um fleiri stæði af hálfu þeirra sem séu að byggja og í Skuggahverfinu hafi endað með að eitt og hálft stæði er ætlað á hverja íbúð. „Dæmi eru um að fólk geti keypt sér stæði í væntanlegum bílastæðahúsum og þannig verð- ur það á Stjörnubíósreitnum,“ bendir hún á. Hún segir einnig reynt að gera bílastæði neðan- jarðar þar sem hægt sé að koma því við. Þannig er það til dæmis við Borgartúnið þar sem svo- kölluð Höfðaborg er í byggingu að búið er að ljúka við tveggja hæða bílastæðakjallara. Á slipp- svæðinu verður svipaður háttur hafður á. Að mati Helgu þarf fólk síður á bílum að halda á svæðum þar sem íbúða- og atvinnuhús- næði er lítið aðgreint og segir hið nýendurskoðaða strætisvagna- kerfi líka eiga að geta komið í stað stöðugrar notkunar á einka- bílnum, ekki síst í miðborginni. Rebekka Sigurðardóttir, upp- lýsingafulltrúi Félagsstofnunar stúdenta, segir mikla ánægju hjá Stúdentaráði með að hafa fengið úthlutað byggingasvæði í mið- borginni og hún kvíðir ekki bíla- stæðaleysinu. „Við vitum að það verður ekki vandamál að fylla þessar bílastæðalausu íbúðir og klárt mál að margir munu kjósa staðinn og strætó,“ segir hún. Listamaðurinn Haukur Dór Sturluson er einn þeirra sem búa við Laugaveginn. Hann má ekki leggja þar en er með svo- kallað íbúakort sem heimilar honum að leggja við næstu götur ofan Laugavegar, þó við mæli sé. Fyrir það kort greiðir hann 3.000 krónur á ári. „Fyrst á annað borð er verið að krefja okkur um gjald þá telst þetta ekki mikið,“ segir hann. Stundum kveðst hann þurfa að keyra nokkra hringi áður en hann finnur stæði en oftast getur hann lagt í nágrenninu. Sigurður Már Einarsson rekur gistiheimilið Von við Lauga- veg. Hann leigir það erlendum námsmönnum á veturna sem eru bíllausir og á sumrin eru flestir gesta hans erlendir ferða- menn. Sumir þeirra eru á bílum og „lenda í miðbæjarharkinu,“ eins og hann orðar það. „En þegar þarf að koma hér að með aðföng og slíkt þá getur það verið vandamál. Það er bara eins og að vinna í lottói að fá stæði nálægt dyrunum,“ segir hann að lokum. gun@frettabladid.is Fá bílastæði við nýjar íbúðir í þéttri miðborg Oft er þétt lagt við götur nærri Laugaveginum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Frá 1970 hefur verið unnið að því í Evrópu að koma á fót prófun- arkerfi fyrir bifreiðar til að sjá hvernig ökumönnum og farþeg- um reiðir af við árekstur. Í upphafi stóðu örfáar stofn- anir að prófununum og eingöngu var framkvæmt eitt próf. Bílnum var ekið beint framan á stein- blokk sem var jafnbreið bílnum. Engar árekstrarbrúður voru í bílunum eins og í dag, en helsti tilgangur prófanna var að skoða hvort stýrisöxullinn gengi inn í bílinn við höggið. Árið 1996 hófst svo vinnan við Euro NCAP verkefnið. Nafn þess er stytting á European New Car Assessment Programme, eða evr- ópskt matskerfi fyrir nýja bíla. Fljótlega fóru ríkisstjórnir, sam- tök bifreiðaeigenda og stofnanir að fylkja sér bakvið verkefnið og það fór að njóta trausts. Í júlí 1997 tilkynnti Euro NCAP um fyrsta fjögurra stjörnu bílinn á markaðnum; Volvo S40. Þegar bílaframleiðendur fóru að treysta prófununum byrjuðu þeir að styrkja verkefnið sjálfir, til dæmis með því að leggja til bíla og fjármuni fyrir prófunum. Þess hefur þó alltaf verið gætt að framleiðendur geti ekki haft nein áhrif á niðurstöður, öðruvísi en með því að hanna betri bíla. Hver bíll sem er prófaður í dag fær einkunn í þremur flokk- um; öryggi fullorðinna farþega, barna og fótgangandi vegfar- enda. Bílarnir eru prófaðir fyrir árekstra á framenda og hlið. Einnig er framkvæmt staura- próf en þá er bílnum rennt á hlið á staur sem er ekki ólíkur ljósa- staur. Loks er svo prófað hvaða meiðsli gangandi vegfarandi hlyti ef bíllinn æki á hann. Niðurstöður óháðra rann- sókna gefa ótvírætt til kynna að þeir bílar sem koma vel úr próf- unum hjá Euro NCAP séu í reynd öruggari og slys á fólki ekki eins alvarleg og hjá þeim bílum sem koma illa út úr prófunum. Versta starf í heimi? Árekstraprófanir stuðla markvisst að framförum í öryggis- búnaði bifreiða. HVAÐ ER... EURO NCAP? Bifreiðastillingin ehf. • Smiðjuvegi 40d • Sími 557 6400 Vissir þú að 90% af sjálfskiptingum bila vegna hitavandamála? Láttu skipta um olíu og síu á sjálfskiptingunni. Sjálfskiptingar, stillingar og alhliða viðgerðir. Njarðarbraut 15 • Reykjanesbær • S: 421 2999 • Fax: 421 2090 Netfang: nysprautun@nysprautun.is www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Formúlulið Toyota keppir á nýrri útgáfu af Toyota TF 106 á fyrsta mótinu í Barein 12. mars. Ný útgáfa af formúlubílnum Toy- ota TF 106 var kynnt í vikunni en ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á bílnum. Á nýju útgáfunni er yfirbyggingin alveg endurnýj- uð til þess að bæta loftflæði yfir og undir bílinn sem er með nýjan framvæng, nýjan afturvæng og nýjan loftdreifi að aftan. Nýja útgáfan verður notuð á fyrsta mót- inu í Formúlunni sem fer fram í Barein 12. mars og æfir Toyota- liðið af kappi þessa dagana á nýja bílnum. Einnig er verið að æfa verkaskiptingar í þjónustuhléum. Þær verða sérstaklega mikilvæg- ar í ár þar sem búið er að leyfa dekkjaskiptingar í keppni á ný. Ný útgáfa Toyota TF 106 fyrir og eftir breytingar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.