Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 35

Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 35
LAUGARDAGUR 18. febrúar 2006 Ef grunur er um lús á blómunum þá má reyna að setja sneið af hrárri kartöflu á mold- ina. Ef lýs eru fyrir hendi þá safnast þær saman þar. Síðan þarf bara að skipta um sneiðar þangað til allar lýsnar eru farnar. Ef fitulagið er orðið þykkt ofan á eldhússkápunum þá getur verið erfitt að ná því af með vatni og sápu. Þá getur rúðuúði komið að góðu gagni. Hann er ótrúlega kröftugt efni til að leysa upp fitu, hvort sem hún er á eldavélinni eða annars staðar. Rúðuúði og rök tuska er málið. Í baðherbergi er gott að nota mat- arsóda til að ná burt blettum sem virðast grómteknir á vaskinum og í sturtunni. Tannkrem á ýmsa bletti virkar eins og galdur. Má meira að segja nota það á geisladiskana ef þörf er á. Leysigeysli virkar vel til að ná blettum úr fötum og gildir það nánast um hvaða bletti sem er. Þvoið aldrei glugga í sól. Þeir þorna of fljótt og þá koma taumar á rúðurnar. Gott er að fægja rúður að innan- verðu með dagblöðum en verið samt viss um að hafa lesið blaðið áður en hafist er handa! Rúllugluggatjöld sem ekki má þvo er gott að þrífa með grófum flauelsklút sem hveiti eða maísmjöli hefur verið stráð í. Hansatjöldin er auðvelt að þrífa með því að vefja tusku vættri í spritti utan um gúmmíspaða. Þá er hægt að komast að erfiðum stöðum. Ef kertastjakinn er þak- inn vaxi settu hann þá í frysti í eina klukkustund og vaxið losnar af í flygsum. Einnig er gott að þrífa kertastjaka undir sjóð- andi heitu vatni og þerra síðan með bréfþurrku. Frísk lykt í híbýlin fæst með því að setja furunál- aolíu í bómullarhnoðra og koma honum fyrir í gleríláti á góðum stað. Þeir sem hafa arin fá fínlega angan í húsið með því að henda app- elsínu- eða sítrónuberki í logann. húsráð } Hreingerning GÓÐ RÁÐ ÞEGAR TEKIÐ ER TIL Á HEIMILINU Barnaherbergið NOKKRIR MIKILVÆGIR HLUTIR: Þægilegt rúm til að sofa í. Rólegt horn til að lesa í. Borð til að skrifa við. Stóll til að sitja í. Hilla fyrir bækurnar. Karfa fyrir myndablöðin. Kassar fyrir leikföngin. Snagar fyrir hálsfestar eða annað. Stór sessa til að sitja á. Mjúkt teppi til að breiða yfir sig. heimili } Gerum nú ennþá betur Heilsuhitapoki fylgir hverju sófasetti Gildir til 25. febrúar eða á meðan birgðir endast. útsala útsala útsala útsala útsala útsala Opnunartími: Virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Sunnudaga frá kl. 13-16 Verið velkomin að Dalvegi 18. Gallerí Húsgögn Sími 554 5333

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.