Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 40

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 40
4 ,,Makedóníska heilkennið kall- ast það á evróvisjón máli þegar að menn eru búnir að hlusta það oft á lögin í keppninni að þeim er meira að segja farið að finnast makedóníska lagið gott“, segir Gísli Marteinn Baldursson evróvisjon sérfræðingur. Tilurð hugtaksins á rætur sínar að rekja til þess tíma- bils þegar Makedóníumenn þóttu senda afar slök lög til keppninar. Gísli Marteinn segir að þeim hafi þó vaxið fiskur um hrygg undan- farið og hafi þeir sent ágætis fram- lög síðustu ár. Gísli Marteinn segir hugtakið vera orðið nokkuð alþjóðlegt og það hafi breiðst hratt út undanfarin ár. Ekki er vitað hver er höfund- urinn að þessu ágæta hugtaki en það er mjög sennilegt að hægt sé að greina fjölmarga Íslendinga með makedóníska heilkennið. Makedóníska heilkennið Hugtak sem hefur loðað við Evróvisjón keppnina en fáir átta sig kannski á hvað það þýðir. Gísli Marteinn, evróvisjón sérfræðingur, leiðir okkur í allan sannleikan. Tose Proeski keppti fyrir hönd Makedóníu árið 2004. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES Martin Vucic frá Makedóníu og hans fríða föruneyti. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þeir áhorfendur sem eru góðir í landafræði hafa vafalaust velt því fyrir sér hvers vegna Ísrael er þátt- takandi í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þrátt fyrir land- fræðilega legu sína er Ísrael aðili að sambandi evrópskra sjónvarps- stöðva. Þrátt fyrir nafnið, er aðild að sambandinu ekki bundin við Evrópu og því geta þjóðir utan álfunar tekið þátt. Níu lönd utan Evrópu eiga fullan aðildarrétt að sambandinu, meðal annars Jór- danía og Líbanon. Af þeim lönd- um utan Evrópu sem eiga aðild hafa þrjú þeirra tekið þátt. Ásamt Ísraelum hafa Tyrkland og Marakó einnig tekið þátt. Ísrael og Tyrk- landi hefur vegnað ágætlega í keppninni að undanförnu en Mar- akómenn létu sér nægja að keppa aðeins einu sinni árið 1980 þegar að þeir höfnuðu í 18. sæti. Asíuríki í Eurovision Það var árið 1991 sem þeir Eyjólf- ur Kristjánsson og Stefán Hilmars- son stigu á sviðið í Róm á Ítalíu og fluttu lagið Draumur um Nínu eftir Eyjólf. Lagið hafði hægt um sig í keppninni, fékk 26 stig og hafnaði í þrettánda sæti. Þjóðin tók hins vegar ástfóstri við þessa stúlku sem birtist í draumi og þá varð allt ljúft og gott. Lagið kann sérhver Íslend- ingur og því koma úrslitin kannski ekkert á óvart. Eyjólfur Kristjánsson, höfundur lagsins, var að vonum ánægður með niðurstöðuna. „Mig minnir að ég hafi sest niður og samið lagið sérstaklega fyrir keppnina á píanóið heima,“ segir Eyjólfur þegar hann er beðinn um útskýra tilurð lagsins. „Ég samdi það strax með mig og Stefán í huga og það er í g-dúr sem þykir mjög há tóntegund fyrir karlmenn en ég vissi að Stefán myndi höndla þetta,“ heldur höfundurinn áfram. Eyjólfur segist hafa beðið Stefán um að semja textann en vegna anna hafi hann ekki getað sinnt því hlutverki. „Ég varð því bara að semja hann sjálf- ur,“ segir tónlistarmaðurinn en Nína sjálf er ekki til í raunveruleikanum. „Sú Nína sem ég þekki kenndi mér á skíði í Kerlingarfjöllum og kannski er nafnið fengið þaðan,“ útskýrir Eyjólfur. Þrátt fyrir að vera mikið stuðlag þá er Draumur um Nínu mikill harmsöngur en lagið er söng- ur ungs manns til látinnar kærustu sinnar. „Stefán hefur reyndar sagt að þetta sé sorglegasta stuðlag sem samið hefur verið,“ segir hann og hlær. Eyjólfur segir að úrslitin komi sér ekkert ýkja mikið á óvart. „Það eru ótrúlega margir sem kunna lagið og ég hef séð krakka í grunnskóla syngja það fyrir forsetann.“ Það var síðan All out of Luck með Selmu Björnsdóttur sem varð í öðru sæti í kosningunni. Söngkon- an glitraði af sjálfsöryggi og þegar atkvæðin fóru að berast varð ljóst að draumurinn gæti ræst. Selma barðist hatrammri baráttu við sænsku kyn- bombuna Charlotte Nilsson en varð að lúta í grasi fyrir Svíagrýlunni. Við höfum ekki enn fyrirgefið þeim þetta rán. Gleðibankinn hreppti þriðja sætið en þau Pálmi, Eirík- ur og Helga voru send til að koma með keppnina til Íslands. Það tókst því miður ekki og þjóðin trúði ekki sínum eigin augum. Sextánda sætið voru örlög okkar en Íslendingar hafa greinilega ekki gleymt frumherjun- um í keppninni. Páll Óskar og hans Hinsti dans á greinilega mjög dygga aðdáendur en lagið blandaði sér í toppbaráttuna. Það er því greinilegt að sú hneyksl- un og undran sem Páll vakti með „líflegri“ framkomu um alla Evrópu hefur heillað marga. Þjóðin elskar hina látnu Nínu Fréttablaðið stóð fyrir kosningu um besta Eurovision-framlag okkar Íslendinga og var sorglegasta stuðlagið kosið með þó nokkrum yfirburðum. Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson eru væntanlega himinlifandi með niðurstöðu kosningarinnar en Draumur um Nínu er Eurovisionlag þjóðarinnar. 1. DRAUMUR UM NÍNU Flytjendur: Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson Höfundur: Eyjólfur Kristjánsson 2. ALL OUT OF LUCK Flytjandi: Selma Björnsdóttir Höfundur: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson 3. GLEÐIBANKINN Flytjandi: Icy-tríóið Höfundur: Magnús Eiríksson 4. MINN HINSTI DANS Flytjandi: Páll Óskar Hjálmtýsson Höfund- ar: Páll Óskar og Trausti Haraldsson 5. EITT LAG ENN Flytjendur: Stjórnin Höfundur: Hörður G. Ólafsson 6. SÓKRATES (ÞÚ OG ÞEIR) Flytjendur: Stefán Hilmarsson og Sverrir Stormsker Höfundur: Sverrir Stormsker 7. OPEN YOUR HEART Flytjandi: Birgitta Haukdal Höfundur: Hall- grímur Óskarsson 8. HEAVEN Flytjandi: Jónsi Höfundur: Sveinn Rúnar Sigurðsson 9. IF I HAD YOUR LOVE Flytjandi: Selma Björnsdóttir Höfundar: Þorvaldur Bjarni og Vignir Snær Vigfús- son 10. HÆGT OG HLJÓTT Flytjandi: Halla Margrét Höfundur: Valgeir Guðjónsson 11. TELL ME Flytjandi: Einar Ágúst og Telma Víðisdóttir Höfundur: Örlygur Smári 12. NEI EÐA JÁ Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir og Sig- rún Eva Ármannsdóttir Höfundar: Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson 13. ÞÁ VEISTU SVARIÐ Flytjandi: Ingibjörg Stefánsdóttir Höfund- ur: Jón Kjell Seljeseth 14. ANGEL Flytjandi: Two Tricky Höfundur: Einar Bárðarson 15. NÆTUR Flytjandi: Sigríður Beinteinsdóttir Höfund- ur: Friðrik Karlsson 16. NÚNA Flytjandi: Björgvin Halldórsson Höfundar: Ed Welch og Björgvin Halldórsson 17. SJÚBÍDÚ Flytjandi: Anna Mjöll Ólafsdóttir Höfundar: Anna Mjöll og Ólafur Gaukur Þórhallsson 18. ÞAÐ SEM ENGINN SÉR Flytjandi: Daníel Ágúst Haraldsson Höfundur: Valgeir Guðjónsson Bestu lögin „Ég er svakalega spenntur fyrir þessari keppni,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem verður í VIP-her- bergi útsendingar Sjónvarpsins í kvöld. Hann vill helst sjá Ágústu Evu Erlendsdóttur fara fyrir út fyrir Íslands hönd. Hún sem Silvía Nótt detti aldrei úr hlutverkinu. Silvía sé frábær ádeila á íslenskar stúlkur frá tólf til tvítugs. „Það er mjög sterk- ur hooker í þessu lagi sem er enn sterkara hjá Þorvaldi heldur en If I had your love frá því í fyrra.“ Páll Óskar segir lög sem flutt séu í góðlátlegu gríni ekki endilega sig- urlög í Eurovision-keppninni. Nefn- ir hann framlag Ísraela árið 1987 Hubba Hulle Hulle og lag norsar- anna í Wig Wam frá því í fyrra: „En þegar upp er staðið eru það þessi lög sem bjarga heilli kvöldstund fyrir framan sjónvarpið og lifa með lýðnum.“ Páll segir fleiri góð lög í Söngva- keppni Sjónvarpsins í ár. Lagið sem Regína Ósk flytur sé virkilega gott og vel flutt sem og lagið Andvaka með Guðrúnu Árnýju. Verður í VIP herberginu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.