Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 48

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 48
12 ■■■■ { eurovision } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ DAGLEGT LÍF: „Ég starfa sem söngvari og tónlistarmaður. Dag- urinn snýst um það. Dagur söngv- arans er mjög misjafn. Oftast fer vikan í undirbúning fyrir helgarn- ar og ég undirbý þau verkefni sem ég er í. Þegar maður fær nýtt lag í hendurnar mótar maður það eins vel og maður getur. Undirbúningur fyrir kvöldið í kvöld hefur til dæmis verið mikill. Við þurfum að radda saman og æfa dansana.“ DISKURINN Í SPILARANUM? „Ég hef lítinn tíma en Elvis er sígildur og ég hlusta mikið á hann.“ AF HVERJU EUROVISION? „Ég hef aldrei tekið þátt áður og fannst rétti tíminn núna. Það er búið að ganga mjög vel hjá mér og miðað við það sem á undan er gengið fannst mér rétt skref að fara í Eurovision. Lögin eru mörg en tækifærið gott.“ HVAÐ GERIRÐU EF ÞÚ SIGRAR? „Ég færi til Aþenu og næði mér í fuglaflensu! Að öllu gríni slepptu: Ef ég sigra myndi ég undirbúa mig vel og hafa það að leiðarljósi að standa mig vel.“ MYNDIR ÞÚ GERA HVAÐ SEM ER TIL AÐ VINNA? „Nei, ég myndi ekki gera hvað sem er en ég geri það sem ég get og mitt besta.“ BESTA EUROVISIONLAGIÐ? „Waterloo með Abba.“ Rétti tíminn til að taka þátt DAGLEGT LÍF: „Ég er að spila og ala upp barnið mitt, fimm ára strák. Ég búinn að vera að spila á sveita- böllum undanfarin 12 til 13 ár. DISKURINN Í SPILARANUM: „Það er síðasti diskurinn með Weezer. Hann er kominn aftur í spilarann og kemur betur út í seinna skiptið.“ AF HVERJU EUROVISION? „Ég er að taka þátt vegna þess að ég þekki lagahöfundinn, þetta er persónu- legur greiði. Ég er ekki að taka þátt vegna þess að ég hafi „tendensa“ fyrir að verða vera með í þessari keppni þó svo að ég hafi ekkert á móti henni. Svo finnst mér lagið líka skemmtilegt.“ MYNDIR ÞÚ GERA HVAÐ SEM ER TIL AÐ SIGRA? „Ég myndi ekki leggja fram stjórnsýslukæru.“ HVAÐ ÆTLARÐU AÐ GERA ÞEGAR ÞÚ ERT BÚIN(N) AÐ VINNA KEPPNINA Í GRIKKLANDI? „Ég myndi skemmta mér ærlega, mér dettur ekkert annað í hug.“ BESTA EUROVISIONLAGIÐ? „Það er hið ítalska Volare og Waterloo. Mér datt ekki í hug að Volare væri Eurovisionlag.“ Myndi ekki leggja fram stjórnsýslukæru LAG: Það sem verður HÖFUNDUR: Hallgrímur Óskarsson FLYTJANDI: Friðrik Ómar Hjörleifsson SÍMANÚMER: 900 2005 LAG: Flottur karl, Sæmi Rokk HÖFUNDUR: Sævar Benediktsson FLYTJANDI: Magni Ásgeirsson SÍMANÚMER: 900 2004 Matthías Matthíasson er vafalítið best þekktur sem söngvari hljómsveitar- innar Papar sem hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Sveitin hefur gefið út fjölmargar plötur sem hafa flestar selst mjög vel og er það meðal annars að þakka öflugri rödd Matthí- asar. Áður en hann gekk til liðs við Papana vorið 1999 var hann í hljóm- sveitunum Reggae on Ice og Dúndur- fréttum. Matthías hefur einnig reynt fyrir sér í leikhúsum og í Austurbæ verð- ur á morgun frumsýnt leikritið Hafið bláa hafið þar sem hann fer með hlut- verk ígulkersins Ljóts sem mun vera mikill nöldurseggur. Leikur ígulkerið Ljót Ekki eru allir sammála því að Ísland sé best í heimi, og hlaut það sérstaklega lítin hljómgrunn árið 1989. Daníel Ágústsson söng þá lagið „Það sem enginn sér“ eftir Valgeir Guðjónsson, og virtist enginn hafa heyrt lagið heldur því lagið hlaut engin stig. Sjálfsmynd Íslendinga var þó ekki í molum og var ákveðið að gera betur að ári liðnu. Þá var keppnin haldin í Júgóslavíu, og lentu Íslendingar í 4. sæti með Stjórninni og lagið „Eitt lag enn“. Þó Ísland væri augljóslega á uppleið, gekk það ekki betur en svo að ári liðnu, að við lentum í 17.sæti með lagið „Nína“. LAG: Matthías Matthíasson HÖFUNDUR: Sést það ekki á mér FLYTJANDI: Sigurður Örn Jónsson SÍMANÚMER: 900 2006 Ísland í Eurovision
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.