Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 74

Fréttablaðið - 18.02.2006, Page 74
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR34 Ég byrjaði sem kornabarn á Tímanum, aðeins 16 ára að aldri,“ útskýrir Gunnar. „Ég fann strax að þarna átti ég að vera. Blaðamennskan hafði alla tíð blundað í mér. Öll blöð voru keypt heima og myndir voru mér afar hjartfólgnar.“ Fyrsta sumar- ið í starfi birtist strax mynd eftir hann. „Áður en ég vissi af var ég farinn að mynda íþróttir, og ég var svo í þrettán ár á Tímanum þar til Þorsteinn Pálsson bauð mér starf á Vísi 1978. Ég er því sennilega eini blaðamaðurinn á Fréttablað- inu sem Þorsteinn Pálsson hefur ráðið,“ segir Gunnar og hlær. Það hefur alltaf verið undirliggjandi ólga í þessum bransa og Vísir var í mikilli samkeppni við Dagblað- ið, en á einni nóttu voru svo þessi blöð sameinuð og ég fylgdi þeim kaupum. Allt þar til DV strand- aði, en þá komst ég um borð hjá Fréttablaðinu.“ Minnisstæðast á ferlinum? „Það verður seint toppað að hafa verið viðstaddur Vestmanna- eyjagosið, þar var maður vakandi og sofandi allan gostímann. Á þessum árum var reyndar óvenju mikil deigla í samfélaginu, meðal annars áflog á miðunum og þessi áratugur vegur þyngst í endur- minningunni. Ég er að eðlisfari mjög forvitinn maður og vil vera alls staðar þar sem eitthvað er að gerast. Ég hef verið viðstaddur nánast alla markverða viðburði í þjóðfélaginu undanfarin 40 ár.“ Gunnar segist alltaf hafa haft gaman af pólitík. „Ég hef fylgst gjörla með pólitíkusum þessa lands og þeir hafa margir orðið vinir manns í gegnum þetta þjark. Ég hafði alltaf mjög gaman af því að mynda Steingrím Hermanns- son af því hann er svo hreinn og beinn og Davíð Oddsson er með skemmtilegri mönnum sem maður hittir. Þrír Bandaríkjaforsetar komið til landsins og margar aðrar heimsfrægar persónur. Clinton er minnistæðastur þeirra, hef sjaldan séð mann með jafn mikla útgeisl- un. Gaman að sjá mann ganga á miðri götu, ekki á gangstéttinni, með útréttar hendur. Aðsópsmikill maður með eindæmum. Sú mynd sem þó mest loðir við mig er sú með Ólafi Ragnari Grímssyni og heitkonu hans Dor- rit Moussaieff þegar hestur hnaut með hann á Leirubakka og hann axlarbrotnaði. Þessar myndir hefðu sennilega aldrei verið teknar ef ég hefði ekki verið hestamaður og fékk þar af leiðandi að fylgja þeim eftir ríðandi úti í nátturu landsins. Gunnar segist stundum verða þreyttur, en gæti ekki hugs- að sér annað lifibrauð. „Ekki síst fyrir það maður kynnist svo mörgu fólki og það hefur verið allra dýr- mætast á lífsleiðinni.“ - amb Davíð Oddsson, eftir að hafa gengt forsæt- isráðherraembættinu lengur samfellt en nokkur annar, jafnvel samanlagt. „Maður slær öll met og móttökunefndin getur ekki verið minni en þú, Gunnar minn Andrésson!“ Vestmannaeyjagosið eftirminnilegast Honum er blaðamennskan í blóð borin og hann gæti ekki hugsað sér annað starf en að mynda atburði líðandi stundar. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari hjá Frétta- blaðinu opnar sérstaka sýningu í hliðarsal Gerðarsafns í dag í tengslum við árlega ljósmyndasýningu Blaðaljós- myndarafélags Íslands, til að marka 40 ára feril sinn sem fréttaljósmyndara. „Why not?“ Ég hef tekið myndir af mörgum heimsfrægum persónum sem lagt hafa leið sína hingað til lands svo sem Bandaríkjaforsetunum Reagan og Nixon, en eftirminnilegasta persónan í þessum hópi er Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Hann var á gangi fyrir utan Bæjarins bestu þegar ég kallaði til Margrétar sem var við afgreiðslu, „af hverju býður þú honum ekki upp á pylsu?“ og hún tók mig á orðinu. Bauð honum bestu pylsu í heimi og hann svaraði að bragði og horfði í augun á mér, „why not?“ Fyrsti morgunninn. Þarna var ég með Kára Jónassyni og fleirum að fylgjast með Heimaeyjargosinu að morgni 24. janúar 1973. Árni Johnsen segir af sér þingmennsku. Hann sendi mér póst sem fylgir með sem myndatexti á sýninginni þar sem hann meðal annars líkir sér við smá- fugl í klóm smyrilsins. NFS ER Á VISIR.IS NFS ER Á VISIR.IS NFS ER Á VISIR.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.