Fréttablaðið - 18.02.2006, Side 94
18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR54
Pesto. Þetta er út um allt
og í öllu. Nú er virkilega
komið nóg.
Bolsévíka-jakkar. Bóla sem sprakk jafn
hratt og hún myndaðist.
Idol og Eurovision-æðið.
Er enginn orðinn leiður á þessu?
SÚR HVALUR
30% afsláttur af
harðfiski og hákarli
Opið alla laugardaga 10-14
HRÓSIÐ
...fær Þorsteinn Guðmundsson
fyrir að skemmta þjóðinni með
skemmtilegum auglýsingum, en
hann er hugmyndasmiðurinn á
bak við Lottó-Lýð.
LÁRÉTT
2 mælieining 6 utan 8 framkoma 9
meðal 11 skóli 12 jakki og pils 14
hrinding 16 bardagi 17 fiskur 18 lág-
vær niður 20 dreifa 21 ögn.
LÓÐRÉTT
1 mylsna 3 hvort 4 alls 5 kæla 7
lengst í norður 10 flík 13 kletta-
sprunga 15 gróft orð 16 flana 19
tveir eins.
LAUSN
LÁRÉTT: 2 desí, 6 án, 8 fas, 9 lyf, 11
ma, 12 dragt, 14 stjak, 16 at, 17 áll, 18
suð, 20 sá, 21 arða.
LÓÐRÉTT: 1 sáld, 3 ef, 4 samtals, 5
ísa, 7 nyrstur, 10 fat, 13 gjá, 15 klám,
16 asa, 19 ðð.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
„Stúlkan lá á grúfu með rauða
brunaöxi á kafi milli herðablað-
anna. Útlitsatriðin stemmdu öll.
Málaða stjarnan yfir auganu,
yfirdrifin hárgreiðslan í þrem-
ur litum, glannalega skrautlegur
fatnaðurinn, svartur jakki með
hvítum útfrymum, bleikt pífupils,
netsokkar og háhælaðir, ökklahá-
ir skór.“ Svona er óhuggulegum
líkfundi lýst í smásögu sem er
birt á vef bókaútgáfunnar Bjarts.
Það fer auðvitað ekki á milli mála
að hin myrta er söngkonan Silvía
Nótt enda er þessi sakamálasaga
sannkallaður lykilróman og fjall-
ar um voveiflega atburði sem eiga
sér stað daginn fyrir úrslitakvöld
forkeppni Eurovision sem haldin
verður í kvöld.
Fyrri hluti þessarar framhalds-
sögu, Morðið á Silvíu Nótt, birtist
á vef forlagsins í gær en seinni
hlutinn mun koma fyrir augu les-
enda í dag.
„Ég á ekki von á að þetta vindi
frekar upp á sig,“ segir Snæbjörn
Arngrímsson forleggjari hjá
Bjarti. „Það gæti samt farið eftir
því hvernig úrslitin í keppninni
verða þannig að þriðji hlutinn
gæti bæst við. Morðið á Silvíu
Nótt er eftir Jón Hall Stefánsson,
sem gerði það gott um jólin með
glæpasögu sinni Krosstré. „Hann
á að vera að gera allt annað, eins
og að skrifa næstu bók, en fer svo
út í þessa vitleysu.“
Þeim sem koma að líki Silvíu
Nóttar í kjallara Útvarpshússins
við Efstaleiti verður að vonum
brugðið og einum verður að orði
að við „eigum heldur betur eftir
að skíttapa í þessari blessuðu
keppni“ þegar hann stendur yfir
líki söngdívunnar. Það kemur þó
fljótlega á daginn að hin myrta er
ekki Ágústa Eva Erlendsdóttir í
gervi Silvíu heldur geðveik stúlka
sem var skírð Silvía Nótt og taldi
sig vera frummyndina að baki
persónu Ágústu.
Tvöfalt eðli Silvíu vefst nokk-
uð fyrir rannsóknarlögreglunni,
sem áttar sig þó á að líklega sé
Ágústa Eva í bráðri lífshættu þar
sem flest bendi til þess að morð-
inginn hafi viljað hana feiga og
myrt tvífara hennar í misgripum.
Rétt eins og í öllum almennilegum
glæpasögum liggja margir undir
grun enda þó nokkrir sem gætu
hugsað sér að ryðja Silvíu úr vegi.
Efstur á blaði grunaðra er vita-
skuld Skerjafjarðarskáldið Kristj-
án Hreinsson, sem hefur hamast
við að losna við Silvíu úr forkeppn-
inni. Kristján fær útrás fyrir reiði
sína með því að lyfta lóðum í sög-
unni á meðan hann hugsar fjend-
um sínum þegjandi þörfina og býr
sig undir að verða púaður niður í
höfuðvígi sínu, heita pottinum í
Vesturbæjarlauginni.
Aðrir sem koma við sögu eru
stressaður Jónatan Garðarsson
og Páll Magnússon útvarpsstjóri,
sem dundar sér aðallega við að
leggja kapal í tölvunni á skrif-
stofu sinni og hlær innra með sér
að Kristjáni enda finnst honum
fátt hallærislegra en hagyrðingar
nema þá helst söngvaskáld.
thorarinn@frettabladid.is
EUROVISION-FORKEPPNIN: ORÐIN KVEIKJA AÐ SAKAMÁLASÖGU
Hver myrti Silvíu Nótt?
Gumbo. Þessi karabíska kássa er afar
hressandi á köldum vetrarkvöldum
Víðar buxur.
Koma aftur inn í sumar
eftir þrönga buxnaskeiðið.
Antík. Hættu að vera
með alveg eins húsgögn
og allir aðrir.
NÚNA BÚIÐ
FRÉTTIR AF FÓLKI
Baugur Group færir enn út kvíarnar og hefur stofnað fjárfestingarfélag-
ið Á bleiku skýi eða Pink Production,
en starfsgrundvöllur þess verður í
afþreyingariðnaðinum. Þetta kemur
fram á heimasíðunni logs.is og staðfesti
Baltasar Kormákur
þetta í samtali við
Fréttablaðið en
hann situr í stjórn
félagsins ásamt
þeim Ingibjörgu
Pálmadóttur, sem
er formaður, og
Skarphéðni Berg
Steinarssyni.
Félagið mun ekki
einskorða sig við
eina listgrein heldur ætlar að fjárfesta í
kvikmyndum, leikhúsi, myndlist, ritlist
og tónlist. Glöggir kvikmyndahúsagestir
hafa kannski tekið eftir því að forstjóri
Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, var titl-
aður sem einn af framleiðendum kvik-
myndarinnar A Little Trip to Heaven sem
Baltasar leikstýrði, en þessi tvö verkefni
tengjast ekki á neinn hátt samkvæmt
heimildum blaðsins.
Hjónin Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteins-
dóttir komu fram í helgar-
viðtali við DV fyrir nokkru
þar sem greint var frá
ætlun þeirra að framleiða
stórmynd í Hollywood.
Ásgrímur Sverrisson,
ritstjóri logs.is, gerir þessa
frétt að umtalsefni á
vefsíðunni og telur að
þau færist sífellt nær
þessu takmarki. Talað
sé um að vel þekktur
bandarískur leikstjóri
ætli að taka verkefnið
að sér og myndver á
Möltu henti vel sem
tökustaður en þar
hafi myndir á borð
við Troy og Gladiator
verið teknar. Þá telur
Ásgrímur að ef af
verkefninu verði sé
ljóst að um mjög dýra
mynd sé að ræða en
kostnaður er áætlaður
í kringum fimm
og hálfan milljarð
samkvæmt logs.is.
Ásgrímur slær þó var-
nagla og skrifar. „Ekki
ætti þó að þurfa að
benda lesendum L&S
á að leiðin að markinu
í kvikmyndaheiminum
getur verið löng og
ströng og vörðuð
ýmiskonar hindr-
unum.“ - fgg
Ný ritstjórn hefur tekið við stjórn-
artaumunum á glans- og slúð-
urtímaritinu Hér & nú. Það eru
þau Brynja Björk Garðarsdóttir,
Breki Logason og Jón Mýrdal sem
nú ráða öllu á blaðinu. Þrenningin
mun sjá um allt efnið í blaðinu og
því ljóst að það verður í nógu að
snúast hjá þeim.
Brynja Björk gat heldur ekki
neitað því að þetta væri spennandi
verkefni. „Þetta kom í ljós á mið-
vikudaginn og ég er mjög spennt,“
sagði hún í samtali við Fréttablaðið
en hún tekur við af Hönnu Eiríks-
dóttur sem hefur flutt sig yfir á
DV. „Það er mikið gæðafólk sem
vinnur á blaðinu,“ bætir hún við.
Þáttur Brynju, Party 101, hefur nú
sameinast lífstílsþættinum Sirkus
Rvk þar sem Ásgeir Kolbeinsson
ræður ríkjum og segir Brynja að
hún sé nú á fullu að vinna efni fyrir
hann. „Það er því í nógu að snúast
hjá mér,“ segir þessi atorkusama
stúlka.
Breki Logason hefur verið á
Hér & nú frá upphafi og verður
yfir blaðinu. „Það eru breyttar
á áherslu á Hér & nú um þessar
mundir,“ segir Breki en blaðið
fékk á sig heldur svartan blett
þegar Bubba-málið svokallaða
kom upp. „Það voru mistök sem
ekki verða gerð aftur,“ segir hann
sannfærandi en málið er fyrir
dómstólum um þessar mundir.
Breki ætti ekki að vera ókunn-
ur þeirri list að ritstýra slúður-
blaði því meðleigjandi hans er
Þorvaldur Davíð Kristjánsson,
sonur Kristjáns Þorvaldssonar
en hann er annar ritstjóri Séðs og
heyrðs. „Við erum góðir vinir, ég
og Kristján, enda báðir fagmenn
fram í fingurgómana.“
NÝ RITSTJÓRN Þau Brynja Björk, Breki
Logason og Jón Mýrdal munu flytja Íslend-
ingum fréttir af fræga fólkinu, slúðri og öllu
sem tengist íslensku mannlífi.
FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Ekki pláss fyrir fleiri mistök