Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 94

Fréttablaðið - 18.02.2006, Síða 94
 18. febrúar 2006 LAUGARDAGUR54 Pesto. Þetta er út um allt og í öllu. Nú er virkilega komið nóg. Bolsévíka-jakkar. Bóla sem sprakk jafn hratt og hún myndaðist. Idol og Eurovision-æðið. Er enginn orðinn leiður á þessu? SÚR HVALUR 30% afsláttur af harðfiski og hákarli Opið alla laugardaga 10-14 HRÓSIÐ ...fær Þorsteinn Guðmundsson fyrir að skemmta þjóðinni með skemmtilegum auglýsingum, en hann er hugmyndasmiðurinn á bak við Lottó-Lýð. LÁRÉTT 2 mælieining 6 utan 8 framkoma 9 meðal 11 skóli 12 jakki og pils 14 hrinding 16 bardagi 17 fiskur 18 lág- vær niður 20 dreifa 21 ögn. LÓÐRÉTT 1 mylsna 3 hvort 4 alls 5 kæla 7 lengst í norður 10 flík 13 kletta- sprunga 15 gróft orð 16 flana 19 tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2 desí, 6 án, 8 fas, 9 lyf, 11 ma, 12 dragt, 14 stjak, 16 at, 17 áll, 18 suð, 20 sá, 21 arða. LÓÐRÉTT: 1 sáld, 3 ef, 4 samtals, 5 ísa, 7 nyrstur, 10 fat, 13 gjá, 15 klám, 16 asa, 19 ðð. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Stúlkan lá á grúfu með rauða brunaöxi á kafi milli herðablað- anna. Útlitsatriðin stemmdu öll. Málaða stjarnan yfir auganu, yfirdrifin hárgreiðslan í þrem- ur litum, glannalega skrautlegur fatnaðurinn, svartur jakki með hvítum útfrymum, bleikt pífupils, netsokkar og háhælaðir, ökklahá- ir skór.“ Svona er óhuggulegum líkfundi lýst í smásögu sem er birt á vef bókaútgáfunnar Bjarts. Það fer auðvitað ekki á milli mála að hin myrta er söngkonan Silvía Nótt enda er þessi sakamálasaga sannkallaður lykilróman og fjall- ar um voveiflega atburði sem eiga sér stað daginn fyrir úrslitakvöld forkeppni Eurovision sem haldin verður í kvöld. Fyrri hluti þessarar framhalds- sögu, Morðið á Silvíu Nótt, birtist á vef forlagsins í gær en seinni hlutinn mun koma fyrir augu les- enda í dag. „Ég á ekki von á að þetta vindi frekar upp á sig,“ segir Snæbjörn Arngrímsson forleggjari hjá Bjarti. „Það gæti samt farið eftir því hvernig úrslitin í keppninni verða þannig að þriðji hlutinn gæti bæst við. Morðið á Silvíu Nótt er eftir Jón Hall Stefánsson, sem gerði það gott um jólin með glæpasögu sinni Krosstré. „Hann á að vera að gera allt annað, eins og að skrifa næstu bók, en fer svo út í þessa vitleysu.“ Þeim sem koma að líki Silvíu Nóttar í kjallara Útvarpshússins við Efstaleiti verður að vonum brugðið og einum verður að orði að við „eigum heldur betur eftir að skíttapa í þessari blessuðu keppni“ þegar hann stendur yfir líki söngdívunnar. Það kemur þó fljótlega á daginn að hin myrta er ekki Ágústa Eva Erlendsdóttir í gervi Silvíu heldur geðveik stúlka sem var skírð Silvía Nótt og taldi sig vera frummyndina að baki persónu Ágústu. Tvöfalt eðli Silvíu vefst nokk- uð fyrir rannsóknarlögreglunni, sem áttar sig þó á að líklega sé Ágústa Eva í bráðri lífshættu þar sem flest bendi til þess að morð- inginn hafi viljað hana feiga og myrt tvífara hennar í misgripum. Rétt eins og í öllum almennilegum glæpasögum liggja margir undir grun enda þó nokkrir sem gætu hugsað sér að ryðja Silvíu úr vegi. Efstur á blaði grunaðra er vita- skuld Skerjafjarðarskáldið Kristj- án Hreinsson, sem hefur hamast við að losna við Silvíu úr forkeppn- inni. Kristján fær útrás fyrir reiði sína með því að lyfta lóðum í sög- unni á meðan hann hugsar fjend- um sínum þegjandi þörfina og býr sig undir að verða púaður niður í höfuðvígi sínu, heita pottinum í Vesturbæjarlauginni. Aðrir sem koma við sögu eru stressaður Jónatan Garðarsson og Páll Magnússon útvarpsstjóri, sem dundar sér aðallega við að leggja kapal í tölvunni á skrif- stofu sinni og hlær innra með sér að Kristjáni enda finnst honum fátt hallærislegra en hagyrðingar nema þá helst söngvaskáld. thorarinn@frettabladid.is EUROVISION-FORKEPPNIN: ORÐIN KVEIKJA AÐ SAKAMÁLASÖGU Hver myrti Silvíu Nótt? Gumbo. Þessi karabíska kássa er afar hressandi á köldum vetrarkvöldum Víðar buxur. Koma aftur inn í sumar eftir þrönga buxnaskeiðið. Antík. Hættu að vera með alveg eins húsgögn og allir aðrir. NÚNA BÚIÐ FRÉTTIR AF FÓLKI Baugur Group færir enn út kvíarnar og hefur stofnað fjárfestingarfélag- ið Á bleiku skýi eða Pink Production, en starfsgrundvöllur þess verður í afþreyingariðnaðinum. Þetta kemur fram á heimasíðunni logs.is og staðfesti Baltasar Kormákur þetta í samtali við Fréttablaðið en hann situr í stjórn félagsins ásamt þeim Ingibjörgu Pálmadóttur, sem er formaður, og Skarphéðni Berg Steinarssyni. Félagið mun ekki einskorða sig við eina listgrein heldur ætlar að fjárfesta í kvikmyndum, leikhúsi, myndlist, ritlist og tónlist. Glöggir kvikmyndahúsagestir hafa kannski tekið eftir því að forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, var titl- aður sem einn af framleiðendum kvik- myndarinnar A Little Trip to Heaven sem Baltasar leikstýrði, en þessi tvö verkefni tengjast ekki á neinn hátt samkvæmt heimildum blaðsins. Hjónin Stefán Karl Stefánsson og Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir komu fram í helgar- viðtali við DV fyrir nokkru þar sem greint var frá ætlun þeirra að framleiða stórmynd í Hollywood. Ásgrímur Sverrisson, ritstjóri logs.is, gerir þessa frétt að umtalsefni á vefsíðunni og telur að þau færist sífellt nær þessu takmarki. Talað sé um að vel þekktur bandarískur leikstjóri ætli að taka verkefnið að sér og myndver á Möltu henti vel sem tökustaður en þar hafi myndir á borð við Troy og Gladiator verið teknar. Þá telur Ásgrímur að ef af verkefninu verði sé ljóst að um mjög dýra mynd sé að ræða en kostnaður er áætlaður í kringum fimm og hálfan milljarð samkvæmt logs.is. Ásgrímur slær þó var- nagla og skrifar. „Ekki ætti þó að þurfa að benda lesendum L&S á að leiðin að markinu í kvikmyndaheiminum getur verið löng og ströng og vörðuð ýmiskonar hindr- unum.“ - fgg Ný ritstjórn hefur tekið við stjórn- artaumunum á glans- og slúð- urtímaritinu Hér & nú. Það eru þau Brynja Björk Garðarsdóttir, Breki Logason og Jón Mýrdal sem nú ráða öllu á blaðinu. Þrenningin mun sjá um allt efnið í blaðinu og því ljóst að það verður í nógu að snúast hjá þeim. Brynja Björk gat heldur ekki neitað því að þetta væri spennandi verkefni. „Þetta kom í ljós á mið- vikudaginn og ég er mjög spennt,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið en hún tekur við af Hönnu Eiríks- dóttur sem hefur flutt sig yfir á DV. „Það er mikið gæðafólk sem vinnur á blaðinu,“ bætir hún við. Þáttur Brynju, Party 101, hefur nú sameinast lífstílsþættinum Sirkus Rvk þar sem Ásgeir Kolbeinsson ræður ríkjum og segir Brynja að hún sé nú á fullu að vinna efni fyrir hann. „Það er því í nógu að snúast hjá mér,“ segir þessi atorkusama stúlka. Breki Logason hefur verið á Hér & nú frá upphafi og verður yfir blaðinu. „Það eru breyttar á áherslu á Hér & nú um þessar mundir,“ segir Breki en blaðið fékk á sig heldur svartan blett þegar Bubba-málið svokallaða kom upp. „Það voru mistök sem ekki verða gerð aftur,“ segir hann sannfærandi en málið er fyrir dómstólum um þessar mundir. Breki ætti ekki að vera ókunn- ur þeirri list að ritstýra slúður- blaði því meðleigjandi hans er Þorvaldur Davíð Kristjánsson, sonur Kristjáns Þorvaldssonar en hann er annar ritstjóri Séðs og heyrðs. „Við erum góðir vinir, ég og Kristján, enda báðir fagmenn fram í fingurgómana.“ NÝ RITSTJÓRN Þau Brynja Björk, Breki Logason og Jón Mýrdal munu flytja Íslend- ingum fréttir af fræga fólkinu, slúðri og öllu sem tengist íslensku mannlífi. FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI Ekki pláss fyrir fleiri mistök
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.