Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 25.02.2006, Blaðsíða 34
[ ]Kurteisi er mikilvæg í umferðinni eins og annars staðar. Það er óþarfi að flauta og öskra á fólk þó það geri mistök ef þau eru ekki alvarleg. BMW X3 er sannkallaður lúxus- jepplingur. Aksturseiginleikar hans eru framúrskarandi hvort heldur sem er innan bæjar eða utan, á beinum og breiðum vegi eða grófari slóðum. Hann er skemmtilega snaggara- legur í útliti, BMW X3. Minnir óneitanlega á stóra bróður, X5, en er vitanlega minni um sig og því að sumu leyti skemmtilegri borgar- bíll. Að innan er lúxusinn ráðandi. Hvarvetna eru vönduð efni og frá- gangur góður. BMW X3 er búinn XDrive skyn- vædda aldrifinu sem BMW-menn eru svo stoltir af. Aðalsmerki þess er hraðvirkni, aðeins brot úr sek- úndu líður frá því vegyfirborðið er skynjað þar til það skilar sér í dreifingu afls milli öxla. Þetta þýðir að aflinu er rétt dreift milli hjóla áður en til þess kemur að bíll- inn fari að spóla. Reynsluekið var X3 með tveggja lítra 150 hestafla bensínvél sem er hagstæður kostur, kostar 3.430.000 kr. (3.880.000 fyrir lúxusútgáfuna) en það er lægra verð en gengur og gerist á slíkum lúxusjepplingum, enda er X3 vissulega minni en þeir bílar eru flestir. Hann er þó fylli- lega nógu stór til alls almenns brúks. Vel fer um bílstjóra og far- þega í framsæti, einnig þótt sæti séu höfð það framarlega að prýði- legt fótarými sé í aftursætinu. Þar fer vel um tvo fullorðna en ekki eins vel ef sá þriðji bætist við. Stærsta leyndarmál X3 bílsins er svo hið furðustóra skott sem birtist þegar afturhlerinn er opnaður, eig- inlega þannig að furðu sætir í ekki stærri bíl. Bíllinn er verulega snar- pur og skemmtilegur á beinum og breiðum vegi, lipur í borgar- þrengslum og skemmtilegt öku- tæki á grófari vegi. BMW X3 er rjómi fyrir þá sem hafa gaman af akstri góðra bíla. Hann liggur skemmtilega á vegin- um, er með sportlega fjöðrun sem þó er alls ekki höst og framúrskar- andi veggrip sem gefur bílstjóra einstaka öryggistilfinningu. Inn- réttingin er klassísk og falleg með einstaklega vönduðu yfirbragði. Bíllinn er búinn þægindum eins og hita í framsætum og góðum geymsluhólfum og drykkjarhöld- urum. Það besta er að verðið er alls ekki óyfirstíganlegt, séu menn á annað borð í lúxusbílapælingum, ef menn sætta sig við tveggja lítra vélina sem undirrituð getur vottað að leynir virkilega á sér. steinunn@frettabladid.is Nettur og skemmtilegur lúxusjepplingur BMW X3 vél l/100 sek./0-100 hestöfl verð 2,0i 2,0 9,3 11,5 150 3.430.000 2,0i Lúxus 2,0 9,3 11,5 150 3.880.000 2,5i 2,5 11,2 8,9 192 4.490.000 2,5i Lúxus 2,5 11,9 9,8 192 4.970.000 3,0i 3,0 11,4 7,8 231 4.730.000 3,0i Lúxus 3,0 12,1 8,1 231 5.500.000 2,0id 2,0 7,2 10,2 150 3.690.000 2,0id Lúxus 2,0 7,2 10,2 150 4.150.000 3,0id 3,0 7,9 7,4 218 4.920.000 3,0id Lúxus 3,0 8,6 7,7 218 5.630.000 BMW X3 er glæsilegur bíll. Hann líkist mjög stóra bróður, X5, en er allur minni um sig. Skottið í X3 leynir ótrúlega á sér. Það er alltaf gaman fyrir fagurkera að setjast upp í BMW. Hér er allt fallegt og vandað, auk þess sem vinnuumhverfi bílstjóra er eins og best verður á kosið. Góður stokkur er fyrir miðju aftur í. BMW-ættarmótið er sterkt. Sætin eru þægileg í BMW. Þau voru ekki rafknúin í bílnum sem reynsluekið var en þægileg í stillingu samt. Miðjustokkurinn er með góðum hólfum. REYNSLUAKSTUR FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Gabriel höggdeyfar, ASCO kúplingssett, Tridon spindilkúlur, stýrisendar, gormar. Drifliðir, drifliðshlífar, ballansstangir. Tímareimar, ökuljós, stefnuljós o.fl. Sætaáklæði, sætahlífar á stóla – vatnsheldar fyrir veiðimenn, hestamenn o.fl. Kerruljós, kerrubretti og nefhjól. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.