Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 67

Fréttablaðið - 25.02.2006, Page 67
LAUGARDAGUR 25. febrúar 2006 51 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 3 15 03 0 2/ 20 06 Herraleg tilboð: afsláttur í herradeild fimmtudaginn 23. febrúar til sunnudagsins 26. febrúar Við fögnum hækkandi sól og bjóðum 20% afslátt í herradeild Debenhams frá fimmtudegi til sunnudags. Komdu og tryggðu þér flottustu herramerkin á markaðnum - á mun betra verði. 0% Chloë Sevigny var uppgötvuð af stílista tímaritsins Sassy sem kom auga á hana úti á götu í New York en Chloë bjó þá í Connecticut. Í framhaldi af því sat hún fyrir á myndum í tímaritinu og í auglýs- ingum fyrir x-girl, fatalínu Kim Gordon í Sonic Youth. Chloë hitti svo leikstjórann Harmony Kor- ine í almenningsgarði í New York og það var hann sem fékk hana til að leika í samstarfsverkefni Kor- ine og Larry Clark, myndinni Kids. Síðan hefur hún leikið í fjöld- anum öllum af sjálfstæðum kvik- myndum og er óhrædd við að hafna stórum hlutverkum ef henni líst ekki á handritið. Hún þykir hafa gott vit á tísku, er fyrirmynd margra í þeim geira og er stundum kölluð „the queen of cool“ eða drottning töffarask- aparins. Hún er óhrædd við að klæðast öðruvísi fötum og hefur sérstak- an stíl. Hún er ljóshærð, brún og með fallegan vöxt en þrátt fyrir það kemst hún algjörlega hjá því að vera hin dæmigerða ljóska og er ögrandi í framkomu og fatastíl. Drottning töffaraskaparins Á FRUMSÝNINGU Hér er hún á frumsýningu myndarinnar Walk the line. Í einfaldri fatasamsetn- ingu, hvítri skyrtu og svörtum buxum. TÖFFARI Flott í svörtum frakka og stuttum kjól. IMITATION OF CHRIST Sumarleg og sæt á tískusýningu. CHLOË Töff í hátískuklæðnaði. Ólífulínan frá L‘occitane hefur fengið mikið lof enda eru vörurn- ar allar ógurlega góðar fyrir húð- ina. Í vorlínunni komu tvær nýj- ungar á markað í ólífulínunni, hárnær- ing og augnkrem. Hárnæringin er hefð- bundin og er sett í hárið eftir þvott. Gott er að láta hana bíða í hár- inu meðan búk- urinn er skrúbb- aður og svo er hárnæringin skoluð úr hárinu. Hún gefur falleg- an gljáa enda er hún sérlega nær- andi fyrir hárið og dregur úr flóka. Augnkremið er borið á svæðið í kringum augun en mikilvægt er að kremið komi ekki í snertingu við augað sjálft. Ólíkt mörgum augnkremum er það ekki sérstaklega ætlað kvenfólki í eldri kantinum heldur er það mjög gott fyrir fyrir alla aldurshópa. Ekki er verra að byrja að bera það á sig í tæka tíð, eða um leið og stelpur/konur byrja að nota farða og andlitskrem. Augn- kremið frá L‘occitane sléttir úr svæðinu kringum augun, kemur í veg fyrir bauga og frískar upp á þetta viðkvæma svæði sem oft vill láta á sjá þegar þreyta og stress banka upp á. ■ Dásamlega frískandi Þegar búið er að bera á sig ólífu- augnkrem og hárið ilmar af ólífu- hárnæringu er ekki úr vegi að spóka sig um í grænum skóm. Í versluninni 38 þrep var að koma ný sending í hús þar sem rúskinni er bland- að skemmtilega saman við brún- an lit. Það er vel hægt að valhoppa niður Lauga- veginn í þessum skvísu- skóm. ■ Grænir og vænir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.