Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 2

Fréttablaðið - 19.03.2006, Side 2
FLUGVALLARMÁL Skafti Þórisson, formaður Félags slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli, telur íslensk stjórnvöld ekki hafa efni á því að reka tvo stóra flugvelli. Félagið sendi í gær frá sér álykt- un þess efnis að brottför banda- ríska varnarliðsins frá Íslandi í haust kallaði á „meiriháttar upp- stokkun á rekstri og stjórnsýslu Keflavíkurflugvallar, svo og öllum flugrekstrar- og flugöryggismál- um Íslands,“ eins og segir orðrétt í tilkynningunni. Skafti telur ljóst að íslensk stjórnvöld verði að axla þá ábyrgð sem fylgir því að taka við stjórn og rekstri alþjóðaflugvall- ar. „Það er staðreynd að íslensk stjórnvöld munu taka við rekstri flugvallarins og ég tel það liggja ljóst fyrir að þau hafa ekki efni á því að reka tvo flugvelli. Það liggur því fyrir að stórfelldar breytingar á rekstri og stýringu flugmála í landinu eru óhjákvæmilegar. Ég tel því skynsamlegast að gera Keflavíkurflug- völl að miðstöð flugs, bæði innan og utan- lands, hér á landi.“ Á vegum samgöngu- ráðuneytisins starfar nú nefnd sem er ætlað að skoða meðal annars mögulegan flutning á miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur, auk ann- arra þátta er við koma flugmálefn- um á höfuðborgarsvæðinu. Helgi Hallgríms- son, sem er formað- ur nefndarinnar, segir forsendur starfsins í nefndinni ekki breytast þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld muni koma að rekstri Keflavíkurflug- vallar með meiri mætti en þau hafa gert hingað til, í ljósi þess að banda- ríska varnarliðið mun fara af landi brott í haust. „Það hefur ekki áhrif á störf nefndarinnar, þótt líklegt sé að íslensk stjórnvöld komi til með að taka meiri þátt í rekstri Kefla- víkurflugvallar í ljósi breyting- anna sem boðaðar hafa verið. Við tökum að sjálfsögðu ekki afstöðu til þess hvort færa eigi miðstöð innanlandsflugs frá Reykjavík til Keflavíkur. Okkar verkefni er að gera úttekt á flugvallarmálum á höfuðborgarsvæðinu og einn af þeim kostum sem eru til skoðunar er hvort það komi til greina að færa miðstöð innanlandsflugs til Keflavíkur.“ Auk Helga sitja í nefndinni Þor- geir Pálsson flugmálastjóri, Dagur B. Eggertsson, formaður skipu- lagsráðs Reykjavíkurborgar, og Sigurður Snævarr, hagfræðingur Reykjavíkurborgar. Nefndin skilar niðurstöðum sínum í haust. Ekki náðist í Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra í gær en hann var staddur í Frakklandi. magnush@frettabladid.is 2 19. mars 2006 SUNNUDAGUR LÖGREGLA Karlmaður á sjötugs- aldri var fluttur á slysadeild eftir að tveir menn réðust á hann og rændu af honum veski og farsíma í Vesturbænum rétt fyrir klukkan tíu á föstudagskvöldið. Maðurinn var á göngu nærri gatnamótum Hringbrautar og Suðurgötu þegar ráðist var á hann. Rifu mennirnir úlpuna yfir höfuð hans og börðu hann í jörð- ina og héldu barsmíðunum áfram. Maðurinn hljóp blóðugur með sprungna vör á Select-bensínstöð- ina við Birkimel. Starfsmaður sem þar var að störfum segir manninn hafa beðið um að lög- reglan yrði kölluð til. Því næst hafi maðurinn hlaupið aftur út og ætlað að elta árásarmennina uppi. Lögreglan hafi verið fljót á stað- inn og fundið þann sem ráðist var á en ekki þrjótana. Lögreglan ók manninum á slysadeild Landspítala - háskóla- sjúkrahúss þar sem gert var að sárum mannsins. Þau voru ekki alvarleg. Lögreglan býst ekki við að málið upplýsist nema vitni gefi sig fram, því maðurinn gat ekki lýst útliti mannanna nema að litlu leyti. Fáir voru á ferli þegar árás- in átti sér stað og enginn hefur gefið sig fram við lögreglu. - gag LÖGREGLAN FLJÓT Á VETTVANG Starfsmaður bensínstöðvar kallaði lögreglu til eftir að tveir menn réðust með barsmíðum á sjötugan mann. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Lögreglan vonlítil um að árás tveggja manna á sjötugan mann upplýsist: Barinn í jörðina og rændur SKOÐANAKÖNNUN Rúmlega helm- ingur félagsmanna í Samtökum iðnaðarins vill taka upp evru eða 61,1 prósent, á meðan aðeins 42,5 prósent almennings á Íslandi vilja það og 47,6 prósent eru andvíg því, samkvæmt skoðanakönnun sem IMG Gallup gerði fyrir samtökin í febrúar. Samkvæmt könnuninni vill tæp- lega helmingur félagsmanna sam- takanna, eða 44,8 prósent, ganga í Evrópusambandið en mun færri eru á móti því eða 33,9 prósent. Á sama tíma vilja 40,6 prósent lands- manna ganga í Evrópusambandið en nánast jafn margir eru á móti því, 37,9 prósent. - eö Samtök iðnaðarins: Meirihlutinn vill evru Uppstokkunar á flugrekstri krafist Skafti Þórisson segir nauðsynlegt að taka flugrekstrarmál til endurskoðunar vegna brotthvarfs Varnarliðsins. Formaður nefndar um flugvallarmál segir vinnu um flugvallarmál ekki breytast þó Varnarliðið hverfi á braut í haust. FRÁ VARNARLIÐSSVÆÐINU Ýmsir velta því nú fyrir sér hvort brotthvarf Varnarliðsins frá Keflavíkurflugvelli í haust muni verða til þess að miðstöð innanlands- flugs verði flutt til Keflavíkur, í ljósi þess að íslensk stjórnvöld taka við rekstri flugvallarins úr höndum Bandaríkjamanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ HELGI HALLGRÍMSSON Segir forsendur vinnu í nefnd um flug- vallarmál ekki breytast þrátt fyrir miklar breytingar hjá íslenskum stjórnvöldum. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Táningar teknir á bílum Sextán ára piltur var tekinn fullur á bíl foreldra sinna á Miklubraut klukkan þrjú í fyrri- nótt. Lögreglan segir nokkuð algengt að unglingar taki bíla foreldra án leyfis. Með amfetamín til sölu Tveir sautján ára strákar og einn nýorðinn átján voru handteknir í morgunsárið í Vesturbænum. Þeir voru með fíkni- efni í bílnum. Lögreglan þekkti til eins þeirra og stöðvaði bílinn og fann þar amfetamín í söluumbúðum. Teknir fullir og með kannabis Ölvaðir ungir menn voru teknir á bíl í borginni í gær. Lögreglan fann einnig kannabisefni á þeim. Hún segir að svo virðist sem mjög mikið sé í gangi af efnum um þessar mundir. LÖGREGLUFRÉTTIR SVEITARSTJÓRNARMÁL „Vinstri-græn - hreinar línur“ er yfirskrift allra framboða Vinstri grænna til sveitarstjórnarkosninga í vor. „Við stöndum fyrir skýran valkost í sveitarstjórnarmálum og kjarni okkar pólitíkur er félagslegt rétt- læti og náttúrusýn á alla mála- flokka,“ segir Svandís Svavars- dóttir, sem leiðir lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í Reykjavík í vor. „Við lítum á skipulagsmál sem umhverfismál og þau verða alltaf að vera í sátt við mannlíf og umhverfi.“ - eö Vinstri grænir: Umhverfissýn í öllum málum SPURNING DAGSINS Kristinn, vantar alla framsókn í flokkinn? „Já, menn þurfa að sækja meira fram.“ Kristinn H. Gunnarsson segir að ef fram heldur sem horfir endi Framsóknarflokkur- inn sem lítill jaðarflokkur. SERBÍA-SVARTFJALLALAND, AP Jarð- neskar leifar fyrrverandi forseta Júgóslavíu, Slobodans Milosevic, voru fluttar í heimabæ hans Pozar- evac í Serbíu í gær. Um 15.000 manns mættu í jarðarförina, en áður höfðu minnst 80.000 manns kvatt hann í Belgrad. Engir af nán- ustu ættingjum Milosevics voru þó viðstaddir athafnirnar. Milosevic lést fyrir viku í fangaklefa sínum í Haag í Hol- landi, þar sem réttað var yfir honum vegna stríðsglæpa og þjóð- armorðs sem hann var ákærður fyrir. - smk Milosevic jarðaður: Tugþúsundir í jarðarför KVEÐJUATHÖFN Um 80.000 manns tóku þátt í kveðjuathöfn sem haldin var í minn- ingu Slobodans Milosevic í Belgrad í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍRAKSSTRÍÐ, AP Þúsundir manna víða um heim mótmæltu stríði Bandaríkjanna gegn Írak í gær, en þrjú ár voru þá liðin frá innrás Bandaríkjahers inn í Írak. Flestir mótmælendanna kröfðust þess að Bandaríkin og önnur lönd kölluðu heri sína tafarlaust heim frá Írak. Færri mættu í göngurnar en búist var við í flestum evrópskum borgum, að Róm undanskilinni, jafnvel þó skoðanakannanir sýni að flestir Evrópubúar séu mót- fallnir stríðinu. - smk Íraksstríði mótmælt: Þrjú ár liðin frá innrásinni STRÍÐI MÓTMÆLT Þessir tveir ungu Grikkir tóku þátt í mótmælum í Aþenu í gær gegn stríði Bandaríkjanna í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FRAKKLAND, AP Hundruð þúsunda nema og annarra ungmenna flykktust út á götur Parísar og annarra franskra borga í gær í stærstu mótmælum fram að þessu gegn nýrri vinnulöggjöf í Frakk- landi. Þetta var í annað sinn á þremur dögum sem nemarnir héldu mótmælagöngur gegn lög- gjöfinni, í þetta sinn studdir af stjórnendum og meðlimum verka- lýðsfélaga. Um 160 göngur voru skipulagðar víðs vegar um Frakk- land og fóru flestar þeirra frið- samlega fram, en í París lauk göngunni með því að ungmenni kveiktu í bíl, brutu búðarglugga og fleygðu steinum og golfkúlum í lögreglu. Lögregla sagðist í gær- kvöld telja að um hálf milljón manna hefði gengið gegn löggjöf- inni, en skipuleggjendur mótmæl- anna töldu að 1,5 milljónir manns hefðu tekið þátt. Talið var að um 350.000 manns hefðu gengið í Parísargöngunni einni saman. Reiði fólksins stafar af fyrir- huguðum lagabreytingum, sem Dominique de Villepin forsætis- ráðherra hyggst setja í þeim til- gangi að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks, en með lagasetn- ingunni verður atvinnurekendum gert auðveldara um vik að segja upp ungu starfsfólki. Atvinnuleysi meðal ungs fólks er 23 prósent í Frakklandi, en nær allt að fimmtíu prósentum í fátækrahverfum stór- borga. - smk Frakkar gengu gegn nýrri vinnulöggjöf í gær: Fjölmennustu mótmælin MÓTMÆLI Fjölmargir Frakkar mótmæltu nýrri vinnulöggjöf í gær. Myndin er frá borginni Rennes. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.