Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 28
ATVINNA 8 19. mars 2006 SUNNUDAGUR Búðareyri 3 730 Reyðarfjörður Sími 470 7700 www.alcoa.is Verkefnisstjóri á Norðurlandi Alcoa vill ráða verkefnisstjóra til að annast samfélagstengsl fyrirtækisins á Norðurlandi. Starfið felst í að veita upplýsingar um verkefni Alcoa á Húsavík og starfsemi fyrirtækisins og að vinna með sveitarfélögum, stofnunum, félagasamtökum og íbúum á svæðinu. Um er að ræða 6 mánaða starf til að byrja með og sveigjanlegan vinnutíma. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun og góð þekking á staðháttum og samfélagi á Norðurlandi. • Reynsla og þekking á atvinnulífi á Norðurlandi. • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Mikil hæfni til mannlegra samskipta og gott vald á íslensku og ensku, bæði rituðu og töluðu máli. Búseta á Norðurlandi er skilyrði. Áhugasamir eru beðnir um að skila inn umsóknum ásamt ferilskrá á fjardaal@alcoa.com, merkt verkefnastjóri á Norðurlandi, en nánari upplýsingar um starfið veitir Erna Indriðadóttir, verkefnisstjóri samfélags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli, í síma 470-7700. Umsóknarfrestur er til 2. apríl. ÍTH óskar eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf: Flokksstjóra í Vinnuskóla Hafnarfjarðar Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeið Leiðbeinendur í skólagarða Starfsfólk á gæsluvelli Lágmarksaldur umsækjenda um þessi störf er 21 ár (fæddir 1985). Eftirtalin störf fyrir 17 - 20 ára ungmenni eru einnig laus til umsóknar: Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum Aðstoðarleiðbeinendur í skólagörðum Aðstoðarleiðbeinendur á gæsluvöllum Umsóknareyðublöð liggja á skrifstofu Vinnuskóla Hafnarfjarðar í gamla Hjálparsveitarhúsinu við Hrauntungu. Þar verður tekið á móti umsóknum 20. mars - 31. mars kl. 12:00 - 16:00 alla virka daga. Þá má nálgast umsóknareyðublöð hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar (Hringhellu 9) og Þjónustuveri Hafnarfjarðar (Strandgötu 6). Umsóknareyðublöð má einnig nálgast á hafnarfjordur.is., ith.is og á skrifstofu ÍTH í Gamla bókasafninu (Mjósundi). Nánari upplýsingar veittar í síma 565-1899 Skólastjóri Vinnuskóla Hafnarfjarðar Æskulýðs- og tómstundafulltrúinn í Hafnarfirði SUMARSTÖRF Verkstjóri garðyrkju Verkstjóri óskast til framtíðarstarfa. Byggingafélag Gylfa og Gunnars óskar eftir vönum manni í garðyrkjudeild fyrirtækisins. Starfið felst í að sjá um lokafrágang á lóðum. Einnig sér deildin um að fylla inn í grunna. Viðkomandi þarf að geta stjórnað mönnum og tækjum á nokkrum stöðum samtímis. Nánari uppl. gefur Guðjón í síma 562-2991. Gröfumaður á hjólavél Byggingafélag Gylfa og Gunnars óskar eftir vönum manni á nýlega hjólagröfu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Nánari uppl. gefur Gylfi í síma 693-7319. Byggingastjóri /Verkstjóri Byggingafélag Gylfa og Gunnars óskar eftir vönum byggingastjóra. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af byggingastarfsemi og hæfileika til að stjórna hópi manna. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Nánari uppl gefur Guðjón í síma 562-2991. Hjá okku er virkt starfsmannafélag og góður aðbúnaður. Við leitum eftir fólki á öllum aldri Laus störf hjá BYGG Við leitum að góðum grunnskólakennurum! Lausar eru til umsóknar stöður grunnskóla- kennara við Flóaskóla, skólaárið 2006-2007. Kennslugreinar eru almenn bókleg kennsla á yngsta- og miðstigi, íþróttir/sund, upplýsinga- og tæknimennt, heimilisfræði og smíði. Ráðið verður frá 1. ágúst 2006. Flóaskóli er einsetinn skóli með tæplega 60 nemendur í 1. -7. bekk og er samkennsla aldurshópa í flestum árgöngum. Um það bil 8-12 nemendur eru í hverjum kennsluhópi. Í skólanum er m.a. lögð áhersla á: -að einstaklingurinn fái notið sín á eigin forsendum í námi og leik, -skýra tengingu við umhverfið nær og fjær, sögu þess og menningu, -náið samstarf heimila og skóla. Skólinn er í góðu samstarfi við Tónlistarskóla Árnesinga og leikskólann Krakkaborg. Flóaskóli er að ljúka öðru starfsári sínu, en hann var stofnaður haustið 2004. Skólinn er í örri þróun og er aðstaða fyrir nemendur og starfsfólk mjög góð. Að Flóaskóla standa þrír dreifbýlishreppar í Flóa í Árnessýslu, þ.e. Hraungerðis-, Villingaholts- og Gaulverjabæjarhreppur, en þeir verða sameinaðir í eitt sveitarfélag í vor. Flóaskóli er staðsettur í kyrrlátu og fallegu umhverfi í Villingaholti. Íbúar á svæðinu njóta nálægðar við Selfoss og þar er því stutt í alla verslun og þjónustu. Samgöngur eru góðar og til Reykjavíkur er aðeins um klukkustundar akstur. Leitað er eftir metnaðarfullum kennurum sem hafa áhuga á spennandi starfi og þróun og uppbyggingu skólastarfsins. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um. Umsóknarfrestur er til 3. apríl 2006. Nánari upplýsingar veitir Kristín Sigurðardóttir skólastjóri, í símum 486-3360 / 663-5720, netfang: floaskoli@floaskoli.is og tekur hún jafnframt við umsóknum. Flóaskóli Villingaholtshreppi 801 Selfoss www.floaskoli.is Stærðfræðikennari Verzlunarskóli Íslands óskar að ráða stærðfræðikennara fyrir næsta skólaár. Um er að ræða framtíðarstarf og einnig tímabundna ráðningu. Hæfniskröfur: • Háskólapróf í stærðfræði eða tengdum greinum. • Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg. • Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum: • Góða vinnuaðstöðu. • Góðan starfsanda á framsæknum vinnustað. • Möguleika á endurmenntun. Nánari upplýsingar gefur Ingi Ólafsson aðstoðarskólastjóri, ingi@verslo.is og Þórður Möller deildarstjóri í stærðfræði thordurm@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 7. apríl og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunarskóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík eða á netfangið ingi@verslo.is. Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1150 nemendur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka prófum í viðkomandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Hægt er að taka stúdentspróf eftir þrjú ár af tveimur brautum. Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu öll hin besta. Við skólann starfa um 80 kennarar og annað starfsfólk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.