Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 20
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR20 Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 149 kr/skeytið. Aðalvinningur er: Playstation2 + PSP+24 + The Godfather Aukavinningar eru: 24 Tölvuleikir • The Godfather tölvuleikir PS2 stýripinnar • Playstation minniskort DVD myndir • Varningur tengdur PS2 og tölvuleikjum Fullt af öðrum tölvuleikjum • Pepsi kippur og margt fleira Þú sendir SMS skeytið BTC F24 á númerið 1900 Þú svarar spurningu Þú gætir unnið. 12. hver vinnur. Playstation 2 Þýska orðið Realpolitik er stundum notað til að lýsa harðsvíraðri en raunsærri utanríkisstefnu ríkja í hörðum heimi. Járnkanslarinn Bismarck sem sameinaði þýsku ríkin á nítj- ándu öld á mestan heiður af hug- takinu. Hann lagði áherslu á að hernaðarmáttur og efnahagsstyrk- ur skipti sköpum í samskiptum ríkja en þó gætu veik smáríki haft sitt fram; stórveldi yrðu fordæmd fyrir að níðast á hinum minni mátt- ar og kannski hefðu þau líka hag af því að vera í bandalagi við smáríki. Þetta væri vald hinna veiku, sagði Bismarck. Síðan tóku ýmsir undir þetta mat hans á valdajafnvægi í heiminum og frægur stjórnmála- spekingur, Hans J. Morgenthau, skrifaði t.d. árið 1959 að það væri hugsanlegt að „veikburða ríki búi yfir kostum sem mun sterkara bandalagsríki telur sig ekki geta verið án. Þetta getur gefið smárík- inu völd innan bandalags sem eru ekki í nokkru samræmi við stærð þess.“ Morgenthau sagði þetta ekki út í loftið. Hann vitnaði til stað- reynda máli sínu til stuðnings - samskipta Íslands og Bandaríkj- anna í hita kalda stríðsins. Herinn kemur Bandaríkaher kom fyrst til Íslands sumarið 1941. Ári áður höfðu Bret- ar hernumið Ísland en vildu að Bandaríkin tækju við vörnum landsins. Íslensk stjórnvöld kusu líka frekar bandaríska hervernd en breskt hernám. Hagsmunir íslenskra og bandarískra ráða- manna fóru því saman en svo varð vík milli vina þegar leið að stríðs- lokum. Bandaríkjamenn óttuðust að átök við Sovétríkin og kommún- ismann væru í vændum og vildu hafa hér aðstöðu til frambúðar; herstöð á Keflavíkurflugvelli, flota- stöð í Hvalfirði og flugbækistöð við Skerjafjörð. Einhugur var á Íslandi að hafna þessum kröfum en nokkurs konar málamiðlun náðist með Keflavíkur- samningnum haustið 1946: Banda- rískt verktakafyrirtæki skyldi sjá um rekstur flugvallarins á Miðnes- heiði en hann var nauðsynlegur fyrir liðsflutninga Bandaríkja- manna til og frá hernámssvæði þeirra í Þýskalandi fyrstu árin eftir stríð. Sósíalistar og hlutleysissinn- ar fordæmdu þessa „fataskipta- lausn“ en ótvíræður meirihluti var fyrir henni á þingi. Inngangan í NATO Næstu ár komst kalda stríðið í algleyming. Ísland gekk í NATO 30. mars 1949 og urðu þá hörðustu óeirðir sem um getur í lýðveldis- sögunni. Aðildin að varnarbanda- laginu breytti því þó ekki að landið var enn herlaust og töldu ráðamenn og hernaðarsérfræðingar í Wash- ington að það væri í raun óásættan- legt til lengdar. Sovétmenn gætu reynt að seilast til valda á Íslandi og Bandaríkin þyrftu að hafa við- búnað hér ef til ófriðar drægi. Árið 1950 blossaði upp stríð í Kóreu, stríðsótti óx um allan heim og réð miklu um það að 5. maí 1951 gerðu Ísland og Bandaríkin varnarsamn- ing. Bandarískt herlið sneri aftur til landsins og hefur verið hér síðan. Skýr þingmeirihluti var fyrir inngöngunni í NATO og endurkomu hersins og meirihluti landsmanna var hvoru tveggja hlynntur. Ísland fékk vernd þegar veður þóttu válynd í heiminum, og þar að auki skipti nær öllu fyrir efnahag lands- ins að eiga Bandaríkin og vestur- veldin að vinum. Hlutfallslega nutu Íslendingar Marshall-aðstoðar, lána, fégjafa og tollaívilnana í rík- ari mæli en nokkurt annað ríki á Vesturlöndum. Ísland nýtti með öðrum orðum vald hinna veiku til að tryggja hag sinn í varnar- og efnahagsmálum. Auðvitað vildu stuðningsmenn vestrænnar varnarsamvinnu einn- ig í einlægni leggja sitt af mörkum í baráttu kalda stríðsins en eigin- hagsmunir hlutu að móta utanríkis- stefnuna í Reykjavík, rétt eins og í Washington. Bjarni Benediktsson, einn helsti leiðtogi Sjálfstæðis- flokksins um miðja síðustu öld og sá sem öðrum fremur mótaði varn- arstefnu landsins þau ár, dáði Bism- arck og stjórnlist hans. Í ræðu vorið 1940 vitnaði Bjarni í þau orð járn- kanslarans „að stjórnmálin væru ekki vísindi heldur list, sem sé list- in til að sjá hvað væri mögulegt á hverjum tíma og framkvæma það“. Mikilvægi Íslands Bandarískir ráðamenn sáu líka nær alltaf vel hver staðan var: Þeir veittu vernd sína og fjárhagsstuðn- ing af því að þeir töldu sig ekki mega vera án hernaðaraðstöðu á þessari mikilvægu eyju í miðju Atl- antshafi. En stundum kom fyrir að þeim gramdist að hinir örfáu eyja- skeggjar hefðu einhvers konar tangarhald á stórveldinu, eða teldu sig hafa það. Sumarið 1956 komst vinstri stjórn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknar- flokks til valda á Íslandi og kvaðst vilja herinn burt. Þótt ljóst væri að skiptar skoðanir væru í raun um þetta innan stjórnarinnar voru fyrstu viðbrögð Bandaríkjamanna mjög hörð. Þeir létu í það skína að allri efnahagssamvinnu yrði hætt og á daginn kom að valdi hinna veiku voru takmörk sett. Þegar til kastanna kom var vald hinna sterku mjög öflugt, eða eins og einhver sagði einhvern tímann í kalda stríð- inu: Það gengur ekki að reka herinn burt því þá getum við ekki lengur hótað því að reka hann burt. Innrás í Ungverjaland Bandaríkjaher fór hvergi 1956, enda gerðu Sovétmenn þá innrás í Ungverjaland og hræddu fólk hvar- vetna á Vesturlöndum. Og Ísland fékk líka fleiri hagstæð lán úr því að samkomulag náðist um áfram- haldandi hersetu - og vegna þess að vinstri stjórnin ýjaði að því að hún myndi annars leita hófanna í Moskvu. Í Washington mislíkaði sumum embættismönnum að svo virtist sem Íslendingar væru „að kúga af okkur fé“, en svona var staðan í kalda stríðinu. Bandaríkjamenn komust jafn- framt að því að þeir gætu tæplega breytt viðbúnaði sínum á Íslandi til muna án samráðs og samkomulags við Íslendinga. Við gerð varnar- samningsins 1951 höfðu íslenskir ráðamenn lagt mikla áherslu á að þeir ættu síðasta orðið um fjölda hermanna í landinu og með hvaða hætti varnarliðið hagnýtti aðstöðu sína. Þar að auki yrðu Bandaríkin að „framkvæma skyldur sínar sam- kvæmt samningi þessum þannig að stuðlað sé svo sem frekast má verða að öryggi íslensku þjóðarinnar“. Hér mætti því ekki aðeins vera eftirlitsstöð eða aðstaða sem þjón- aði Bandaríkjunum einum. Um áratug síðar reyndi á þennan þátt varnarsamningsins en banda- ríski flugherinn komst þá að þeirri niðurstöðu að ekki væri lengur þörf fyrir orrustuþotur á Keflavíkur- flugvelli. Valdhafar í Reykjavík mótmæltu þessu mati harðlega; á Íslandi yrðu að vera „sýnilegar loft- varnir“ því annars þjónaði varnar- samningurinn ekki hagsmunum Íslendinga. Svo fór, eins og Valur Ingimundarson sagnfræðingur hefur bent á, að lögfræðingar Bandaríkjahers féllust á þá skoðun Íslendinga að einhliða ákvörðun um að fjarlægja þoturnar væri brot á varnarsamningnum - og þær urðu um kyrrt. Vilji íslenskra valdhafa fékk að ráða. Vinstri stjórn Næstu ár var allt með friði og spekt en í upphafi áttunda áratugarins syrti í álinn. Vinstri stjórn komst aftur til valda (að þessu sinni áttu Alþýðubandalag, Framsóknarflokk- ur og Samtök frjálslyndra og vinstri manna aðild að henni), og aftur var sagt að herinn skyldi fara. Um það voru þó deildar meiningar í stjórn- inni líkt og fyrri daginn. Fulltrúar bandarískra stjórnvalda vissu það en létu stundum í það skína að þeir væru orðnir þreyttir á þessum erf- iðu bandamönnum á Íslandi. Her- inn varð kyrr en segja má að í kalda stríðinu hafi síðast orðið hörð átök um hann í þorskastríðinu við Breta 1975-76. Samsteypustjórn Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var þá við völd og Ólafur Jóhannes- son, dómsmálaráðherra og formað- ur Framsóknar, heimtaði í samtöl- um við sendiherra Bandaríkjanna að þau stæðu einhuga með Íslend- ingum; annars væri þetta varnarlið til einskis og gæti bara farið. Sendi- herrann svaraði fullum hálsi að Bandaríkjastjórn léti ekki kúga sig, léti ekki „blackmaila“ sig, og vest- ur í Washington var ákveðið að end- urskoða þörf Bandaríkjanna fyrir aðstöðu á Íslandi. Íslendingar væru of óáreiðanlegir bandamenn og það gæti reynst of dýrt að halda þeim góðum. Ný heimsmynd Kalda stríðið geisaði og auðvitað var niðurstaðan sú að enn væri brýn þörf fyrir aðstöðu á Íslandi. Svo hrundu Sovétríkin 1991 og ný heimsmynd varð til. Óvinurinn hvarf og hernaðarmikilvægi Íslands snarminnkaði um leið. Æ síðan hafa Bandaríkjamenn viljað draga úr viðbúnaði á Íslandi, eins og kom síðast í ljós árið 2003 þegar þeir voru komnir á fremsta hlunn með að flytja í burtu þær fáu orrustuþotur sem hér eru enn, auk alls sem þeim fylgir. Svo virðist sem íslenskum ráðamönnum hafi þá í síðasta sinn tekist að beita Bandaríkjamenn valdi hinna veiku: Davíð Oddsson, þáverandi forsæt- isráðherra, sagði blákalt - rétt eins og Bjarni Benediktsson og fleiri höfðu gert í kalda stríðinu - að yrði ekki farið að vilja Íslendinga lyki varnarsamstarfinu við Bandaríkin einfaldlega. Bandaríkjastjórn lét tilleiðast þá, en ekki núna, eins og atburðir síðustu daga sýna svo vel. Hún vill þó halda í varnarsamninginn, en á eigin forsendum. Valdajafnvægið í samskiptum ríkjanna er auðvitað gerbreytt frá því sem var í kalda stríðinu. Staðan er þó enn sú að vald í öllum sínum myndum ræður mestu í samskiptum ríkja; Realpol- itik ræður. Í nóvember 1945 sagði Bjarni Benediktsson á lokuðum fundi sjálfstæðismanna að „senni- lega myndu Bandaríkin fá Ísland, hvað sem við segðum, ef þeir teldu sig þurfa þess“. En þá var að vinna úr því, snúa vanmætti í vald. Það tókst í kalda stríðinu og þótt van- mátturinn virðist alger núna snýst leikurinn sem fyrr um list hins mögulega. Vald og vanmáttur Guðni Th. Jóhannesson er sagnfræðingur við Hugvísindastofnun Háskóla Íslands og vinnur að rannsóknum á íslenskum utanríkis- og öryggismálum. Hann útskýrir í þessari grein varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna í kalda stríðinu og til okkar daga. KEFLAVÍKURGANGA 12. JÚNÍ 1978 Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins, er hér í fylkingarbrjósti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BANDARÍSKAR F-15 ORRUSTUÞOTUR KEFLAVÍKURGANGA ÁRIÐ 1960
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.