Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 8
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI BRETLAND, AP Fjórir mannanna sex sem urðu alvarlega veikir við prófun lyfja á fólki á Englandi á mánudag komust til meðvitundar á föstudag. Tveir þeirra eru þó enn taldir í lífshættu. Mennirnir voru í hópi fólks sem bandarískt lyfjafyrirtæki prófaði lyf á. Lyfið var ætlað til lækninga við sjúkdómum svo sem hvítblæði, og fór prófið fram á Northwick Park-spítalanum í London. Afar óvenjulegt er að fólk sýni svo sterk viðbrögð við lyfjum sem verið er að prófa og er þetta eitt alvarlegasta tilfellið sem komið hefur upp. - smk Lyfjahneykslið í Bretlandi: Tveir eru í lífshættu NORTHWICK PARK SJÚKRAHÚSIÐ Sex menn veiktust alvarlega á Northwick Park-sjúkra- húsinu í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAZA-BORG, AP Fatah-samtökin til- kynntu á föstudag að þau myndu ekki sitja í nýrri ríkisstjórn með Hamas-hreyfingunni í Palestínu. Meðlimir Hamas munu því sitja einir í stjórn og er líklegt að þessi ákvörðun Fatah torveldi mjög allar ákvörðunartökur nýrrar stjórnar. Hamas-hreyfingin, sem Evrópusambandið, Bandaríkin og Ísrael skilgreina sem hryðju- verkasamtök, vann meirihluta- sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í janúar en hefur átt í erfiðleikum með að fá aðra flokka með sér í stjórn. Hungursneyð gæti verið yfirvofandi í landinu, geri alþjóðavöld alvöru úr þeim hótunum að skera á matar- og fjárgjafir til landsins þegar Hamas tekur völdin. Lokið var við að skipa í ráðherraembættin í gær og sagðist Ismail Haniyeh, forsætisráðherraefni samtak- anna, þess fullviss að Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnarinn- ar, myndi samþykkja listann í dag. Leiðtogar Hamas-hreyfingar- innar hafa neitað að viðurkenna tilverurétt Ísraels og að afneita ofbeldi. Þó lýsti verðandi forsæt- isráherra Palestínu, Ismail Haniyeh, því yfir á fimmtudag að friður gæti komist á, samþykktu Ísraelsmenn þau landamæri sem Hamas krefst fyrir hönd Palest- ínu. Talsmenn Ísraelsstjórnar hafa sagt þvert nei við þeim skil- málum. - smk Stjórnarmyndun gengur enn treglega í Palestínu: Fatah verður í stjórnarandstöðu ÞVERRANDI MATARBIRGÐIR Palestínsk kona gengur framhjá matargjöfum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Líklegt þykir að hungur verði almennt þar í landi þegar Hamas tekur við völdum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEW YORK, AP Írar héldu upp á dag heilags Patreks á föstudag, þar á meðal í New York þar sem sam- kynhneigðir eru býsna ósáttir við skipuleggjendur hátíðargöngu Íra. Sextán ár í röð hefur samkyn- hneigðum verið bannað að taka þátt í göngunni, en það sem sér- staklega fór fyrir brjóstið á full- trúum samkynhneigðra í ár var ummæli sem höfð voru eftir John Dunleavy, formanni skipulags- nefndar göngunnar, í írska dag- blaðinu The Irish Times. Hann líkti samkynhneigðum við nasista og liðsmenn Ku Klux Klan. „Ef ísraelskur hópur vill fara í skrúðgöngu í New York, ætti þá að leyfa nýnasistum að ganga með? Ef afrískir Bandaríkjamenn efna til göngu í Harlem, verða þeir þá að leyfa Ku Klux Klan að vera með í göngunni?“ spurði Dunleavy í blaðaviðtali. „Ég held að þetta sé ekki svara vert,“ sagði Christine Quinn, for- seti borgarstjórnar í New York, sem lengi vel vonaðist til þess að ná mætti málamiðlun í ár um að samkynhneigðir mættu taka þátt í göngunni, en hún er fyrsti for- seti borgarstjórnarinnar sem opinskátt viðurkennir samkyn- hneigð. - gb GRÆNN BJÓR Degi írska þjóðardýrlingsins heilags Patreks fylgja ýmsir skemmtilegir siðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hátíðahöld í New York vegna dags heilags Patreks: Samkynhneigðir reiðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.