Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 19.03.2006, Qupperneq 19
19SUNNUDAGUR 19. mars 2006 Viðskiptavinir Landsbankans hafa getað keypt og selt hlutabréf í Danmörku, Svíþjóð og Bandaríkjunum í gegnum E*TRADE. Nú bætist Noregur við. Landsbankinn er eini bankinn sem býður upp á bein viðskipti með hlutabréf á öllum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum. Mikið líf hefur verið á norska markaðnum síðustu misseri og margir spennandi fjárfestingarmöguleikar í boði enda er olíuverð hátt, en það hefur jafnan góð áhrif á norska markaðnum. Margt bendir því til þess að tækifæri séu til staðar á Noregsmarkaði um þessar mundir. Með skráningu á E*TRADE í gegnum Landsbankann býðst möguleiki að nýta sér þau tækifæri beint og milliliðalaust og fá jafnframt aðgang að haldgóðum markaðsupplýsingum. E*TRADE er einfalt í notkun og allt viðmót er á íslensku. Því er ekkert til fyrirstöðu að tryggja sér aðgang að mörkuðum Norður- landanna og Bandaríkjanna með því að skrá sig á E*TRADE og byrja að nýta tækifærin. Ert þú á E*TRADE? Kynntu þér málið á landsbanki.is eða hringdu síma 410 4000. Velkominn Noregur! Á síðasta ári hækkaði Det Norske Oljeselskap (DNO) um 853% sem var mesta hækkunin á markaðnum. Markaðsverðmæti félaga í Noregi er 170.266 milljónir evra. Fjöldi fyrirtækja í norsku kauphöllinni árið 2005 var 219 og þar af voru 46 ný félög. Á morgun opnar E*TRADE fyrir vi›skipti í kauphöllinni í Osló 25 félög mynda úrvalsvísitöluna í norsku kauphöllinni. gegnum marga aðila til þess að fá leyfi fyrir sprengingum en verkin sem sjá má á sýningunni núna voru sprengd í Geldinganesi. „Fólk hringdi inn til lögreglunnar og hélt að það væri kominn jarðskjálfti,“ segir Guðjón en víst er að sitthvað hefur gengið á þegar stálbitarnir tættust í sundur. „Fólk fær oftast óstöðvandi hlát- ursköst í nokkrar mínútur á eftir sprengingarnar,“ segir Guðjón kím- inn. „Það að sjá eitthvað sem áður var ferhyrnt og afmarkað, líkjast ekki neinu - það er stórkostlegt, það er eins og að sjá rós opnast og lifna. Það má finna brot úr verkum Guðjóns ansi víða því hann segir að það sé illmögulegt að týna þau öll saman. „Þessi brot eru fjársjóður framtíðarinnar,“ segir hann hlæj- andi. „Þau eru þarna út um allt og ef einhver fer á ról er alls ekki ólík- legt að hann fyndi eitt og eitt brot sem ég bið hinn sama að varðveita vel. Veikir hið sterka Guðjón hóf að sprengja skúlptúr- ana sína fyrir tíu árum en áður hafði hann fengist við gerð naum- hyggju verka. „Ég sauð á þau alls- konar flúr og mynstur til þess að veikja burðarþol þeirra - gera þau burðarminni.“ Á þeim tíma voru sterkir skúlptúrar ríkjandi í mynd- listinni en Guðjón hóf að vinna í hina áttina. Hugmyndina að baki sprengingunum rekur hann til sam- ræðna við vin sinn og starfsfélaga en þeir ræddu eitt sinn um sálar- ástand Skandinavíubúa. „Undir sléttu og felldu yfirborði okkar Skandinava kraumar afl sem ekki fær útrás,“ segir Guðjón. „Kerfin okkar og borgarímyndirnar - allt er þetta ósköp settlegt og gott en það er mikil pressa á manneskjunni að haga sér rétt og skikkanlega við þessar kingumstæður.“ Í framhald- inu fór Guðjón að vinna með kraft- inn í manneskjunni og þá spennu sem umkringir okkur. „Ég vildi virkja sprengikraftinn sem býr í manneskjunni í skúlptúr. Þeir eru einskonar líkamningar, skúlptúrarnir hafa svipaða vigt, í lengdarmetrum talið. Ekki að ég sé að sprengja fólk heldur vísa ég til þeirrar bælingar sem fylgir hvers- dagsleikanum. Lífið er í rauninni togstreita milli hversdagsins og þeirra hug- sjóna sem við lifum fyrir og þá tog- streitu upplifum við öll á hverjum degi.“ Tómið „Mér finnst mikilvægt að kalla fram tómið í verkunum. Tómið er eftirsóknarvert því það hefur lík- ingu við það ósegjanlega, það óvit- anlega sem alltaf fylgir tilverunni og er innsti kjarni myndlistarinn- ar,“ segir Guðjón og áréttar að þegar menn fáist við myndlist séu þeir að vinna með mjög saman- þjappaða merkingu, þar safnist saman margar ólíkar hugsanir og meiningar sem erfitt sé að henda reiður á í einu. „Ég lýt á verkin mín sem hvata til umræðu, þau hvetja ímyndunaraflið og tengjast öðrum listgreinum. Það er mjög stutt yfir í arkitektúrinn í verkunum mínum og yfir í heimspekilega og fagur- fræðilegan þankagang, póststrúkt- úralisma, trúarbrögð. Raunar er hægt að yfirfæra þau á flestar tegundir fræða,“ útskýrir listamaðurinn. Í tengslum við sýninguna kemur út bók um höfundarverk Guðjóns Bjarnasonar á vegum Listasafns Reykjavíkur þar sem fjölmargir höfundar lýsa hughrifum sínum og upplifunum. „Þannig eru verkin t.d. orðin hvati og kveikja að ímynd- um hjá öðrum,“ segir Guðjón. Fjöldi erlendra gesta er hingað kominn í tilefni af opnun sýningar- innar í Hafnarhúsinu t.d. Richard Vine, ritstjóri tímaritsins Art in America, sem mun fara yfir feril listamannsins ásamt Jóni Proppé og honum sjálfum á Listamanna- spjalli í dag kl. 15.00. ÚR AFSPRENGI HUGSUNAR Vinnuferlið er skemmtilegt en jafnframt flókið, að sögn Stefáns og óvíða í heiminum er hægt að búa til listaverk með þessum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN GUÐJÓN BJARNASON Finnst mikilvægt að kalla fram tómið í verkunum því það hefur líkingu við það ósegjanlega. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN „Það að sjá eitthvað sem áður var ferhyrnt og afmarkað, líkjast ekki neinu - það er stórkost- legt, það er eins og að sjá rós opnast og lifna.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.