Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 72
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 33 spray-on brúnka betri? Og hvaða snyrti-tips áttu fyrir okkur metró- mennina? Ég hef aldrei prófað spray on. Hef fengið mér strípur en það er dálitið langt síðan. Eina snyrti- tipsið sem ég get gefið er að lykta vel. Stefán Benedikt Stefánsson, Rvík, 30 ára. Ef þú færir í annað lið,hvaða lið væri þá þitt draumalið? AC Milan. Gunnar Ásgeirsson, Kópavogi, 41 árs. Nú bendir allt til þess að Ballack komi til Chelsea. Hvaða álit hefur þú á honum sem leik- manni og kemur þetta til þess að hafa áhrif á þína stöðu innan liðsins? Mér finnst hann mjög góður leikmaður. Nei, ég á ekki von á því þetta hafi mikil áhrif á mína stöðu. Þetta undirstrikar enn einu sinni að maður verður alltaf að sýna sitt besta og vera í topp formi. Arna Diljá Guðmundsdóttir, Garða- bæ, 17 ára. Hverju þakkarðu vel- gengni þína ? Guði og fjölskyldu og smá sjálf- um mér. Hægt er að sjá fleiri svör Eiðs Smára við spurningum lesenda Fréttablaðins og Vísis inni á visir. is. Enska úrvalsdeildin ARSENAL - CHARLTON 3-0 1-0 Robert Pires (13.), 2-0 Emmanuel Adebayor (32.), 3-0 Alexandr Hleb (49.). BIRMINGHAM - TOTTENHAM 0-2 0-1 Aaron Lennon (66.), 0-2 Robbie Keane (78.). BLACKBURN - MIDDLESBROUGH 3-2 1-0 Craig Bellamy (11.), 1-1 Mark Viduka (16.), 2-1 Morten Gamst Pedersen (28.), 2-2 Fabio Rochemback (63.), 3-2 Craig Bellamy (68.). BOLTON - SUNDERLAND 2-0 1-0 Kevin Davies (47.), 2-0 Kevin Nolan (85.). EVERTON - ASTON VILLA 4-1 1-0 James McFadden (15.), 2-0 Tim Cahill (22.), 3-0 Leon Osman (45.), 3-1 Gabriel Agbonlahor (64.), 4-1 Tim Cahill (90.). MANCHESTER CITY - WIGAN ATHLETIC 0-1 0-1 Lee McCulloch (55.). WBA - MANCHESTER UNITED 1-2 0-1 Louis Saha (16.), 0-2 Louis Saha (64.), 1-2 Nat- han Ellington (78.). WEST HAM UNITED - PORTSMOUTH 2-4 0-1 Lomana Lua-Lua (19.), 0-2 Sean Davis (25.), 0-3 Pedro Mendes (42.), 1-3 Teddy Sheringham (69.), 1-4 Svetoslav Todorov (77.), 2-4 Yossi Ben- ayoun (90.) STAÐAN: CHELSEA 29 24 3 2 58-18 75 MAN. UNITED 29 19 6 4 58-29 63 LIVERPOOL 30 17 7 6 39-20 58 TOTTENHAM 30 14 10 6 43-28 52 ARSENAL 30 15 5 10 48-23 50 BLACKBURN 30 15 4 11 41-36 49 BOLTON 28 13 9 6 39-28 48 WIGAN 30 14 4 12 35-36 46 EVERTON 30 13 4 13 28-38 43 WEST HAM 29 12 6 11 44-44 42 MAN. CITY 30 12 4 14 39-35 40 NEWCASTLE 29 11 6 12 29-32 39 CHARLTON 30 11 6 13 34-41 39 ASTON VILLA 30 8 10 12 34-41 34 MIDDLESB. 29 9 7 13 39-49 34 FULHAM 30 9 5 16 39-51 32 WBA 30 7 6 17 27-45 27 BIRMINGHAM 29 6 6 17 23-41 24 PORTSMOUTH 30 6 6 18 24-51 24 SUNDERLAND 30 2 4 24 19-54 10 Enska meistaradeildin COVENTRY CITY - LEEDS UNITED 1-1 Gylfi Einarsson sat á bekk Leeds United allan leik- inn eins og svo oft í vetur. MILLWALL - LEICESTER CITY 0-1 Jóhannes Karl Guðjónsson spilaði allan leikinn fyrir Leicester City. READING - WOLVES 1-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading. Ívar lék allan leikinn en Brynjar fór af velli á 76. mínútu. STOKE CITY - BURNLEY 1-0 Hannes Sigurðsson spilaði síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Stoke City. ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Um fátt annað er talað í Manchester þessa dagana en framtíð Ruuds van Nistelrooy hjá Man. Utd. en þessi magnaði hol- lenski markahrókur hefur mátt gera sér það að góðu undanfarnar vikur að fylgjast með félögum sínum af varamannabekknum enda hefur Frakkinn Louis Saha skorað í hverjum leik fyrir Unit- ed. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir að van Nistelrooy hafi ekki kvartað en þrátt fyrir það biður hann Hollendinginn um að sýna þolinmæði. „Ruud er með langtímasamn- ing við United og það er ekkert sem breytir því,“ sagði Sir Alex eftir 2-1 sigur United á WBA í gær. Við vitum öll hvað hann getur og að sjálfsögðu mun hann fá tæki- færi með liðinu á ný. Louis á aftur á móti skilið sæti sitt í liðinu þar sem hann er að spila vel og skorar grimmt. Þetta er óheppileg staða fyrir Ruud en hann verður að vera þolinmóður og hann hefur verið mjög rólegur. Hann hefur aldrei kvartað og veit vel að hans tími kemur fljótt aftur.“ Saha skoraði bæði mörkin fyrir United í gær og öruggur sigur liðsins var í nokkurri hættu undir lokin eftir að Nathan Ellington hafði minnkað muninn fyrir WBA. Bryan Robson, framkvæmdastjóri WBA og fyrrum fyrirliði Man. Utd., kvartaði ekki yfir frammi- stöðu sinna manna eftir leikinn. „Strákarnir stóðu vel fyrir sínu og með smá heppni hefðu þeir nælt í stig. Við vorum að spila við öflugt lið og stóðum ágætlega í þeim. Það er mikil barátta fram undan næstu vikur og við megum ekki hugsa of mikið um önnur lið heldur verðum við að hugsa um okkur sjálfa ef við ætlum að bjarga okkur frá falli,“ sagði Robson. Man. Utd. er ekki eina liðið sem er á mikilli siglingu því Arsenal er ekki á minni ferð, en Thierry Henry og félagar fóru illa með Charlton á Highbury í gær. Arsen- al lék nágranna sína grátt allan leikinn og vann mjög sannfærandi 3-0 sigur sem hæglega hefði getað orðið stærri en Arsenal átti sautján skot í leiknum en Charlton aðeins tvö. „Það var aldrei spurning um hvort liðið færi með sigur af hólmi í dag,“ sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal, eftir leikinn. „Við byrjuð- um vel, það var góð hreyfing á lið- inu og maður hafði aldrei trú á því að Charlton myndi takast að kom- ast inn í leikinn á ný. Liðið okkar verður betra í hverri viku þannig að ég er mjög sáttur.“ sagði Weng- er en hann sér fram á hatramma baráttu við Tottenham um fjórða sæti deildarinnar sem gefir þát- tökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. henry@frettabladid.is Louis Saha er sjóðheitur Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy situr enn utan vallar. Á með- an fer Louis Saha á kostum með Manchester United og skoraði tvö mörk í gær. Stjórinn Sir Alex Ferguson hefur beðið van Nistelrooy um að sýna þolinmæði. AÐALMAÐURINN Louis Saha er einn sá heitasti í enska boltanum í dag og hann skoraði tvö mörk gegn WBA í gær. Hann fagnar hér með John O´Shea. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES Í upphafi úrslitakeppninnar í körfuknattleik er hollt að velta stuttlega fyrir sér hvað ræður úrslitum leikja. Hverjir koma til með að vinna mótið? Strax í fyrstu umferð er ljóst að áþekk lið mæt- ast og þá er næsta víst að undan- úrslitin verða jöfn og að úrslitin sjálf verða spennandi, a.m.k. bend- ir lokaniðurstaðan í deildinni til þess. Efsta lið vann 18 leiki en Snæfell, sem endaði í 6. sæti, vann 14 leiki. Þegar þjálfarar og jafnvel lærðir fræðimenn rýna í leiki og mögulegan gang þeirra er oft vísað í dagsformið. Sagt er að úrslit leikja ráðist af dagsform- inu. Reyndir þjálfarar og sérfræð- ingar setja sig jafnvel í gáfulegar stellingar fyrir mikilvæga kapp- leiki og vísa í þetta svokallaða dagsform: „Þetta ræðst af dags- forminu“. Hér er ugglaust átt við form eða ástand af einhverju tagi sem leikmaður og/eða lið er í eina stundina en ekki aðra. Samkvæmt því þá gæti dagsformið verið í lagi fyrir hádegi tiltekinn dag, en ekki seinni part sama dags. Því er tíma- og dagsetning leikja nokkuð sem vert er að rannsaka af kostgæfni til að skilja eðli og uppruna þessa þýðingamikla forms. Því mikil- vægari sem leikurinn er, því oftar er vísað í dagsformið. Fréttaritar- ar íþróttadeilda gleypa þessa skýr- ingu og nota hana jafnvel til að koma eigin snilligáfu og innsæi til skila og spyrja jafnvel fyrir leiki: „Ræðst þetta ekki af dagsforminu gæskurinn?“ Í framhaldinu finnst mér eðli- legt að reyna að skilgreina þennan þýðingarmikla áhrifaþátt sem virðist ráða svo miklu um gang leikja, með það að markmiði að reyna að þjálfa leikmenn í því að vera í góðu dagsformi öllum stund- um. Nú er almennt viðurkennt að besta leiðin til að hitta betur úr vítaskotum er einfaldlega að æfa vítaskot, en um dagsformið virðist gilda önnur lögmál. Þar virðast ekki gilda einföld lögmál kennslu- fræðinnar, um æfingu og endur- tekningar til að hámarka afköst, heldur frekar lögmál veðurfræð- innar: annað hvort er rigning eða ekki. Það sem er hins vegar ólíkt er að okkur hefur tekist að þróa ágætar aðferðir til að spá með nokkurri vissu um veðrið, en það virðist ógjörningur að spá fyrir um dagsformið. Það er ekki fyrr en eftir leik sem við getum sagt hvort þetta mikilvæga dagsform hafi verið okkur í hag eður ei. Hafi sigur unnist þá var dagsformið okkur í hag en í tapleik var dagsformið hreinlega ekki í lagi. Vandinn er hins vegar sá að eftir leikinn er nánast útilokað að snúa úrslitum hans við, það er einfaldlega of seint. Hugsanlega væri hægt að kæra niðurstöðuna en það ber afar sjaldan árangur. Það besta sem við getum gert í stöðunni er að vona að lögmál tilviljunar virki á dagsformið líkt og þegar krónu- peningi er kastað, þannig að dags- formið verði okkur í hag í helm- ingi tilvika. En svo virðist að jafnvel tilviljunarlögmálin virki ekki á dagsformið. Með tali um dagsformið er í raun verið að varpa frá sér ábyrgð og treysta á afar vafasöm fræði eins og heppni eða slakan undir- búning andstæðinganna. Dags- formið hefur sennilega álíka mikil áhrif á úrslit leikja og veðrið í þeim íþróttum sem keppt er í inn- andyra. Við þurfum ekki að leita flókinna skýringa til að spá fyrir um úrslit leikja. Það lið sem hefur betri körfuknattleiksmenn (t.d. hittir betur úr skotum sínum), þar sem hlutverkaskipan er skýr, er betur þjálfað og betur undirbúið og, síðast en ekki síst, það lið sem leggur sig betur fram, vinnur mik- inn meirihluta leikja. Það var ekkert að dagsforminu hjá Njarðvíkingum þegar þeir mættu Keflavík um daginn í úrslitaleik deildarkeppninnar. Það vantaði hins vegar tals- vert upp á skipulagð- an sóknar- leik og góð svör við sterkri vörn Keflavíkur. Sóknarleik- ur Njarðvík- inga ein- kenndist einna helst af því að hinn stór- góði leik- maður þeirra, Jeb Ivey, reyndi að skoppa knettinum svo títt og mikið að andstæðingarnir fengju varn- arleiða og gleymdu stað og stund. En án árangurs. Þá virtist einnig verulegur skortur á samstöðu innan liðsins við að svara afar sig- urviljugum Keflvíkingum. Svo áfram sé haldið, þá er það ekki dagsformið sem hefur verið Kefla- vík svona hentugt á liðnum miss- erum og Valsmönnum svo sérdeil- is óhentugt. Keflvíkingar eru einfaldlega góðir í körfuknattleik, prýðisgóðir leikmenn og með góða erlenda leikmenn, ágæta þjálfara og afar mikla þekkingu á því hvernig vinna á leiki. Valsmenn á hinn bóginn hafa einfaldlega verið með frekar slakt lið í samanburði við þau bestu og leiðin til að breyta því er ekki að setja saman dags- formsstyrkjandi æfingapró- gramm, heldur æfa betur leikinn fagra. Að þessu sögðu óska ég leik- mönnum og þjálfurum alls hins besta í komandi úrslita- keppni. Megi hún verða í senn spennandi og hörð en á sama tíma drengileg. Þá vona ég að dagsformið verði með öllum liðum, öllum stund- um – „may the force be with you“. Að lokum finnst mér við hæfi að gera orð séra Friðriks að mínum: „Látið ekki kappið bera fegurðina ofur- liði.“ SUNNUDAGSPENNINN SVALI H. BJÖRGVINSSON Ráðast úrslitin af dagsforminu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.