Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 13
SUNNUDAGUR 19. mars 2006 13
4
1
3
3
6
4
2
9
7
5
3
1
10
8
6
4
2
9
7
5
3
1
12
10
8
6
4
2
11
9
7
5
3
1
5
7
9
6
4
2
2
4
6 1
3
5
7
9
2
4
6
8
10
1
3
5
7
9
8
6
4
2
1
3
5
Da
lak
ur
Gó
ða
ku
r
Vesturakrar
Ár
ak
ur
Akra
brau
t
Br
eið
ak
ur
By
gg
ak
ur
Frj
óa
ku
r
Gu
lla
ku
r
9
10
8
9
7
Nánari upplýsingar um lóðirnar, stærð þeirra og
nýtingu ásamt upplýsingum um hvernig væntanlegir
kaupendur bera sig að við tilboðsgerð er að finna á
vefsíðu Akralands, www.akraland.is
Mikilvægt er að tilboðsgjafar kynni sér vel öll tilboðs-
gögn, s.s. tilboðsskilmála, tilboðsskrá, sölu- og
skipulagsskilmála en öll tilboð taka mið af þessum
skilmálum.
Akraland ehf. er nú að hefja sölu lóða í 2. áfanga
Akrahverfis í Garðabæ. Um er að ræða 35 lóðir
undir einbýlishús. Framkvæmdir og uppbygging í
Akrahverfinu hófust 2005. Þar er að rísa glæsilegt
hverfi þar sem mikill metnaður ræður ríkjum
varðandi hönnun, arkitektúr og alla uppbyggingu
í metnaðarfullu sveitarfélagi.
Lóðirnar eru frábærar eignarlóðir og hverfið er vel
staðsett á grónu svæði á besta stað í Garðabæ.
Þetta eru góðar byggingarlóðir á frjósömu svæði
mjög miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru
staðsettar rétt við greiðar og fljótfarnar umferðar-
æðar sem liggja til allra átta.
Tilboðum í lóðirnar skal skila eigi síðar en 6. apríl
2006 kl. 15:00. Tilboðunum skal skila á skrifstofu
Akralands í Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík þar sem
allar nánari upplýsingar eru veittar um lóðirnar.
Fasteignasalan Borgir mun einnig annast
milligöngu um sölu lóðanna og geta þeir sem
hafa áhuga snúið sér þangað.
gullmolinn
á höfuðborgarsvæðinu
Akraland ehf., Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
sími 599 4000, fax 599 4001
Tilboðsfrestur 6. apríl, kl.15.00
hz
et
a
w w w . a k r a l a n d . i s
Í sveitarstjórnarkosningunum í
Reykjavík í vor verður kosið um
árangur R-lista flokkanna á
síðasta kjörtímabili. Kjósendur
leggja dóm á það sem R-lista
flokkarnir hafa gert og það sem
þeir hafa ekki gert, en hefðu
kannski átt að gera. Ef kjósendur
eru ánægðir með ástandið í borg-
inni þá kjósa þeir R-lista-flokk-
ana, en ef þeir eru ekki ánægðir
og vilja breytingar þá eiga þeir
tvo kosti; að kjósa F-listann eða
D-listann.
Langur loforðalisti R-lista
flokkanna fyrir þessar kosningar
er ekki tekinn gildur. Allir fram-
bjóðendur í öllum flokkum eru
nefnilega fallega hugsandi fólk,
sem vill vel og ætlar sér stóra
hluti, en menn verða að hafa getu
til að koma hugmyndum í fram-
kvæmd og burði til að bregðast
við og fylgja breytingum sem
eiga sér stað í þjóðfélaginu og það
hafa R-lista flokkarnir ekki sýnt.
Hvað finnst þér, lesandi góður,
um umferðarhnútana sem mynd-
ast á mestu umferðargötunum í
Reykjavík á annatímum? Fyrir
löngu hefði átt að bregðast við og
hefja framkvæmdir við að reisa
mislæg gatnamót og byggja
stokka þar sem mesta umferðin
er. En R-listinn hefur bara flotið
sofandi að feigðarósi í umferðar-
málunum.
Hvað finnst þér um Strætó?
Fyrir hvern er Strætó? Það er
eins og R-lista flokkarnir viti ekki
hverjum þeir eru að þjóna. Allar
þeirra strætóleiðir virðast liggja
niður á Hlemm, en þú, lesandi
góður, getur kannski ekki tekið
Strætó út í búð í þínu hverfi, ekki
farið í heilsugæsluna, ekki í sund-
laugina o.s.frv. og þó svo þú
komist þangað með Strætó er
ekki víst að þú getir farið með
Strætó aftur heim, því þá er hann
á leiðinni „niður á Hlemm“.
Hvað finnst þér um útihúsin á
lóðum grunnskólanna? Finnst þér
réttlætanlegt að hafa börnin í úti-
húsum á skólalóðinni? Það finnst
R-lista flokkunum vera í lagi. Það
finnst þeim sem þetta ritar ekki í
lagi; börnin eiga betra skilið.
Hvað finnst þér um útboðin á
byggingalóðunum? Væri ekki
alveg nóg að hver og einn sem
byggir greiði fyrir gatnagerðina
og þær framkvæmdir sem til
þarf? Er það réttlætanlegt að
Reykjavíkurborg hafi íbúana að
féþúfu?
Sá sem þetta ritar er í sam-
hentri sveit fólks með Ólaf F.
Magnússon í forystu, sem ætlar
að taka til hendinni ef framboð
þess, F-listinn, kemst til áhrifa í
borgarstjórn Reykjavíkur.
Höfundur er í 6. sæti F-listans í
borgarstjórnarkosningunum.
Um hvað
verður kosið?
Svandís Svavarsdóttir, efsti
maður á V-lista vinstri grænna í
borgarstjórnarkosningunum í
vor, heldur til móts við borgarbúa
nú næstu daga. Frá 20. mars og
fram til 3. apríl mun Svandís
heimsækja öll hverfi borgarinnar
og býður til opinna funda með
borgarbúum þar sem kærkomið
tækifæri gefst til að kynnast
Svandísi, heyra sjónarmið hennar
og áherslur fyrir komandi kosn-
ingar og spyrja um afstöðu henn-
ar til einstakra málefna.
Allir sem kynnst hafa Svandísi
eru á einu máli um að þar fer afar
kjarnmikill og traustur frambjóð-
andi og hæfileikaríkur leiðtogi.
Hún hefur starfað við kennslu í
táknmálstúlkun, ráðgjöf og rann-
sóknir í táknmáli og nýtur virð-
ingar og trausts á því sviði. En
eftir að hún haslaði sér völl á
stjórnmálasviðinu, sem formaður
VG-félagsins í Reykjavík og
framkvæmdastjóri vinstri
grænna hefur komið á daginn að
hún hefur afar sterka réttlætis-
kennd og skýra pólitíska sýn.
Þessum hæfileikum Svandísar
þurfa borgarbúar að kynnast.
Síðustu vikur höfum við fram-
bjóðendur vinstri grænna heim-
sótt fjölmarga vinnustaði, stofn-
anir og fyrirtæki í borginni.
Hvarvetna þar sem við höfum
komið hefur okkur verið tekið
vel, við höfum átt ánægjuleg
skoðanaskipti við starfsfólk,
fengið margháttaðar gagnlegar
upplýsingar og kynnst fjölbreyti-
legri starfsemi. Við sem tökum
þátt í baráttunni fyrir kosning-
arnar í vor með Svandísi, höfum
fundið það sterkt í þessum heim-
sóknum, hversu vel hún kemur
fyrir og hvað hún býður af sér
góðan þokka og á auðvelt með að
ná til fólks, setja sig inn í mis-
munandi aðstæður og skilja
kjarnann frá hisminu. En þar sem
Svandís hefur ekki mikið starfað
á vettvangi borgarstjórnar er
mikilvægt að gefa borgarbúum
kost á að sjá og heyra Svandísi og
þess vegna býður hún til þessara
funda í öllum hverfum.
Ég hvet alla borgarbúa til að
fjölmenna á kynningarfundi
Svandísar, Svandís um alla borg,
en þeir eru auglýstir í fjölmiðl-
um.
Enn fremur eru upplýsingar
um fundina á heimasíðu vinstri
grænna, www.vg.is og á heima-
síðu Svandísar, www.svandis.is.
Þar er einnig að finna nánari
upplýsingar, greinar og margt
fleira fróðlegt um Svandísi. Ég
er sannfærður um að þeir sem
kynna sér stefnu og málefni VG,
framtíðarsýn og forystu Svand-
ísar, eiga samleið með V-listan-
um í vor.
Höfundur skipar 2. sæti á
V-listanum í Reykjavík.
Svandís um alla borg
UMRÆÐAN
BORGARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
KJARTAN EGGERTSSON
UMRÆÐAN
BORGARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON
Allir sem kynnst hafa Svandísi eru
á einu máli um að þar fer afar
kjarnmikill og traustur frambjóð-
andi og hæfileikaríkur leiðtogi.
Hún hefur starfað við kennslu
í táknmálstúlkun, ráðgjöf og
rannsóknum í táknmáli og nýtur
virðingar og trausts á því sviði.