Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 73

Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 73
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR34 FÓTBOLTI Mikið hefur verið rætt og ritað síðustu daga um að Thierry Henry sé á leið frá Arsenal til Barcelona og sumir fjölmiðlar gengu svo langt að segja að Barce- lona hefði náð munnlegu sam- komulagi við franska framherj- ann. Sjálfur vill Henry ekki gera mikið úr þessum sögum. „Það hefur ekkert breyst síð- ustu tvær vikur,“ sagði Henry. „Ef blöðin vilja spá í hlutina þá er það þeirra mál en staðreyndin er sú að það hefur ekkert gerst eða breyst í mínum málum. Ég vil biðja fólk um að athuga að það eru ekki ummæli frá neinum sem máli skipta í þessum sögum og það er ástæða fyrir því.“ Samningur Henry við Arsenal rennur út sumarið 2007 og gengur Lundúnaliðinu illa að fá hann til að skrifa undir nýjan samning. - hbg Thierry Henry: Slær á þrálátan orðróm THIERRY HENRY Neitar því að hann hafi gert samning við Barcelona. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES HANDBOLTI Stjörnustúlkur tóku strax öll völd á vellinum og kom- ust í 3-0 en Gróttu stúlkur skoruðu ekki mark fyrir en eftir sex og hálfa mínútu. Góð 3-2-1 vörn Stjörnunnar var erfiður biti að kyngja fyrir Gróttu og leiddu Stjörnustúlkur allan fyrri hálf- leikinn með 4-5 mörkum. Seinni hálfleikur hófst nokkuð fjörlega og á upphafsmínútunum fengu tvær Stjörnustúlkur tveggja mínútna brottvísun og jukust þá möguleikar Gróttu á að minnka muninn. Í stað þess að minnka muninn fengu þær á sig klaufaleg- an ruðning, skoruðu eitt mark á móti þrem mörkum Stjörnunnar og klúðruðu því möguleika sínum á að komast inn í leikinn, Þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálf- leik höfðu Stjörnustúlkur stungið af, staðan 10-19 og ballið búið. Í liði Stjörnunnar voru þær Rakel Dögg Bragadóttir, Jóna Margrét Ragnarsdóttir og Sólveig Lára Kjærnested bestar en í frek- ar slöku liði Gróttu var Agnes Árnadóttir skást. - eb / - hbg Stjarnan lagði Gróttu: Tilþrifalítið á Nesinu LÉTT OG LÖÐURMANNLEGT VERK Stjarnan vann auðveldan sigur á Gróttu í gær. Kristín Clausen skorar hér fyrir Stjörnuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HANDBOLTI Stemningin var frábær að Ásgarði í gær og áhorfendur gáfu tóninn fyrir fjörið sem var fram undan. Framarar byrjuðu leikinn með sína hefðbundnu 3-2-1 vörn með Sverrir Björnsson í fararbroddi en Stjörnumenn hins vegar í 6-0 vörn. Fram náði strax tökum á leiknum með frábærri vörn og góðri sókn en Stjörnu- menn brugðu þá á það ráð að taka Sigfús Sigfússon úr umferð en það skilaði þeim litlu því Fram leiddi í hálfleik 13-18. Sergiy Serenko var atkvæða mikill hjá Fram en Tite Kaland- adze hélt Stjörnumönnum á floti. Athyglisvert var þó að sjá að Rol- and Valur Eradze varði einungis 5 bolta í fyrri hálfleik. Í seinni hálf- leik mætti allt annað og ferskara Stjörnulið til leiks og á fyrstu 5 mínútunum skoruði Fram ekki mark en Stjarnan gekk á lagið og þegar 8 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik var Stjarnan búin að skora 6 mörk á móti 1 marki Fram og komst þar með yfir í fyrsta skipti í leiknum. Þegar aðeins 6 mínútur voru eftir af leiknum dæma dómararn- ir víti á Stjörnuna, staðan þá 27-28. Roland ver vítið frá Guðjóni Drengssyni en dómarinn lætur þá endurtaka vítið þar sem Patrekur hafði verið kominn inn fyrir punktalínu áður en vítið var tekið, Jóhann Gunnar Einarsson steig svo fram og skoraði úr vítinu. Vendipunktur myndu margir segja. Stjörnumenn fóru svo illa að ráði sínu þegar þeir voru 5 á móti 4 og misnotuðu gott færi. Þar með voru Framarar með pálmann í höndunum og héldu þeir út þær fáu mínútur sem eftur voru. Loka- tölur 29-32. Frábær sigur hjá Fram. Í liði Fram var Sergiy Serenki frábær í sókninni. Ekki má ekki gleyma þætti Sigúsar Sigfússonar og Jóhanns Einarssonar sem léku oft eins og þeir væru hoknir af reynslu. Á milli stanganna stóð svo Petkevicius og átti hann góðan leik, varði 19 skot. Sverrir Björnsson var hæst- ánægður eftir sigurleik sinna manna. „Það var liðsheildin sem skóp þennan sigur sem var mjög ljúfur. Við trúðum þessu allan tím- ann og höfðum viljann í okkar liði. Við erum enn í baráttunni og megum ekki misstíga okkur,“ sagði Sverrir en Patrekur Jóhann- esson Stjörnumaður játaði eftir leik að hans lið væri úr barátt- unni. - eb / - hbg Fram aftur á toppinn Fram mun berjast um Íslandsmeistaratitilinn til enda. Það varð ljóst er liðið lagði Stjörnuna, 29-32. Stjarnan er hins vegar úr leik í baráttunni. Á FLUGI Framarar eru á miklu flugi þessa dagana og sitja á toppi DHL-deildarinnar. Stefán Stefánsson skorar hér gegn Stjörn- unni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DHL-deild karla: STJARNAN-FRAM 29-32 Mörk Stjörnunnar: Tite Kalandadze 8, David Kek- elia 7, Þórólfur Nielsen 6, Patrekur Jóhannesson 5, Björn Óli Guðmundsson 2, Kristján Kristjánsson 1. Varin skot: Roladn Eradze 14. Mörk Fram: Sergei Serenko 9, Jóhann Gunnar Einarsson 8, Sigfús Sigfússon 5, Haraldur Þorvarð- arson 3, Guðjón Drengsson 2/2, Stefán Baldvin Stefánsson 2, Rúnar Kárason 1, Sverri Björnsson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius 19. HK-AFTURELDING 29-23 STAÐAN: FRAM 21 16 2 3 609:552 34 HAUKAR 21 16 1 4 647:581 33 VALUR 20 14 1 5 607:552 29 STJARNAN 21 12 4 5 617:578 28 FYLKIR 21 12 2 7 581:530 26 HK 21 10 2 9 606:591 22 ÍR 21 9 3 9 668:645 21 KA 21 8 3 10 580:592 19 FH 21 8 2 11 577:587 18 AFTURELD. 21 6 4 11 529:555 16 ÍBV 20 7 1 12 579:624 15 ÞÓR A. 21 4 4 13 589:640 12 VÍK/FJÖL 21 5 1 15 578:646 11 SELFOSS 21 3 2 16 567:661 8 DHL-deild kvenna: GRÓTTA-STJARNAN 19-23 Mörk Gróttu: Agnes Árnadóttir 6, Karen Smidt 4. Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 8. Mörk Stjörnunnar: Rakel Dögg Bragadóttir 5, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 5, Sólveig Kjærnested 5. Varin skot: Helga Dóra Magnúsdóttir 11. HK-KA/ÞÓR 31-24 Mörk HK: Aukse Vysniauskaite 6, Arna Sif Páls- dóttir 6, Auður Jónsdóttir 5, Rut Jónsdóttir 4, Tatjana Zukowska 4, Hjördís Rafnsdóttir 3, Marta Björnsdóttir 2, Erna Davíðsdóttir 1. Mörk KA/Þórs: Jurgita Markeviciute 10, Guðrún Guðmundsdóttir 4, Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 2, Auður Ómarsdóttir2, Guðrún Tryggvadóttir 2, Erla Tryggvadóttir 1, Jóhanna Tryggvadóttir 1, Anna Morale 1. FRAM-VALUR 21-29 STAÐAN: VALUR 16 13 0 3 446:369 26 HAUKAR 15 13 0 2 466:391 26 ÍBV 15 12 1 2 390:327 25 STJARNAN 16 11 1 4 422:367 23 FH 15 9 0 6 401:364 18 GRÓTTA 16 6 0 10 370:397 12 HK 16 5 1 10 432:472 11 FRAM 16 3 0 13 384:447 6 VÍKINGUR 15 2 1 12 328:405 5 KA/ÞÓR 16 2 0 14 375:475 4 ÚRSLIT GÆRDAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.