Fréttablaðið - 19.03.2006, Blaðsíða 71
19. mars 2006 SUNNUDAGUR32
Kristinn Bjarnason, Hveragerði, 23
ára. Telur þú að frægðin hafi stig-
ið þér til höfuðs eftir að þú komst
í hóp meðal bestu knattspyrnu-
manna heims?
Nei, ég reyni að láta það ekki
gerast og vona að mér takist það.
Karl Gunnarsson, Reykjavík, 27 ára.
Ég var að velta því fyrir mér hvort
þú hafir einhvern tímann boðið
einhverjum sem á við alvarleg
veikindi ad stríða a völlinn ?
Ég hef nokkrum sinnum boðið
börnum á völlinn. Síðast bauð ég
ungum enskum strák sem var með
alvarlegt krabbamein.
Rúnar Ólafsson, Reykjavík, 30 ára.
Ég er með strák sem er 10 ára og
er rétt núna að fá fótboltadellu.
Hvernig er best að fara að því að
virkja meira áhugann hjá honum?
Fara saman á völlinn er gott
ráð en annars held ég að áhuginn
komi yfirleitt af sjálfu sér. Svo eru
náttúrlega alltaf einhverjir sem
bara hafa ekki áhuga á fótbolta.
Egill Harðarson, Reykjavík, 30 ára
Ef þú mættir velja hvaða leik-
mann sem er til að spila þér við
hlið, hvern myndir þú velja?
Ronaldinho í Barcelona.
Gunnar Gunnarsson, Egilsstöðum.
Veistu til þess að Manchester Unit-
ed hafi reynt að ná í þig eða fylgst
náið með þér? Ef já - hvenær var
það og hvað kom í veg fyrir að þú
færir til United?
Já, ég veit að þeir voru að fylgj-
ast með mér fyrir fjórum árum.
Ken Bates sem átti Chelsea kom í
veg fyrir það. Það er svo ekki víst
að ég hefði viljað fara ef það hefði
komið til.
Atli Sigurðsson, Reykjavík, 16 ára.
Léstu þig detta í fyrri leik ykkar
við Liverpool þegar Alonso fékk
gult spjald í undanúrslitum meist-
aradeildarinnar?
Nei. Hann kom mér úr jafn-
vægi.
Jón Þór Tryggvason, Keflavík, 14 ára.
Hvernig bíla áttu?
Range Rover.
Rafn Gíslason, Reykjavík, 40 ára.
Það fer ekki á milli mála að þú ert
sterkbyggður með mikinn vöðva-
massa. En þú virkar á mynd sem
að þú sért 3-4 kílóum of þungur,
hvað segir þú um það ?
Ég fæ sekt frá Chelsea ef ég er
of þungur. Ég hef ekki verið sekt-
aður enn.
Vala Margrét, Hveragerði, 16 ára.
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn
á Íslandi?
Minn uppáhaldsstaður á Íslandi
er Þingvellir.
Örn Arnarsson, Reykjavík, 35 ára.
Hvað fór í gegnum huga þinn er
þú labbaðir inn á völlinn fyrir
landsleik ykkar á móti Trínidad
og Tóbagó? Er ekki ógerningur að
ná upp stemningu í svoleiðis leik,
svona mitt á milli stórleikjanna
með Chelsea?
Það er það, jú. Það er mjög erf-
itt og þar sem ég var að eignast
barn daginn eftir átti það allan
hug minn þennan dag.
Örn Geir Arnarson, Hafnarfirði, 10
ára. Hver er uppáhaldshjómsveit-
in þín ?
Rolling Stones.
Brynjar Mar Bjarnason, Breiðholti,
16 ára. Hvaða stöðu spilaðirðu i
þinum allra fyrsta leik?
Á miðjunni, með ÍR, minnir
mig.
Jóhannes Jóhannsson, Reykjavík, 21
árs. Eru paparazzi-ljósmyndarar
mikið á eftir þér?
Ekki á eftir mér en það hafa
verið teknar myndir af mér inni í
London af slíkum ljósmyndurum.
Viktor Jónsson, 108 Reykjavík, 13
ára. Hverju mælirðu með fyrir
litla krakka þarna úti sem eiga
sér þann draum að verða atvinnu-
menn í fótbolta??
Æfa eins mikið og hægt er og
hafa bolta með sér hvert sem
maður fer.
Gunnlaugur Jón Ingason, Hafn-
arfirði, 14 ára. Hvernig æfingar
tókstu fyrir þegar þú æfðir þig
aleinn á yngri árum?
Tækniæfingar. Fyrst og fremst
móttökur á bolta, skjóta fast í vegg
og taka boltann niður.
Halldór Björnsson, Grindavík, 23
ára. Með hvaða leikmönnum eyð-
irðu mestum tíma, það er að segja,
af þessum hóp hverjir eru þínir
vinir?
Frank Lampard og John Terry
og svo er Damien Duff líka góður
vinur minn.
Fannar, Reykjavík, 19 ára.
Ég hef löngum velt því fyrir mér
hvaða leikmaður í Chelsea er
skemmtilegastur og hver er leið-
inlegastur?
Skemmtilegastur er Damien
Duff, en það er best að ég haldi því
út af fyrir mig hver er leiðinleg-
astur.
Sigríður, Rvk, 13 ára. Fílarðu Silvíu
Nótt?
Já, mér finnst hún mjög fynd-
in.
Svala Rut, Öxarfirði, 15 ára. Við
hvaða lið finnst þér skemmtileg-
ast að spila? Hver er skemmtileg-
asti leikur sem þú hefur spilað?
Mér finnst skemmtilegast að
spila við Barcelona og skemmti-
legasti leikur sem hef spilað var á
móti Barcelona í fyrra þegar við
unnum 4-2.
Pálína, Íslandi, 15 ára. Ertu fylgj-
andi því að fylla Ísland af álverum
og rústa landinu okkar?
Ég er ekki fylgjandi því að
landinu okkar sé rústað alveg
sama hvað á í hlut.
Hörn Heiðarsdóttir, Reykjavík, 13
ára. Með hvaða liði hélstu í enska
boltanum þegar þú varst lítill?
Tottenham, þegar ég var ungur
og vitlaus!
Hjalti Ómarsson, Reykjavík, 21 árs.
Heldur þú að meiðslin sem þú
máttir þola á þínum yngri árum
hafi haft áhrif á snerpu þína og
haldi stundum aftur af leik þínum
í dag? Hvað telur þú að sé þinn
mesti galli á vellinum?
Já, ég held að þau hafi haft
áhrif á hvernig ég mótaðist sem
knattspyrnumaður.
Mín veikasta hlið er kannski að
skalla.
Brynjar Gunnarsson, Vesturbænum,
17 ára. Hver er besti varnarmað-
urinn í ensku deildinni utan Chel-
sea? Hvaða lið í enska boltanum er
skemmtilegast að vinna?
Jamie Carragher. Skemmtileg-
asta liðið að vinna er Tottenham.
Brynjar Emil Friðriksson, Keflavík,
27 ára. Á hvaða leikvangi finnst
þér besta andrúmsloftið í ensku
úrvalsdeildinni, fyrir utan Stam-
ford Bridge?
Anfield hjá Liverpool. Þar eru
mestu lætin.
Hafsteinn J. Brynjólfsson, Hafnar-
firði, 15 ára. Ef þú endar ferilinn á
Íslandi, hvaða liði hefurðu hugsað
þér að spila með?
Völsungi á Húsavík.
Birgir Rúnar Halldórsson, Hfj, 16 ára.
Hvernig er matseðillinn hjá þér
frá morgni til kvölds? Borðarðu
mikið af nammi og sukki? Notarðu
fæðubótarefni?
Haframjöl á morgnana. Kjúkl-
ingur og pasta í hádegi. Yfirleitt
einhverskonar prótin á kvöldin
hvort sem það er fiskur, kjúkling-
ur eða kjöt. Borða nánast aldrei
nammi. Tek lýsi en ekki fæðu-
bótarefni.
Svanur Páll, Vestmannaeyjum, 9 ára.
Hver var uppáhaldsleikmaðurinn
þinn í enska boltanum þegar þú
varst yngri?
Eric Cantona, Manchester Unit-
ed.
Hrund Heimisdóttir, 200 Kópavogur,
13 ára. Er ekki erfitt að vera fót-
boltamaður? Sérðu fjölskylduna
sjaldan?
Ég er svoldið mikið í burtu og
mikið á hótelum en á móti kemur
stuttur vinnudagur yfirleitt. Og
þegar ég er í London hef ég góðan
tíma með fjölskyldunni inni á
milli.
Viktor, Reykjavík, 12 ára. Mestu
mistök í leik?
Klúðraði víti í landsleik þegar
ég átti möguleika á gera þrennu.
Arnar Ægisson, Hafnarfirði, 29 ára.
Hvað ertu með í forgjöf í golfi?
Ég er með 18 og ég spila bara
golf í góðu veðri.
Róbert Þórhallsson, Reykjavík,
25 ára. Hvaða liðsfélaga þínum
finnst/fannst þér skemmtilegast
að leika með?
Jimmy Floyd Hasselbaink er
enn í uppáhaldi.
Guðlaugur Karlsson, Reykjavík,
25 ára. Þegar þú ferð á Bæjarins
bestu og færð þér pylsu, hvað
lætur þú setja á hana og hvað
færð þú þér margar?
Ég borða mjög sjaldan pylsur,
en ég myndi fá mér með öllu nema
hráum og bara eina. Í mesta lagi
tvær.
Gunnlaugur Karlsson, Njarðvík, 25
ára. Hver besti leikmaðurinn sem
þú hefur mætt í ensku úrvals-
deildinni?
Patrick Vieira.
Rúnar Ágúst Svavarsson, Seltjarnar-
nesi, 24 ára.
Hver finnst þér vera besti bjór í
heimi?
Grolsch er í uppáhaldi.
Haukur Elvar Hafsteinsson, Reykja-
vík, 21 ára. Mig langar að spyrja
hvernig maður Mourinho er?
Flengir hann ykkur ef þið spil-
ið illa og er einhver sérstakur
sem er í uppáhaldi hjá honum að
flengja?
Hann flengir engan en lætur
menn heyra það og Carvalho fær
oft að heyra mest.
Konráð Jónas, Reykjavík, 25 ára.
Færðu þér strípur í ljósu lokkana?
Hvort finnst þér ljósabekkir eða
Ætla að spila með
Völsungi á Húsavík ef ég
enda ferilinn á Íslandi
Íþróttamaður ársins, Eiður Smári Guðjohnsen, svarar í dag spurningum
lesenda Fréttablaðsins og Vísis. Margt áhugavert kemur fram í viðtalinu og
nægir þar að nefna að Eiður útilokar ekki að feta í fótspor föður síns og afa
og spila með Völsungi. Eiður játar að hann hafi gaman af Silvíu Nótt og svo
upplýsir hann að Ricardo Carvalho fái oft að heyra það frá Jose Mourinho.
HRIFINN AF RONALDINHO Eiður Smári segist myndu spila með Ronaldinho sér við hlið ef
hann mætti velja sér einn draumafélaga. Þeir sjást hér bítast um boltann í leik Barcelona
og Chelsea á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
FRÁ CHELSEA TIL VÖLSUNGS? Eiður Smári Guðjohnsen segir í viðtali við lesendur Frétta-
blaðsins og Vísis að hann muni enda ferilinn með Völsungi á Húsavík fari svo að hann
spili aftur á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES