Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 8

Fréttablaðið - 19.03.2006, Page 8
 19. mars 2006 SUNNUDAGUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI BRETLAND, AP Fjórir mannanna sex sem urðu alvarlega veikir við prófun lyfja á fólki á Englandi á mánudag komust til meðvitundar á föstudag. Tveir þeirra eru þó enn taldir í lífshættu. Mennirnir voru í hópi fólks sem bandarískt lyfjafyrirtæki prófaði lyf á. Lyfið var ætlað til lækninga við sjúkdómum svo sem hvítblæði, og fór prófið fram á Northwick Park-spítalanum í London. Afar óvenjulegt er að fólk sýni svo sterk viðbrögð við lyfjum sem verið er að prófa og er þetta eitt alvarlegasta tilfellið sem komið hefur upp. - smk Lyfjahneykslið í Bretlandi: Tveir eru í lífshættu NORTHWICK PARK SJÚKRAHÚSIÐ Sex menn veiktust alvarlega á Northwick Park-sjúkra- húsinu í síðustu viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GAZA-BORG, AP Fatah-samtökin til- kynntu á föstudag að þau myndu ekki sitja í nýrri ríkisstjórn með Hamas-hreyfingunni í Palestínu. Meðlimir Hamas munu því sitja einir í stjórn og er líklegt að þessi ákvörðun Fatah torveldi mjög allar ákvörðunartökur nýrrar stjórnar. Hamas-hreyfingin, sem Evrópusambandið, Bandaríkin og Ísrael skilgreina sem hryðju- verkasamtök, vann meirihluta- sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í janúar en hefur átt í erfiðleikum með að fá aðra flokka með sér í stjórn. Hungursneyð gæti verið yfirvofandi í landinu, geri alþjóðavöld alvöru úr þeim hótunum að skera á matar- og fjárgjafir til landsins þegar Hamas tekur völdin. Lokið var við að skipa í ráðherraembættin í gær og sagðist Ismail Haniyeh, forsætisráðherraefni samtak- anna, þess fullviss að Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnarinn- ar, myndi samþykkja listann í dag. Leiðtogar Hamas-hreyfingar- innar hafa neitað að viðurkenna tilverurétt Ísraels og að afneita ofbeldi. Þó lýsti verðandi forsæt- isráherra Palestínu, Ismail Haniyeh, því yfir á fimmtudag að friður gæti komist á, samþykktu Ísraelsmenn þau landamæri sem Hamas krefst fyrir hönd Palest- ínu. Talsmenn Ísraelsstjórnar hafa sagt þvert nei við þeim skil- málum. - smk Stjórnarmyndun gengur enn treglega í Palestínu: Fatah verður í stjórnarandstöðu ÞVERRANDI MATARBIRGÐIR Palestínsk kona gengur framhjá matargjöfum frá Evrópu og Bandaríkjunum. Líklegt þykir að hungur verði almennt þar í landi þegar Hamas tekur við völdum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEW YORK, AP Írar héldu upp á dag heilags Patreks á föstudag, þar á meðal í New York þar sem sam- kynhneigðir eru býsna ósáttir við skipuleggjendur hátíðargöngu Íra. Sextán ár í röð hefur samkyn- hneigðum verið bannað að taka þátt í göngunni, en það sem sér- staklega fór fyrir brjóstið á full- trúum samkynhneigðra í ár var ummæli sem höfð voru eftir John Dunleavy, formanni skipulags- nefndar göngunnar, í írska dag- blaðinu The Irish Times. Hann líkti samkynhneigðum við nasista og liðsmenn Ku Klux Klan. „Ef ísraelskur hópur vill fara í skrúðgöngu í New York, ætti þá að leyfa nýnasistum að ganga með? Ef afrískir Bandaríkjamenn efna til göngu í Harlem, verða þeir þá að leyfa Ku Klux Klan að vera með í göngunni?“ spurði Dunleavy í blaðaviðtali. „Ég held að þetta sé ekki svara vert,“ sagði Christine Quinn, for- seti borgarstjórnar í New York, sem lengi vel vonaðist til þess að ná mætti málamiðlun í ár um að samkynhneigðir mættu taka þátt í göngunni, en hún er fyrsti for- seti borgarstjórnarinnar sem opinskátt viðurkennir samkyn- hneigð. - gb GRÆNN BJÓR Degi írska þjóðardýrlingsins heilags Patreks fylgja ýmsir skemmtilegir siðir. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hátíðahöld í New York vegna dags heilags Patreks: Samkynhneigðir reiðir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.