Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 13

Fréttablaðið - 15.04.2006, Page 13
og kunningjum, gömlum skólafé- lögum, kennurum eða jafnvel leigubílstjórum sem einhvern tím- ann hafa skutlað viðkomandi bæjarleið. Og ég sem hélt að rannsóknar- blaðamennska fælist í því að fletta ofan af spillingu og svínaríi frem- ur en að níðast á sjúklingum og aðstandendum þeirra. ■ MIÐVIKUDAGUR, 12. APRÍL Hómósexúelt samkvæmi Í kvöld var matarboð hjá Rögnu Sigrúnu. Matarboðin hennar eru mér sérstakt tilhlökkunarefni því að hún ber fram rétt sem hún segir að heiti „smásteik“ og fer elda- mennskan fram samkvæmt æva- fornri uppskrift úr Þingeyjar- sýslu. Þetta var dásamleg veisla. Ég borðaði þangað til ég stóð á blístri og þá kom eftirrétturinn búinn til úr hindberjum og rjóma. Í þessu samkvæmi hitti ég tvo gáfumenn sem mér fer miklu betur að hlusta á en tala við; það voru þeir Skúli Norðdahl arkítekt og Pétur Gunnarsson rithöfundur. Pétur sagði að þetta væri hómó- sexúelt samkvæmi, eða samkyn- hneigt, af því að konurnar nenntu ekki að hanga yfir okkur og settust saman í hóp og ræddu um daginn og veginn með miklum hlátrasköll- um en við drengirnir hímdum saman og ræddum yfirvofandi endalok íslenskrar menningar af eins miklum alvöruþunga og smá- steikin leyfði. Að lokum leysti húsfreyjan mig út með gjöf. Það var bók sem heit- ir „Orðin“ eftir franska meinhorn- ið og heimspekinginn Jean-Paul Sartre. Eftir að ég kom heim fór ég að blaða í bókinni. Satt að segja hef ég aldrei verið snókinn fyrir Sartre, mér varð nefnilega bumb- ult af honum einu sinni fyrir æva- löngu þegar ég var narraður til að brjótast í gegnum þykkan doðrant eftir hann sem heitir L‘Etre et le néant, en það þýðir á íslensku „Vera og óvera“, eins og það er nú aðlaðandi titill. Nema hvað, sem ég er að fletta skræðunni rekst ég á þessa setn- ingu: „Enn í dag les ég frekar „Svörtu seríuna“ en Wittgenstein.“ Ég hef greinilega vanmetið Jean-Paul. ■ SKÍRDAGUR, FIMMTUDAGUR, 13. Fjármál og hrossamál Það lítur út fyrir að Prodi hafi unnið kosningarnar á Ítalíu. Það munar samt ekki nema um 25 þús- und atkvæðum þegar 46 milljón atkvæðaseðlar hafa verið taldir. Berlusconi harðneitar að viður- kenna ósigur og lætur að því liggja að 38.500 kjörseðlar hafi „glat- ast“. Nú vantar ekkert nema lipran mann eins og Jeb Bush til að sjá um endurtalningu. Fór í Reiðhöllina að sjá heims- frægan tamningamann, Monty Roberts. Flinkur maður, Monty, og best gæti ég trúað að hann sé næstum því jafn- glúrinn og Reynir Aðalsteinsson að skilja hrossamál. En Monty er meiri markaðsmaður en Reyn- ir. Þegar búið var að tilkynna 17 sinnum í hátalarakerfinu að maður gæti keypt af honum bæði sérstaka múla og dvd- myndir um hvernig ætti að nota þá hætti ég að telja. Monty er greinilega tví- tyngdur og jafnvígur á fjár- mál sem hrossamál. Fjármál, mannamál og hrossamál LAUGARDAGUR 15. apríl 2006 13 Beint leiguflugKrít 53.900 kr.Verð frá: Helios Porto Platanias Fallegt 4ra stjörnu hótel með fyrsta flokks þjónustu og góðum mat (1/2 fæði innifalið). Hótelið stendur við ströndina í Platanias í göngufæri við veitingastaði, verslanir og bari. Loftkæld herbergi, sundlaug, barir og veitingastaðir. Íbúðahótelið Helios er með fallegum og rúmgóðum íbúðum, sundlaug, barnalaug og snakkbar. Örstutt á strönd og verslanir og veitingastaðir í næsta nágrenni. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð m/1 svefnherbergi í 7 nætur 26. júní 69.900 kr.Verð frá: á mann í tvíbýli með 1/2 fæði í 7 nætur 5. júní Tyrkland, Portúgal, Mallorca - Viðbótaríbúðir: Stórar og glæsilegar íbúðir með 2 svefnherb. Sjá augl. í Morgunblaðinu á páskadag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 22 30 04 /2 00 6 Vikulegt flug í allt sumar Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡singum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 Sérstak t tilboð sverð í allar b rottfar ir í júni * * *Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.