Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 13
og kunningjum, gömlum skólafé- lögum, kennurum eða jafnvel leigubílstjórum sem einhvern tím- ann hafa skutlað viðkomandi bæjarleið. Og ég sem hélt að rannsóknar- blaðamennska fælist í því að fletta ofan af spillingu og svínaríi frem- ur en að níðast á sjúklingum og aðstandendum þeirra. ■ MIÐVIKUDAGUR, 12. APRÍL Hómósexúelt samkvæmi Í kvöld var matarboð hjá Rögnu Sigrúnu. Matarboðin hennar eru mér sérstakt tilhlökkunarefni því að hún ber fram rétt sem hún segir að heiti „smásteik“ og fer elda- mennskan fram samkvæmt æva- fornri uppskrift úr Þingeyjar- sýslu. Þetta var dásamleg veisla. Ég borðaði þangað til ég stóð á blístri og þá kom eftirrétturinn búinn til úr hindberjum og rjóma. Í þessu samkvæmi hitti ég tvo gáfumenn sem mér fer miklu betur að hlusta á en tala við; það voru þeir Skúli Norðdahl arkítekt og Pétur Gunnarsson rithöfundur. Pétur sagði að þetta væri hómó- sexúelt samkvæmi, eða samkyn- hneigt, af því að konurnar nenntu ekki að hanga yfir okkur og settust saman í hóp og ræddu um daginn og veginn með miklum hlátrasköll- um en við drengirnir hímdum saman og ræddum yfirvofandi endalok íslenskrar menningar af eins miklum alvöruþunga og smá- steikin leyfði. Að lokum leysti húsfreyjan mig út með gjöf. Það var bók sem heit- ir „Orðin“ eftir franska meinhorn- ið og heimspekinginn Jean-Paul Sartre. Eftir að ég kom heim fór ég að blaða í bókinni. Satt að segja hef ég aldrei verið snókinn fyrir Sartre, mér varð nefnilega bumb- ult af honum einu sinni fyrir æva- löngu þegar ég var narraður til að brjótast í gegnum þykkan doðrant eftir hann sem heitir L‘Etre et le néant, en það þýðir á íslensku „Vera og óvera“, eins og það er nú aðlaðandi titill. Nema hvað, sem ég er að fletta skræðunni rekst ég á þessa setn- ingu: „Enn í dag les ég frekar „Svörtu seríuna“ en Wittgenstein.“ Ég hef greinilega vanmetið Jean-Paul. ■ SKÍRDAGUR, FIMMTUDAGUR, 13. Fjármál og hrossamál Það lítur út fyrir að Prodi hafi unnið kosningarnar á Ítalíu. Það munar samt ekki nema um 25 þús- und atkvæðum þegar 46 milljón atkvæðaseðlar hafa verið taldir. Berlusconi harðneitar að viður- kenna ósigur og lætur að því liggja að 38.500 kjörseðlar hafi „glat- ast“. Nú vantar ekkert nema lipran mann eins og Jeb Bush til að sjá um endurtalningu. Fór í Reiðhöllina að sjá heims- frægan tamningamann, Monty Roberts. Flinkur maður, Monty, og best gæti ég trúað að hann sé næstum því jafn- glúrinn og Reynir Aðalsteinsson að skilja hrossamál. En Monty er meiri markaðsmaður en Reyn- ir. Þegar búið var að tilkynna 17 sinnum í hátalarakerfinu að maður gæti keypt af honum bæði sérstaka múla og dvd- myndir um hvernig ætti að nota þá hætti ég að telja. Monty er greinilega tví- tyngdur og jafnvígur á fjár- mál sem hrossamál. Fjármál, mannamál og hrossamál LAUGARDAGUR 15. apríl 2006 13 Beint leiguflugKrít 53.900 kr.Verð frá: Helios Porto Platanias Fallegt 4ra stjörnu hótel með fyrsta flokks þjónustu og góðum mat (1/2 fæði innifalið). Hótelið stendur við ströndina í Platanias í göngufæri við veitingastaði, verslanir og bari. Loftkæld herbergi, sundlaug, barir og veitingastaðir. Íbúðahótelið Helios er með fallegum og rúmgóðum íbúðum, sundlaug, barnalaug og snakkbar. Örstutt á strönd og verslanir og veitingastaðir í næsta nágrenni. á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 2-11 ára í íbúð m/1 svefnherbergi í 7 nætur 26. júní 69.900 kr.Verð frá: á mann í tvíbýli með 1/2 fæði í 7 nætur 5. júní Tyrkland, Portúgal, Mallorca - Viðbótaríbúðir: Stórar og glæsilegar íbúðir með 2 svefnherb. Sjá augl. í Morgunblaðinu á páskadag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 22 30 04 /2 00 6 Vikulegt flug í allt sumar Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡singum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 Sérstak t tilboð sverð í allar b rottfar ir í júni * * *Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.