Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 33

Fréttablaðið - 15.04.2006, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 15. apríl 2006 3 Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 Toyo All Terrain 33x12,5 R15 13.895,- stgr. Toyo Mud Terrain 38x14,5 R16 31.950,- stgr. Kynningarverð Seltjarnarnesi Klár í páskatúrinn ? Toyo jeppadekk, margar stærðir Kynningarverð Gerið gæða og verðsamanburð 33” 38” KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Bestu dekkin í USA 8 ár í röð Tire Review Magazine Sjóvá hefur breytt hinni svo- nefndu framrúðutryggingu í bíl- rúðutryggingu þannig að allar rúður ökutækis verða tryggðar. Hér er um algera nýjung að ræða á Íslandi. Í áratugi hefur aðeins verið í boði framrúðutrygg- ing sem bætir ekki tjón á öðrum rúðum ökutækis en framrúðunni. Kaskótryggingar geta bætt slík tjón en oftast nemur það ekki kostnaðinum við eigin áhættu við- skiptavinarins. Hefur þetta verið sérstaklega hvimleitt þegar um innbrot í bifreiðar er að ræða þar sem hliðarrúða hefur verið brotin. Árlega lenda í það minnsta 10 þúsund bifreiðaeigendur í því að rúða í bifreið þeirra brotnar. Þetta er því mikið hagsmunamál fyrir bifreiðaeigendur. Allar rúður tryggðar Framrúðutryggingu hefur verið breytt þannig að hún nær til allra rúðna bifreiða. Sjö manna CX-9 verður stóri bróðir CX-7. Bílaframleiðandinn Mazda hefur tilkynnt að nýr jeppi, Mazda CX-9, verði sýndur í fyrsta skipti á alþjóð- legu bílasýningunni í New York um miðjan apríl. CX-9 er sjö manna jeppi, nokkurs konar stóri bróðir Mazda CX-7 sem var kynntur fyrr á árinu í Detroit. Mazda CX-9 er rennilegur og sportlegur og ljóst að hann verður áhugaverður kostur fyrir þá sem vilja bæði spennandi útlit og þá hag- kvæmni sem fylgir sjö manna jeppa. Öflug 3,5 lítra, sex strokka vél verð- ur í CX-9 og lúxus- innrétting sér til þess að ökumanni og farþegum líði sem best í akstri. CX-9 er hannaður fyrir Ameríku- markað og mun koma á markað vestanhafs snemma árs 2007. Nýr Mazda jeppi Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Fyrir rétt tæpu ári, eftir páska- ferð, rúllaði ég jeppanum mínum inn í skúr og ætlaði mér tvo mánuði í að gefa honum smá and- litslyftingu. Ári seinna sér loks fyrir endann á því sem er orðin ein umfangsmesta lýtaaðgerð sem ég hef komið nálægt. Fyrir utan að færa hásingu, skipta blaðfjöðrum út fyrir loft- púða og setja hann á stærri dekk en áður datt mér í hug að ryð- bæta og sprauta yfirbygginguna og skipta út stólum og klæðningu inni í bílnum líka. Auðvitað þurfti ég svo að hlaða í hann aukahlut- um, bæði að innan og utan. Þetta hljómar ekki sérlega tímafrekt en ég er loksins farinn að skilja alla sem fórnuðu hönd- um þegar ég útskýrði nákvæm- lega hvað ég ætlaði að gera við þennan nítján ára gamla bíl. Fyrir utan að hafa étið upp um þriðjung af launum mínum síð- asta árið hefur bíllinn dugað mér, ásamt fjölskyldu og vinum, í vinnustundir sem eru orðnar fleiri en ég kæri mig um að telja. Þeir sem næst mér standa hafa orðið fyrir barðinu á alls konar relli og greiðabónum, auk þess að þurfa að hlusta á mig í tíma og ótíma blaðra af innlifun um hrúgu af gömlu blikki sem stendur nýsprautuð á bílskúrs- gólfinu. Mig grunar reyndar að sumir hafi lagt hönd á plóg til þess eins að klára dæmið svo þeir þurfi ekki lengur að hlusta á sögur úr skúrnum. Þó að við séum alltaf að rek- ast á nýjar hindranir, og ég viti í raun ekkert hvað við erum að gera, hafa síðustu mánuðir í skúrnum verið ótrúlega gefandi og ánægjulegir. Með gott fólk til beggja handa hef ég tekið þátt í að búa til eitthvað sem mig hefur alltaf langað í; ferðajeppa sem er sniðinn að óskum mínum og ferðafélaga minna. Og hvað getur verið skemmtilegra en að skapa eitthvað með vinum sínum? Í vikunni sem er að líða voru númerin loksins skrúfuð á grip- inn og honum hleypt út undir bert loft. Ég ímynda mér að til- finningin hafi verið lítið sýnis- horn af því sem feður finna fyrir þegar þeir líta frumburðinn augum. Auðvitað er ekki hægt að líkja bíldruslu við kraftaverk lífsins, en ég er nægjusamur með eindæmum og á meðan þú ert að lesa þetta er ég á fjöllum, útblásinn af stolti yfir frumburð- inum. Enda er hann stór og hraustur, 467 sentimetrar og 9.400 merkur. Bílskúrsdrama - 2. hluti Nú er hægt að tryggja fleira en framrúðuna. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI ������������������������������ ��������������� ������������������� ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� ������������� ��� � � � � ���� ��� � ��� �� � � �� ���������� � ���� ��� � � �������������� ������� ���������� ���� � �� � �� � � � � � � �� � � � � � � � � � � ��� �� �� � � � ������� �� ��� � � �� ��� ��� �� � � ��� �� � � � � �� � � � �� � � � � �� �� � � �� � � ������������������������������ ��������������� ������������������� ������������������������������ �������������� ������� ���������� ���� � � � �� � � �������� � � � � � � � � � � �� �� � ��� � ������ ���� � � � ������� �� ��� � � �� ��� ��� �� � � � �������� � � � � �� �� �� ���� �� � � ������� ������ � � �� ��� ���
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.