Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.04.2006, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 19.04.2006, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 19. apríl 2006 3 Það vita allir að áfengi og akstur fara ekki saman. Eða hvað? Dauð- leiður á klúðrinu í Miðausturlönd- um hefur Bush Bandaríkjaforseti beðið bandaríska þingið um 22 prósenta hækkun á fjárlögum til þróunar á vænlegum arftökum olíu, þar með talið etanóli. Ætlunin er að innan sex ára verði á boðstólnum samkeppnis- hæft eldsneyti sem verður að mestu leyti vínandi. Hugmyndin er ekki ný af nálinni og þessi teg- und eldsneytis er kölluð E85 vegna blöndunarhlutfallsins, 85 hluta retanóls á móti 15 hlutum af bensíni. Þar sem etanól er ekki eins rokgjarnt og bensín er bland- an nauðsynleg til að ræsa mótora og fyrir lausagang. Dísilvélar geta reyndar gengið á E95 sem er aðeins fimm hlutar bensíns. E85 ku þegar vera notað í Bras- ilíu og í Bandaríkjunum hafa 5 milljónir bíla, sem geta nýtt bæði hefðbundið eldsneyti og E85, verið framleiddar. Nokkrar bens- ínstöðvar þar í landi bjóða þetta nýja eldsneyti á sama verði og bensín, eða rúmar 40 krónur lítr- ann, en vonast er til að verðið lækki umtalsvert í kjölfar aðgerð- anna sem Bush hefur mælt fyrir. Stærsti kosturinn við E85, fyrir utan að vera næstum því hæft til drykkjar, er að hægt er að nota það sem til fellur í til dæmis sykur- og kornrækt. Stærsti ókosturinn er hins vegar sá að það er ekki eins orkuríkt og hefð- bundið eldsneyti og því eykst eyðslan. Nánar má fræðast um E85 á vefslóðinni www.e85fuel.com. Áfengisandi leysir bensín af hólmi Orðin „fyll‘ann“ öðlast nýja merkingu. Nýr Chevrolet Avalanche er einn þeirra bíla sem geta gengið á E85. Bílvélar eru knúnar áfram með sprengingum. Frá hverri spreng- ingu kemur hávaði og þegar venjuleg bílvél sprengir 4-6.000 sinnum á mínútu í venjulegum akstri er ljóst að það er ærið verkefni að dempa allan hávað- ann. Hljóð ferðast í bylgjum eins og flestir vita og út frá því ein- falda atriði eru hljóðkútar smíð- aðir. Hönnun þeirra er þó allt annað en einföld því það krefst jafnmikillar nákvæmni að smíða vel heppnaðan hljóðkút og að fín- stilla hljóðfæri, enda ekki svo fjarskyld viðfangsefni ef grannt er skoðað. Í grunninn eru ein- faldir hljóðkútar samsettir úr kút og tveimur rörum. Ytra byrði kútsins er þrefalt og innsta lagið sér um að taka við hluta af höggbylgjunum sem koma úr púströrinu. Í kútnum eru þrjú hólf og rörið frá vélinni liggur í gegnum þau tvö fyrri og inn í aftasta hólfið. Á milli þess og miðhólfsins er gat, og svo annað yfir í fremsta hólfið. Hljóðið og höggbylgjurnar losna því úr rörinu í aftasta hólf- inu, troðast yfir í miðhólfið og áfram í fremsta hólfið í gegnum götin. Á leiðinni brotna bylgjurn- ar á veggjunum og til verður margvíslegt endurkast. Úr fremsta hólfinu endurkastast þær aftur inn í miðhólfið, á móti þeim sem eftir koma, og þar ger- ist nokkuð merkilegt: Bylgjurn- ar vinna hvor á móti annarri og dempa hvor aðra niður. Þetta kann að virðast skáldskapur einn en með einfaldri samlíkingu má gera sér í hugarlund hvernig þetta virkar: Við dælum lofti í blöðru sem liggur á gólfi. Hún þenst út vegna loftþrýstings inni í blöðrunni. Ef við getum aukið loftþrýstinginn beint ofan á blöðruna, umfram það sem er inni í blöðrunni, ætti hún að fletj- ast út. Þetta er auðvitað mjög erfitt í framkvæmd en einfalt í grundvall- arat- riðum. Það sama á við um hljóðkúta. Þess- vegna heyrist einhver hávaði frá öllum bílum. Aftur að hljóðkútnum. Úr miðhólfinu liggur annað rör sem fer aftur úr kútnum og flytur loftþrýsting og brennslugufur í gegnum pústkerfið. Þar sem rörin liggja hlið við hlið í mið- hólfi kútsins eru þau alsett litl- um götum sem sjá um að flytja gufurnar á milli en líka að brjóta hljóðið upp í smærri bylgjur sem margar rekast hvor á aðra og jafnast þannig út. Af öllu þessu má sjá að það er algjört lykilat- riði að allar lengdir, mál og stað- setningar hafa mikið um það að segja hversu áhrifaríkur hljóð- kútur er. Hljóðkútar byggja á hljóð- fræði og eru mikil völundarsmíð. HVAÐ ER... HLJÓÐKÚTUR? Daewoo lyftarar Partur-Spyrnan-Lyftarar • Eldshöfða 10 • 110 Reykjavík • Sími: 585-2500 • Fax: 567-9557 Gæði á góðu verði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.