Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 82

Fréttablaðið - 23.04.2006, Page 82
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR38 FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher setti nýtt met í gær þegar hann náði ráspólnum í tíma- töku fyrir kappaksturinn í San Marino sem fram fer í hádeginu í dag. Enginn ökumaður í sögu For- múlu 1 hefur oftar verið á ráspól en Schumacher en hann hefur 66 sinnum sigrað í tímatökum. Með því að ná besta tímanum á Imola- brautinni í gær sló hann tólf ára gamalt met Ayrtons Senna. Það var vel við hæfi að Schu- macher næði þessum áfanga á Imola sem er heimavöllur Ferari. Senna er einn allra besti ökumaður allra tíma en hann lést á brautinni árið 1994. Jenson Button og Rubens Barri- chello, ökumenn Honda, höfnuðu í öðru og þriðja sæti í tímatökunni í gær. Felipe Massa varð fjórði, heims- meistarinn Fernando Alonso fimmti og Ralf Schumacher sjötti. - egm Kappaksturinn í San Marino: Schumacher setti nýtt met NÝTT MET Schumacher hefur 66 sinnum verið á ráspól. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Alan Shearer hefur spilað sinn síðasta leik sem atvinnumað- ur en tímabilinu er lokið hjá honum vegna meiðsla. „Það er svekkjandi að hætta svona en ég sé ekki eftir neinu, ég hef átt frá- bæran feril,“ sagði Shearer sem skoraði sitt síðasta mark gegn Sunderland úr vítaspyrnu um síð- ustu helgi. Hann er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvals- deildarinnar með 260 mörk en Andy Cole kemur honum næstur með 184. „Draumur minn sem patti var að leika fyrir Newcastle og skora mörk á St. James‘ Park. Það skipt- ir ekki öllu að ég hafi ekki unnið titil með félaginu þar sem ég gerði þetta á minn hátt og upplifði drauminn. Að spila fyrir klúbbinn sinn er manni allt,“ sagði Shearer sem skoraði 379 mörk í 733 leikj- um á átján ára ferli sínum fyrir Southampton, Blackburn og New- castle. „Þetta eru endalokin en ég á magnaðar minningar eftir. Að ég muni ekki spila síðustu þrjá leikina er svekkjandi en ég kvarta ekki. Hvernig gæti ég það?“ sagði þessi magnaða markaskorari. - hþh Alan Shearer: Ánægður með ferilinn ALAN SHEARER Goðsögn í lifanda lífi hjá Newcastle. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það er á brattann að sækja fyrir Valsstúlkur eftir að þær töpuðu fyrri leiknum gegn Constanta í Rúmeníu með tólf marka mun, 25-37. Þetta er undan- úrslitaviðureign í Áskorenda- keppni Evrópu og því ekki annað hægt að segja en árangur Vals sé frábær og biðja stelpurnar um stuðning frá áhorfendum í kvöld en fjölmörg fyrirtæki tóku höndum saman og verður ókeypis á leikinn. „Það er erfitt að hafa tólf marka tap á bakinu eftir fyrri leikinn en ég held að með góðum stuðningi áhorfenda þá sé allt hægt. Við stefnum fyrst og fremst að því að vinna leikinn í kvöld og svo er bara að sjá hve langt við komumst á því. Það er ekki sniðugt að fara í leik og setja stefnuna á að vinna með þrett- án mörkum, ef staðan er jákvæð í hálfleik þá er kannski hægt að setja sér önnur markmið,“ sagði Berglind Hansdóttir, markvörður Vals, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta lið er mjög sterkt og með góða leikmenn í sínum röðum. Þær hafa mjög sterka skyttu og góða miðjumenn, svo eru markverðirnir mjög góðir. Við spiluðum mjög lélega vörn í byrjun fyrri leiksins og gerðum klaufaleg mistök í sókn- inni sem gerði það að verkum að þær fengu auðveld mörk úr hraða- upphlaupum. Það gerði gæfumun- inn fyrir þær,“ sagði Berglind en hún segir að allt geti gerst í kvöld ef liðið fær góðan stuðning frá áhorfendum. Rúmenska liðið var með 21-8 forystu í hálfleik í fyrri leiknum en Valsliðið fór illa að ráðum sínum og misnotaði til að mynda sjö vítaköst. Allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og er vonandi að það nái að byggja ofan á það í leiknum í kvöld. „Það hefur verið í einu orði sagt frábært að taka þátt í þessari keppni. Þvílík upplifun og gríðar- leg reynsla sem við fáum út úr þessu. Við hvetjum alla til að mæta í Laugardalshöllina en það verður rosalega flott umgjörð, tónlistar- atriði og ýmislegt fleira,“ sagði Berglind. Ef Valsstúlkur ná að vinna upp þessa forystu rúmenska liðsins komast þær í úrslitin sem væri besti árangur íslensks félags- liðs frá upphafi. elvar@frettabladid.is Allt hægt með góðum stuðningi frá áhorfendum Kvennalið Vals leikur í kvöld klukkan 20 við rúmenska liðið Constanta í Laugardalshöllinni. Þetta er síðari viðureign liðanna í Áskorendakeppninni. BERGLIND HANSDÓTTIR Varði sextán skot í fyrri leiknum. Hér freistar hún þess að verja vítakast. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Argentínski varnarmað- urinn Gabriel Heinze er kominn af stað aftur en hann lék í meira en klukkutíma fyrir varalið Manchester United sem vann varalið Aston Villa 1-0 í gær. Heinze er 28 ára og hefur ekkert spilað síðan í september þegar hann sleit krossbönd í hné gegn Villareal í Meistaradeildinni. Heinze var einn besti leikmaður United á síðasta tímabili og hefur hans verið saknað í vinstri bak- verðinum í vetur. Hann lék feiki- lega vel í gær, átti margar hörku- tæklingar og bjargaði einu sinni á marklínu. Kieran Richardson og Quinton Fortune spiluðu einnig í leiknum en þeir hafa átt við meiðsli að stríða. - egm Manchester United: Heinze spilaði í klukkutíma KOMINN Í GANG Hér má sjá Heinze í leikn- um í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Undanúrslitin í A-deild deildabikars karla hefjast í dag þegar Íslandsmeistarar FH mæta 1. deildarliðinu Þór frá Akureyri. Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópa- vogi kl. 17.00 í dag en honum var flýtt þar sem FH-ingar fara til Fær- eyja um næstu helgi og mæta þar B36 í leik um Atlantic- bikarinn. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á fimmtudag, en þar mætast Keflavík og ÍBV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram mánudaginn 1. maí og verður háður á Stjörnuvelli. - egm Undanúrslit deildabikarsins: FH og Þór mætast í dag

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.