Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 82

Fréttablaðið - 23.04.2006, Síða 82
 23. apríl 2006 SUNNUDAGUR38 FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher setti nýtt met í gær þegar hann náði ráspólnum í tíma- töku fyrir kappaksturinn í San Marino sem fram fer í hádeginu í dag. Enginn ökumaður í sögu For- múlu 1 hefur oftar verið á ráspól en Schumacher en hann hefur 66 sinnum sigrað í tímatökum. Með því að ná besta tímanum á Imola- brautinni í gær sló hann tólf ára gamalt met Ayrtons Senna. Það var vel við hæfi að Schu- macher næði þessum áfanga á Imola sem er heimavöllur Ferari. Senna er einn allra besti ökumaður allra tíma en hann lést á brautinni árið 1994. Jenson Button og Rubens Barri- chello, ökumenn Honda, höfnuðu í öðru og þriðja sæti í tímatökunni í gær. Felipe Massa varð fjórði, heims- meistarinn Fernando Alonso fimmti og Ralf Schumacher sjötti. - egm Kappaksturinn í San Marino: Schumacher setti nýtt met NÝTT MET Schumacher hefur 66 sinnum verið á ráspól. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Alan Shearer hefur spilað sinn síðasta leik sem atvinnumað- ur en tímabilinu er lokið hjá honum vegna meiðsla. „Það er svekkjandi að hætta svona en ég sé ekki eftir neinu, ég hef átt frá- bæran feril,“ sagði Shearer sem skoraði sitt síðasta mark gegn Sunderland úr vítaspyrnu um síð- ustu helgi. Hann er markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvals- deildarinnar með 260 mörk en Andy Cole kemur honum næstur með 184. „Draumur minn sem patti var að leika fyrir Newcastle og skora mörk á St. James‘ Park. Það skipt- ir ekki öllu að ég hafi ekki unnið titil með félaginu þar sem ég gerði þetta á minn hátt og upplifði drauminn. Að spila fyrir klúbbinn sinn er manni allt,“ sagði Shearer sem skoraði 379 mörk í 733 leikj- um á átján ára ferli sínum fyrir Southampton, Blackburn og New- castle. „Þetta eru endalokin en ég á magnaðar minningar eftir. Að ég muni ekki spila síðustu þrjá leikina er svekkjandi en ég kvarta ekki. Hvernig gæti ég það?“ sagði þessi magnaða markaskorari. - hþh Alan Shearer: Ánægður með ferilinn ALAN SHEARER Goðsögn í lifanda lífi hjá Newcastle. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES HANDBOLTI Það er á brattann að sækja fyrir Valsstúlkur eftir að þær töpuðu fyrri leiknum gegn Constanta í Rúmeníu með tólf marka mun, 25-37. Þetta er undan- úrslitaviðureign í Áskorenda- keppni Evrópu og því ekki annað hægt að segja en árangur Vals sé frábær og biðja stelpurnar um stuðning frá áhorfendum í kvöld en fjölmörg fyrirtæki tóku höndum saman og verður ókeypis á leikinn. „Það er erfitt að hafa tólf marka tap á bakinu eftir fyrri leikinn en ég held að með góðum stuðningi áhorfenda þá sé allt hægt. Við stefnum fyrst og fremst að því að vinna leikinn í kvöld og svo er bara að sjá hve langt við komumst á því. Það er ekki sniðugt að fara í leik og setja stefnuna á að vinna með þrett- án mörkum, ef staðan er jákvæð í hálfleik þá er kannski hægt að setja sér önnur markmið,“ sagði Berglind Hansdóttir, markvörður Vals, í samtali við Fréttablaðið. „Þetta lið er mjög sterkt og með góða leikmenn í sínum röðum. Þær hafa mjög sterka skyttu og góða miðjumenn, svo eru markverðirnir mjög góðir. Við spiluðum mjög lélega vörn í byrjun fyrri leiksins og gerðum klaufaleg mistök í sókn- inni sem gerði það að verkum að þær fengu auðveld mörk úr hraða- upphlaupum. Það gerði gæfumun- inn fyrir þær,“ sagði Berglind en hún segir að allt geti gerst í kvöld ef liðið fær góðan stuðning frá áhorfendum. Rúmenska liðið var með 21-8 forystu í hálfleik í fyrri leiknum en Valsliðið fór illa að ráðum sínum og misnotaði til að mynda sjö vítaköst. Allt annað var að sjá til liðsins í seinni hálfleik og er vonandi að það nái að byggja ofan á það í leiknum í kvöld. „Það hefur verið í einu orði sagt frábært að taka þátt í þessari keppni. Þvílík upplifun og gríðar- leg reynsla sem við fáum út úr þessu. Við hvetjum alla til að mæta í Laugardalshöllina en það verður rosalega flott umgjörð, tónlistar- atriði og ýmislegt fleira,“ sagði Berglind. Ef Valsstúlkur ná að vinna upp þessa forystu rúmenska liðsins komast þær í úrslitin sem væri besti árangur íslensks félags- liðs frá upphafi. elvar@frettabladid.is Allt hægt með góðum stuðningi frá áhorfendum Kvennalið Vals leikur í kvöld klukkan 20 við rúmenska liðið Constanta í Laugardalshöllinni. Þetta er síðari viðureign liðanna í Áskorendakeppninni. BERGLIND HANSDÓTTIR Varði sextán skot í fyrri leiknum. Hér freistar hún þess að verja vítakast. FRÉTTABLAÐIÐ FÓTBOLTI Argentínski varnarmað- urinn Gabriel Heinze er kominn af stað aftur en hann lék í meira en klukkutíma fyrir varalið Manchester United sem vann varalið Aston Villa 1-0 í gær. Heinze er 28 ára og hefur ekkert spilað síðan í september þegar hann sleit krossbönd í hné gegn Villareal í Meistaradeildinni. Heinze var einn besti leikmaður United á síðasta tímabili og hefur hans verið saknað í vinstri bak- verðinum í vetur. Hann lék feiki- lega vel í gær, átti margar hörku- tæklingar og bjargaði einu sinni á marklínu. Kieran Richardson og Quinton Fortune spiluðu einnig í leiknum en þeir hafa átt við meiðsli að stríða. - egm Manchester United: Heinze spilaði í klukkutíma KOMINN Í GANG Hér má sjá Heinze í leikn- um í gær. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Undanúrslitin í A-deild deildabikars karla hefjast í dag þegar Íslandsmeistarar FH mæta 1. deildarliðinu Þór frá Akureyri. Leikurinn fer fram í Fífunni í Kópa- vogi kl. 17.00 í dag en honum var flýtt þar sem FH-ingar fara til Fær- eyja um næstu helgi og mæta þar B36 í leik um Atlantic- bikarinn. Síðari undanúrslitaleikurinn fer fram í Egilshöll á fimmtudag, en þar mætast Keflavík og ÍBV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram mánudaginn 1. maí og verður háður á Stjörnuvelli. - egm Undanúrslit deildabikarsins: FH og Þór mætast í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.