Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 4
4 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR
Bandaríkjadalur 77,73 78,11
Sterlingspund 138,4 139,08
Evra 95,79 96,33
Dönsk króna 12,836 12,912
Norsk króna 12,228 12,3
Sænsk króna 10,294 10,354
Japansk jen 0,6629 0,6667
SDR 113,05 113,73
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 21.4.2006
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
Gengisvísitala krónunnar
133,4757
SKOÐANAKÖNNUN Flestir nefna nafn
Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, odd-
vita Sjálfstæðisflokks í Reykja-
vík, þegar spurt er hvern þeir vilja
sem næsta borgarstjóra í Reykja-
vík. 42,1 prósent þeirra sem tóku
afstöðu til spurningarinnar nefndu
nafn hans. Þetta er niðurstaða
nýrrar skoðanakönnunar Frétta-
blaðsins.
Stuðningur við Vilhjálm sem
borgarstjóra eykst aðeins frá síð-
ustu könnun, sem framkvæmd var
25. mars. Þá sögðust 40,5 prósent
þeirra sem afstöðu tóku vilja fá
Vilhjálm sem næsta borgarstjóra.
Stuðningur við Vilhjálm minnk-
ar lítillega meðal karlmanna á
milli kannana, en eykst meðal
kvenna. Nú nefna 44,0 prósent
karla nafn Vilhjálms, en í síðustu
könnun voru það 47,8 prósent
karla. 40,1 prósent kvenna segjast
nú vilja Vilhjálm sem borgar-
stjóra, en í síðustu könnun voru
það 31,6 prósent.
Í könnun blaðsins í mars vildu
flestar konur að Dagur B. Egg-
ertsson yrði næsti borgarstjóri, en
nú er Vilhjálmur með stuðning
bæði flestra karla og kvenna, þótt
litlu muni á stuðningi kvenna við
Vilhjálm og Dag, eða um hálfu
prósentustigi.
Líkt og í könnun blaðsins í mars
nefna næstflestir Dag B. Eggerts-
son, oddvita Samfylkingarinnar í
Reykjavík, sem næsta borgar-
stjóra. 36,8 prósent segjast nú
vilja að Dagur verði næsti borgar-
stjóri, en í síðustu könnun blaðsins
hafði hann stuðning 36,4 prósent
þeirra sem tóku afstöðu. Munur-
inn er einungis 0,4 prósentustig.
Stuðningur karla við Dag eykst
því lítillega. Í síðustu könnun sögð-
ust 31,7 prósent karla vilja Dag
sem borgarstjóra, en nú eru það
34,0 prósent. Stuðningur kvenna
minnkar hins vegar aðeins. 41,9
prósent kvenna sögðust í síðustu
könnun vilja Dag sem næsta borg-
arstjóra, en 39,5 prósent nefna
nafn hans nú.
Þar sem tæp áttatíu prósent
þeirra sem tóku afstöðu í þessari
könnun nefna annaðhvort Vil-
hjálm eða Dag, er mikill munur á
efstu tveimur mönnum og þeim
sem koma þar á eftir.
Í þriðja sæti er Gísli Marteinn
Baldursson, þriðji maður á lista
Sjálfstæðisflokks. 5,0 prósent
nefna hann sem næsta borgar-
stjóra, en hann var í fimmta sæti í
síðustu könnun, þegar 3,5 prósent
nefndu nafn hans. Stuðningur
Gísla Marteins er jafn milli kynja.
Mest var fylgi Gísla Marteins í
könnun Fréttablaðsins í ágúst á
síðasta ári þegar tæp 24 prósent
vildu að hann yrði næsti borgar-
stjóri. Sú könnun var framkvæmd
áður en prófkjör Sjálfstæðis-
flokksins fór fram.
Núverandi borgarstjóri, Stein-
unn Valdís Óskarsdóttir sem skip-
ar annað sæti á lista Samfylking-
arinnar er í fjórða sæti í þessari
könnun og nefna 4,7 prósent nafn
hennar. Í fimmta sæti er Stefán
Jón Hafstein, sem skipar þriðja
sæti á lista Samfylkingar og nefna
2,8 prósent þeirra sem afstöðu
tóku nafn hans.
Ef einungis er litið til þeirra
fimm sem oftast eru nefndir, eru
fulltrúar Sjálfstæðisflokks nefnd-
ir í 47 prósent tilvika, en fulltrúar
Samfylkingar eru nefndir í rúm-
lega 44 prósent tilvika.
Ef reiknaður er stuðningur við
hvern flokk segjast rúm 47 prósent
vilja Sjálfstæðismann sem næsta
borgarstjóra sem er sama hlutfall
og segist myndu kjósa flokkinn,
væri boðað til borgarstjórnarkosn-
inga nú. Rúm 46 prósent nefna
nafn einhvers úr Samfylkingu, en
flokkurinn mældist með tæplega
31 prósent fylgi í könnun Frétta-
blaðsins sem birtist í gær. Stuðn-
ingur við einhvern úr hinum flokk-
unum þremur mælist innan við tvö
prósent á hvern flokk.
Hringt var í 600 Reykvíkinga
laugardaginn 22. apríl og skiptust
svarendur jafnt milli kynja. Spurt
var; Hver vilt þú að verði næsti
borgarstjóri í Reykjavík? 53,5 pró-
sent aðspurðra tóku afstöðu til
spurningarinnar, sem er aðeins
minna en í síðustu könnun, þegar
56,8 prósent tóku afstöðu til þess-
arar spurningar. Mun færri nöfn
voru nú nefnd, eða 13 en 20 nöfn
voru nefnd í síðustu könnun.
svanborg@frettabladid.is
Rúm 40 prósent vilja Vilhjálm
Rúm 42 prósent Reykvíkinga segjast vilja fá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur.
Næstmestan stuðning í borgarstjórastólinn hefur Dagur B. Eggertsson, sem tæp 37 prósent segjast styðja. Í
þriðja sæti er Gísli Marteinn Baldursson en fimm prósent þeirra sem tóku afstöðu nefndu hann.
ÞESSI VORU LÍKA NEFND
Björn Ingi Hrafnsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Svandís Svavarsdóttir
Ólafur F. Magnússon
Júlíus Vífill Ingvarsson
Þórólfur Árnason
Björk Vilhelmsdóttir
BRETLAND Hátíðahöldum í tilefni af
áttræðisafmæli Elísabetar II
Bretadrottningar var fram haldið
um helgina með sýningu á fornbíl-
um fyrir framan Buckinghamhöll
í Lundúnum. Þar gat að líta einn
breskan bíl fyrir hvert æviár
drottningar. Sá elsti var Morris
Oxford Tourer, árgerð 1926, en sá
nýjasti Jaguar XK150, árgerð
2006.
Konungsfjölskyldan safnaðist
annars saman ásamt völdum gest-
um í guðsþjónustu í kapellunni í
Windsor-kastala í gær, en með
henni lauk formlegum hátíðahöld-
um í bili. - aa
Afmæli Bretadrottningar:
Einn bíll fyrir
hvert æviár
LJÓMI LIÐINNAR TÍÐAR Sir Stirling Moss
sýnir hertoganum af Gloucester, frænda
drottningar, Jaguar D-Type kappakstursbíl
sinn af árgerðinni 1954. NORDICPHOTOS/AFP
23,9%
HVER VILT ÞÚ AÐ VERÐI NÆSTI BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK?
29. ágúst ‘05 21. janúar 25. mars 22. apríl
GÍSLI MARTEINN
BALDURSSON
20,8%
18,0%
10,9%
4,3%
2,8%
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
STEINUNN VALDÍS
ÓSKARSDÓTTIR
DAGUR B.
EGGERTSSON
STEFÁN JÓN
HAFSTEIN
Partí í Firðinum Hafnfirðingar voru
í meira lagi veisluglaðir aðfararnótt
sunnudags og var lögregla nokkrum
sinnum beðin um að hlutast til um að
lækkað væri í hljómflutningstækjum
í heimahúsum. Var tilmælum þar um
jafnan vel tekið.
LÖGREGLUFRÉTTIR
4,7%
5,0%
21,0%
37,9%
13,9%
10,0%
5,2%
36,4%
40,5%
4,7%
3,5%
3,8%
42,2%
36,8%
Ekið án ökuréttinda Lögreglan í
Keflavík stöðvaði ökumann í gær sem
var grunaður um akstur undir áhrifum
áfengis. Viðurkenndi maðurinn í samtali
við lögreglu að hann væri sviptur öku-
réttindum ævilangt.
Reykkafarar í Grindavík Eldur kom
upp í raðhúsi í Grindavík í fyrrakvöld.
Senda þurfti reykkafara frá slökkviliðinu
til að kanna hvort einhver væri inni í
húsinu en svo reyndist ekki vera. Lög-
reglan rannsakar nú eldsupptök.
GAZABORG, AP Fylgismönnum
Hamas- og Fatah-hreyfinga Pal-
estínumanna laust ítrekað saman
um helgina. Í gær komu vopnaðir
liðsmenn Hamas nýskipuðum heil-
brigðisráðherra palestínsku
heimastjórnarinnar til bjargar
eftir að æstir byssumenn, sem
taldir voru koma úr röðum Fatah,
rústuðu skrifstofu hans í Gaza-
borg. Í kjölfarið kom til skotbar-
daga sem þrír menn særðust í.
Til skotbardagans kom aðeins
fáeinum klukkustundum eftir að
forystumenn Hamas og Fatah
komu sér saman um að vinna mark-
visst að því að draga úr spennunni
milli fylkinganna tveggja, en þær
eiga í hatrammri valdabaráttu í
kjölfar kosningasigurs Hamas í
vetur sem batt enda á áralanga ein-
okun Fatah á stjórntaumunum.
Átökin endurspegla líka vax-
andi óþolinmæði almennings
gagnvart nýju Hamas-stjórninni,
sem getur ekki einu sinni greitt
opinberum starfsmönnum laun
þar sem svo til öll erlend fjárhags-
aðstoð er hætt að berast og ísra-
elsk stjórnvöld, sem séð hafa um
innheimtu skatta fyrir palestínsku
heimastjórnina, láta skattféð ekki
berast lengra svo lengi sem Hamas
heldur fast við þá stefnu sína að
viðurkenna ekki tilverurétt Ísra-
elsríkis. - aa
Vaxandi spenna milli fylkinga Palestínumanna:
Hamas og Fatah í hár saman
ÁTÖK Á GAZA Vopnaður liðsmaður Hamas
á verði við heilbrigðisráðuneytið í Gazaborg
í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÖLDRUNARMÁL Ellilífeyrisþegar
missa sjálfræði og fjárræði við að
flytjast á stofnanir. Margrét
Margeirsdóttir, formaður Félags
eldri borgara í Reykjavík, segir
allar bætur frá Tryggingastofnun
renna óskiptar til heimilanna.
„Þær eru teknar án þess að fólk
hafi eitthvað um það að segja.“
Sama máli gegni um lífeyrissjóðs-
greiðslur, allt umfram 50 þúsund
krónur renni til heimilisins.
Margrét gagnrýnir einnig að
greiðslur séu ekki gegnsæjar og
þjónustan óskilgreind. Engu skipti
hvort viðkomandi er í eins eða sex
manna herbergi. Allir borgi jafnt.
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra vildi ekki tjá sig um
málið. ■
Íbúar öldrunarstofnana:
Missa fjárræði