Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 24
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR4 Í breyttu vinnuumhverfi færist sífellt í aukana að fólk vinni heima hjá sér og gera nú marg- ir ráð fyrir heimaskrifstofu þegar hugað er að skipulagi íbúðar. Margir kjósa að eiga lítið afdrep heima fyrir sem nýta má sem skrif- stofu eða vinnuaðstöðu. Slíkt afdrep er gott að hafa enda margir gjarnir á að taka vinnuna með sér heim. Velja skal vinnuaðstöðunni kyrr- látan stað á heimilinu. Ekki er ráð- lagt að koma fyrir vinnuafdrepi í sama herbergi og sjónvarpið er enda getur það valdið deilum milli þess sem horfir og þess sem vinnur. Víða leynast pláss á heimilinu sem dags daglega eru ekki mikið nýtt, eins og undir stiga eða í litlum skotum. Vanda skal valið á húsgögnum enda fást þau í miklu úrvali, á hjól- um, fellanleg eða í einingum sem raðast undir hver aðra, sem allt stuðlar að því að plássið nýtist vel. Svo má ganga frá ljótum möppum ofan í skúffur en leyfa fallegum bókum að skreyta hillurnar í kring. Látið Multipod fela allar snúrur svo umhverfið verði snyrtilegra. Kaup- ið blóm og daglampa ef birtan er lítil og hengið upp þrjár klukkur sem sýna tímann í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, bara upp á grínið. Hornskrifstofa heima fyrir Með því að velja létt og fallegt borð sem skrifborð verður skrifstofuhornið heimilislegra og nýta má borðið í annað þurfi á því að halda. Fallegt skrifstofuhorn kallar á gott skipulag og því gott að kaupa skrifborðseiningar sem færa má til og draga út. Borðum í nokkrum stærðum sem passa saman og raða má saman henta vel til þessa. Vinnuaðstaða heimafyrir þarf ekki að taka mikið pláss. Lítið skrifborð sem er hag- anlega komið fyrir á kyrrlátum stað getur einnig reynst mikil prýði fyrir heimilið. Gott er að nýta hornpláss á heimilinu sem skrifstofuhorn. Oft eru skotin nýtt undir risa- vaxnar plöntur en tölvunni komið fyrir á griðastað hjóna, í svefnherberginu. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Mörg heimili hafa risloft sem er kjörið fyrir skrifstofu. Hægt er að smíða pall, ef hann er ekki þar fyrir, undir súðinni, þar sem koma má fyrir skrifborði og tölvu. Rými undir súð nýtast yfirleitt ekki fyrir daglegar athafnir á heimilinu og því kjörinn staður fyrir skrifstofuna. Góð leið til að nýta plássið sem best er að setja upp borð og þægilega stóla sem nýta má sem vinnuaðstöðu þegar hentar, en geta að öðrum kosti verið tómstundarými eða lestrarhorn. Húðum felgur og dráttarbeisli Felguhúðun á 4.500kr stk S: 544 5700 * www.polyhudun.is Smiðjuvegi 1 * 200 Kópavogur E igum á l ager 350 R A L l i t i Pólýhúðun ehf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.