Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 78
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Besta hryllingsmynd allra tíma að mati Úlfhildar Dagsdóttur bókmenntafræð- ings er Alien sem var gefin út árið 1979. Hún segir að í myndinni séu gotnesk áhrif sett í nútímabúning í öflugri vísindaskáldsögu. „Þetta er hrollvekja þar sem uppspretta hryllingsins er bæði utanaðkomandi og býr líka hið innra. Hún slær þarna tvær flugur í einu höggi því yfirleitt er það bara annað hvort sem er í hryllingsmyndum en ekki hvort tveggja,“ segir Úlfhildur. „Það sama á við um kynferðislegu undirtónana sem eru í öllum hryllings- myndum. Þarna nást þessir tvöföldu kvenlegu og karlmannlegu kynferðis- legu undirtónar. Bæði er þarna vagina dentata og síðan er myndin fallísk líka þar sem litli hausinn skýst út úr líkamanum og er táknmynd karlmanns- limsins. Þetta er mjög smart sameining,“ segir hún. Úlfhildur bætir því við að hlutverk Sigourney Weaver sem Ripley sé mjög öflugt. „Hún er gífurlega gott dæmi um þessa sterku kvenhetju sem fer að birtast í hrollvekjum undir lok áttunda áratugarins sem er talin hafa byrjað með Halloween en Alien fylgir þar fast á eftir.“ Að sögn Úlfhildar eru framhalds- myndir Alien hver annarri betri en fjórða myndin, Alien Resurrection, komist næst fyrstu myndinni í gæðum hvað varðar hryllinginn. SÉRFRÆÐINGURINN ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR: BESTA HRYLLINGSMYND ALLRA TÍMA Alien slær tvær flugur í einu höggi RIPLEY Sigourney Weaver í hlutverk Ripley í Alien Resurrection. ÚLFHILDUR DAGSDÓTTIR Úlfhildur er hrifin af kvikmyndinni Alien sem kom út árið 1979. Bassaleikarinn Árni Egilsson er nú staddur hér á landi en hann hefur síðastliðin 36 ár unnið fyrir helstu tónlistarhöfunda Holly- wood. Árni hefur verið búsettur í Los Angeles síðan 1961 þar sem hann hefur leikið inn á plötur, kvikmyndir og sjónvarpsefni. „Eftir að ég mætti á nítjándu óskarsverðlaunahátíðina þá ákvað ég að það væri kominn tími til þess að hætta enda er ég kominn á aldur,“ segir Árni sem er þó síður en svo sestur í helgan stein. Hann er nú á tónleikaferð um landið með hljómsveitinni Útlendinga- hersveitinni sem er skipuð fimm gamalkunnum djasstónlistar- mönnum og þegar þeirri reisu lýkur heldur hann til Þýskalands þar sem er verið að taka upp tvær plötur með tónlist eftir hann sjálf- an. Árni hefur plokkað bassann í meira en 2000 kvikmyndum um dagana þar á meðal í stórmyndunum Indiana Jones og Titanic. „Þegar ég var að byrja í þessum bransa þóttu kvikmyndirnar vera toppur- inn fyrir tónlistarfólk og pening- arnir lágu einnig þar,“ segir Árni sem hefur átt afar farsælan feril í bransanum. „Hver kvikmynd er manns síðasta verkefni því ef þú stendur þig ekki vel þá færðu ekki annað verkefni. Það er mikil sam- keppni í þessum bransa og geri maður mistök er annar maður settur í manns stað,“ segir Árni. Spurður hvort hann hafi þá aldrei gert mistök fyrst hann hafi enst í bransanum svona lengi svarar hann hlæjandi að kúnstin sé að gera mistök án þess að upp um þau komist. Árni veit ekki til þess að annar Íslendingur, hvað þá annar Norðurlandabúi, hafi unnið svona mikið við tónlist Hollywood-kvik- myndanna, en hann hefur spilað fyrsta bassa hjá öllum stærstu kvikmyndatónskáldunum vestan- hafs. Ekki segist Árni þó safna þessum myndum sem hann hefur leikið inn á enda um gríðarlegt magn að ræða. „Maður nennir hvorki að horfa né hlusta á þetta í frítímanum,“ segir Árni og hlær enda hefur hann nóg annað að gera. Þess má geta að tónleikar Útlendingahersveitarinnar verða væntanlega gefnir út á geisladisk og sveitin mun einnig spila á Djass- hátíð Reykjavíkur í haust. - snæ ÁRNI EGILSSON BASSALEIKARI: Á AÐ BAKI FARSÆLAN STARFSFERIL 36 ár í Hollywoodmyndunum FLOTTUR FYRSTI BASSI Árni hefur þanið bassann í stórmyndum á borð við Titanic og Indiana Jones. Hann hefur nú sagt skilið við Holly- wood-bransann eftir 36 ár og er nú á tónleikaferð um landið með hljómsveitinni Útlendingahersveitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK FRÉTTIR AF FÓLKI Þegar einn þáttur er eftir af Bikiním-ódeli Íslands á sjónvarpsstöðinni Sirkus er ljóst að Ósk Norðfjörð mun hampa titlinum Bikinímódel Íslands 2006. Ósk er enginn byrjandi í fyrir- sætubransanum og ekki er loku fyrir það skotið að aldur hennar og reynsla hafi riðið baggamuninn en hún hefur nokkur ár á flestar stúlkurnar sem öttu kappi við hana. Sagan er þó víst ekki öll sögð og einhver vandamál hafa komið upp í herbúðum bíkínimódelanna og þannig er alls ekki víst að Ósk muni komast til Las Vegas og keppa í Miss Hawaiian Tropic International en sú vegsemd átti að fylgja sigrinum hér heima. Kunnugir spá því æsispennandi lokaþætti á miðvikudaginn en þá kemur í ljós hvort Ósk kemst alla leið eða hvort hún neyðist til að gefa sigurlaunin frá sér og þá hvers vegna. Komist Ósk ekki til Las Vegas kemur það í hlut Rakelar Gunnarsdóttur að fylla skarð aldursfor- seta keppninnar. Stelpurnar í Nylon hafa lagt undir sig sérstakt svæði á vefnum www. minnsirkus.is þar sem þær munu setja inn myndir frá frægðarför sinni til Englands þar sem þær hita nú upp fyrir Westlife í heilmikilli tónleikaferð sveitarinnar. Stúlkurnar munu einnig blogga um ævintýri sín með Mestlife þannig að það má búast við ferskum fréttum af Nylon-hópnum á minnsirkus. is á næstu vikum. Slóðin á ferðafram- haldssöguna er minnsirkus/nylon og þar munu aðdáendur geta fylgst með gangi mála. Þeir sem eru með eigin síður á Minnsirkus fá einnig aðgang að ýmiss konar aukafréttum og upplýsingum. Þá mun einhver heppinn meðlimur Nylon-samfélagsins á Minnsirkus vinna flug, gistingu og miða fyrir tvo á tónleika þeirra á Wembley þann 19. maí. �������� �� �� ��� ��� ��� ��� �� ��� ��� ������ ��� ��� �� �� �� �� �� � �� �� �� �� � ��������� ����������������������� ������������� ������������������������������ �� ��������� ����������� �������������� ���� ��������� ������������������������� LÁRÉTT 2 ryk 6 karlkyn 8 dýrahljóð 9 angan 11 tveir eins 12 nuddast 14 fellinga 16 tveir eins 17 kjaftur 18 for 20 í röð 21 krukka. LÓÐRÉTT 1 birta 3 tveir eins 4 fregnir 5 viður 7 félag 10 sjór 13 dæling 15 svara 16 hryggur 19 óreiða. LAUSN LÁRÉTT: 2 duft, 6 kk, 8 urr, 9 ilm, 11 éé, 12 núast, 14 brota, 16 bb, 17 gin, 18 aur, 20 rs, 21 krús. LÓÐRÉTT: 1 skin, 3 uu, 4 fréttir, 5 tré, 7 klúbbur, 10 mar, 13 sog, 15 ansa, 16 bak, 19 rú. Blái hnötturinn, leikverk eftir Andra Snæ Magnason, var nýlega sett upp í alþjóðlegum skóla í Islamabad í Pakistan. Leikritið hlaut á sýnum tíma þriðju verð- laun í leikritasamkeppni Þjóðleik- hússins og var sett á fjalirnar þar árið 2001, en samnefnd bók Andra hlaut Íslensku bókmenntaverð- launin árið 2000. Frá þeim tíma hafa bókin og leikgerðin verið þýddar á 18 tungumál og verkið hefur verið sett upp í nokkrum löndum og má þar telja Þýskaland, Kanada og Bretland. Andri Snær segir að fyrir tveimur árum hafi íslenski sendiráðspresturinn í London fengið handritið í hend- urnar og það hafi síðan endað í leiklestri í leikhúsi í London. Þar hafi einhver sem tengdist Pakistan hlustað á lesturinn og þannig kom það til að verkið var sett upp á skólasýningu í Pakistan. „Það er gaman að sjá hvernig áhuginn á verkinu smitast um heiminn, án þess að maður þurfi að hafa mikið fyrir því,“ segir Andri og bendir á að í haust muni Blái hnötturinn koma út á þýsku og finnsku. Blái hnötturinn er spennandi ævintýri sem fjallar um villibörn á Bláa hnettinum. Börnin eru algerlega frjáls og halda að lífið geti ekki orðið fallegra og skemmtilegra. En þegar geimskrímsli lendir á hnettinum og kennir börnunum að fljúga fara ævintýrin fyrst að gerast. „Af myndunum sem ég hef fengið úr sýningunni í Pakistan þá virðist hún hafa verið mjög metnaðar- full,“ segir Andri Snær ánægður með það að söguþráður verksins skuli falla börnum víðs vegar um heiminn svona vel í geð. „Það þurfti reyndar að fresta sýningu verksins í mánuð þar sem Bush kom í heimsókn til landsins en þetta hefur annars greinilega bara gengið vel hjá þeim,“segir Andri Snær. - snæ Blái hnötturinn á svið í Pakistan AUGLÝSINGAPLAKATIÐ Krakkarnir bjuggu sjálfir til myndina á auglýsingaplakatið. FRÁ SÝNINGUNNI Í PAKISTAN Sýningin var greinilega mjög metnaðarfull og falleg. Þess má geta að Blái hnötturinn er væntanlegur á fjalirnar í Finnlandi í haust. HRÓSIÐ ... fær sópransöngkonan Kather- ine Jenkins fyrir að átta sig á hæfileikum Garðars Thors Cortes og bjóða honum að syngja með sér á tónleikaferð sinni um Bretland í haust. 1 Árni Þór Sigurðsson 2 Mígreni 3 Jawad al-Maliki SVÖR VIÐ VEISTU SVARIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.