Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 71
www.expressferdir.is Express Fer›ir, Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 5 900 100 Nánar á www.expressferdir.is Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express TÓNLEIKAR Í KAUPMANNAHÖFN 49.900 kr. RADIOHEAD Í KAUPMANNAHÖFN 6.–8. MAÍ Það verður heldur betur tónlistarveisla í Kaupmannahöfn þegar Radiohead mætir á svæðið 6. maí næstkomandi. Skelltu þér í lúxusferð á tónleika Radiohead! Gist verður á hinu glæsilega hóteli, Skt. Petri. INNIFALI‹: Flug og flugvallaskattar, 2 nætur á hóteli með morgunverði og miði á tónleika Radiohead. Miðað er við að tveir séu saman í herbergi. Paris Hilton breytti heimili sínu í Hollywood í skemmtistaðinn Club Paris á mánudagskvöld þegar hún hélt óvænta afmælisveislu fyrir kærasta sinn Stavros Niarchos. Hún valdi svo fullt af flottu fólki úr vinahópnum til að fagna afmæl- inu með henni og Stavrosi. Meðal gesta voru systir Parisar, Nicky Hilton, Brett Ratner, Milla Jovov- ich, Courtney Love og Billy Corg- an en þau tvö síðastnefndu komu óvænt í veisluna á miðnætti. Hilt- on endaði veisluna svo með stæl þegar hún stakk sér í laugina sína í öllum fötunum. Óvænt af- mælisveislaLeikstjórarnir Robert Rodriguez og Frank Miller eru langt komnir með undirbúning Sin City 2 og gera ráð fyrir að hefja tökur á þessari framhaldsmynd Sin City í júní. Sin City byggði á þremur myndasögum Millers sem hann kennir við lastabælið Sin City. Bækur hans eru sjö talsins og önnur bókin sem hann teiknaði, A Dame to Kill for, verður burðarás nýju myndarinnar. Miller flakkar fram og til baka í tíma í bókum sínum og atburðirnir í A Dame to Kill for eiga sér stað áður en Marv hefnir Goldie og lögguharðjaxlinn Hartigan bjargar súlustelpunni Nancy úr klóm sturlaðs barnaníð- ings og morðingja. Þetta gerir það að verkum að Mickey Rourke snýr aftur sem hálftröllið Marv þó hann hafi geispað golunni í fyrri mynd- inni. Sömu sögu er að segja um ris- ann Michael Clarke Duncan, sem leikur fólið Manute. Sá var einnig sendur þráðbeint til vítis í Sin City en gegnir engu að síður veiga- miklu hlutverki í framhaldsmynd- inni. Clive Owen mætir líka aftur til leiks sem Dwight en A Dame to Kill for fjallar um stórhættulegt ástarsamband hans við tálkvendið Övu sem verður banabiti nokkura karlmanna áður en yfir lýkur. Leikkonurnar Angelina Jolie, Salma Hayek og Rose McGovern eru allar sagðar koma til greina í hlutverk Övu. Miller og Rodriguez munu sem fyrr flétta aðrar Sin City sögur saman við A Dame to Kill for og Miller segist í því sambandi vera að íhuga smásöguna Blue Eyes sem kynnir leigumorðingjann Deliu til sögunnar en sú saga teng- ist The Hard Goodbye og The Big Fat Kill sem voru kvikmyndaðar í fyrstu myndinni. Þá sér ekki fyrir endann á sögum Millers úr sóðabælinu þar sem hann er þegar byrjaður að skrifa sögu sem segir frá afdrifum Nancyar eftir að leiðir hennar og löggunnar Hartigans skilja. Dauðir lifna við í Sin City 2 DWIGHT Fór mikinn í Sin City en verður í enn verri málum í Sin City 2 þar sem hann flækist í neti köngulóarkonunnar Övu. Breska blaðið Sunday People fer fögrum orðum um Nylon-flokkinn í sunnudagsútgáfu sinni en þar er þess getið að íslenska stúlkna- bandið Nylon hitar upp fyrir West- life á tónleikaferð sveitarinnar um Bretland. Stúlkunum er spáð bjartri framtíð og þær sagðar lík- legar til þess að ná umtalsverðum vinsældum, eða að þær séu „set to be huge“ eins og það er orðað í Sunday People. Einar Bárðarson, umboðsmað- ur Nylon, er að vonum hæstánægð- ur með Bretlandsför stúlknanna en þær hófu tónleika Westlife í Manchester á föstudags- og laug- ardagskvöld. Einar segir hvora tveggja tónleikana hafa gengið ákaflega vel en Nylonstúlkur byrj- uðu kvöldin með nýja laginu sínu Losing a Friend og luku dagskrá sinni með Sweet Dreams, tökulagi sem dúettinn Eurythmics gerði ódauðlegt á níunda áratugnum. Lagið féll vel í kramið hjá tón- leikagestum sem stóðu upp og klöppuðu og dönsuðu með af mikl- um móð. „Þetta var svo mikið allt saman að við náðum þessu eigin- lega ekki almennilega fyrr en á laugardagskvöldinu. Fólk stóð upp og dansaði með í lögunum og þetta var bara alveg frábær upplifun“, sagði Alma Guðmundsdóttir eftir tónleikana. „Við gátum engan veg- inn undirbúið okkur fyrir þetta andlega og áttum fullt í fangi með að einbeita okkur að því sem við vorum að gera. En okkur gekk vel og það var skemmtilegra hjá okkur á laugardagskvöld því þá vorum við komnar aðeins meira inn í þetta og fundum okkur betur! Nú eru ekki nema tuttugu tónleik- ar eftir.“ Steinunn Camilla bloggar um fyrstu tónleikana á www.minnsirk- us.is og þar segir hún þær hafa verið svolítið óöruggar í byrjun en „eftir fyrsta lagið vorum við komnar í gír og fyrr en varir vorum við búnar. Þetta leið svo hrikalega hratt. Svo var þetta nátt- úrulega hrikalega stórt allt og mikið.“ Nylon byrjar vel í Bretlandi NYLON Framtíðin er björt hjá stúlknaflokknum ef marka má Sunday People sem spáir þeim miklum vinsældum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 PARIS HILTON Er ekki með nein vettlinga- tök þegar djammið er annars vegar og breytti heimili sínu í skemmtistað þegar hún hélt upp á afmæli kærastans síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.