Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 60
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR40 Um 150.000 lesendur Leitin hefst hér! – mest lesna fasteignablaðið Þú finnur allar nýjustu fasteignirnar í Allt – fasteignum sem fylgir frítt með Fréttablaðinu alla mánudaga. Ekki missa af mest lesna fasteignablaðinu í vikubyrjun! Allar eignir eru skráðar á visir.is svo þú getur fylgst með fasteignamarkaðnum jafnóðum! Fasteignaverð á Akranesi er hærra en í Árborg og á Akur- eyri. Meðalupphæð í þeim fasteigna- samningum sem gerðir voru á Akranesi í mars síðastliðnum var 27,9 milljónir króna, á Árborgar- svæðinu var meðalupphæð 22 milljónir og á Akureyri 20 millj- ónir. Þó var hlutfall fjölbýlisíbúða mun hærra á Akranesi en á hinum stöðunum. Þetta kemur fram þegar borið er saman verð á seld- um eignum á þessum þremur svæðum í mars, samkvæmt vef Fasteignamats ríkisins. Samtals var 44 kaupsamning- um þinglýst á Akranesi í mars, þar af voru 36 um eignir í fjölbýli en sjö um eignir í sérbýli. Á sama tíma var þinglýst 79 samningum á Akureyri, 46 um eignir í fjölbýli og 25 í sérbýli og á Árborgar- svæðinu voru samningarnir 62, tólf þeirra voru um eignir í fjöl- býli og 41 samningur um eignir í sérbýli. Dýrast á Akranesi Akranes er vinsælt íbúðasvæði. Foldaskóli var sannkallaður frum- byggjaskóli í þá nýrisnu Grafarvogs- hverfi. Skólastarf hófst árið 1985 í hálfkláruðu skólahúsnæði og var jafn algengt að sjá iðnaðarmenn á vappi á göngum skólans og kennara. Eins og vill verða í nýjum hverfum fylltust allar götur af smáfólki. Nem- endum í skólanum fjölgaði því mjög hratt og árið 1990 voru þeir orðnir 1.200 talsins. Þá er meðtalið útibú í Hamrahverfi. Í dag eru nemendur 520. Skólahúsnæðið er að grunninum til þrjár byggingar með tengibyggingum sín á milli. Fyrsta áfanga lauk árið 1991 en 10 árum síðar var tekin fyrsta skóflustunga að næsta áfanga. 2002 voru teknar í notkun nýjar sérkennslustofur auk íþróttahúss. Á sama tíma varð skólinn einsetinn. Skólahljómsveit Grafarvogs og Tónskóli Grunnskóla í Grafarvogi eiga aðsetur sitt í Foldaskóla og ÍTR rekur frístundaheimilið Regnboga- land og félagsmiðstöðina Fjörgyn í skólanum. Árið 1993 var komið fyrir útilistaverki á hringtorgi skólans. Verkið er eftir Örn Þorsteinsson og heitir Foldagná. FOLDASKÓLI FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það er ekki oft sem draumarnir rætast. Það gerist þó og í tilfelli Hörpu Melsted handknattleikskonu, rættist hann snemma. Draumahúsið hennar er engin höll, þvert á móti. Draumahúsið hennar er einbýlishús sem nú rís í nýju hverfi á Völlunum í Hafnafirði. Framkvæmdir eru ekki langt komnar. „Það er búið að grafa holuna og teikna húsið,“ segir Harpa og hlær. „Þetta er nýtískuhús í fönky stíl.“ Húsið er að sögn Hörpu lítið og sætt einbýlishús á einni hæð. Flatt þak og gluggar sem ná niður í gólf eru meðal þess sem húsið prýðir. Garðurinn sem umlykur húsið er ekki stór enda algjör óþarfi að hafa of mikið gras að slá. Það kemur reyndar á óvart að ekki er gert ráð fyrir handboltavelli á teikningunum. Þar kann staðsetningin að ráða einhverju um, en það er stutt á Ásvelli. Harpa telur að ráðist verði í að byggja einhvern tímann í haust. Hún ætlar að vera fljót að henda upp húsinu og vonast til að vera komin inn fyrir áramót. Fréttablaðið óskar Hörpu góðs gengis í þessu hraðaupphlaupi. DRAUMAHÚSIÐ MITT: HARPA MELSTED HANDKNATTLEIKSKONA Er innan seilingar Harpa Melsted byggir nú sitt draumahús í Hafnafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SELDAR EIGNIR Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU* *þinglýstir kaupsamningar, heimild Fasteignamat ríkisisins. 300 250 200 150 100 50 0 FJÖLDI 3/3- 9/3 179 10/3- 16/3 214 17/3- 23/3 190 24/3- 30/3 214 31/3- 6/4 207 7/4- 11/4 114
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.