Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 21
ER ÞÍN EIGN AUGLÝST HÉR? MEST LESNA FASTEIGNABLAÐ LANDSINS
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Reykjavík 5.25 13.26 21.29
Akureyri 5.00 13.11 21.24
Heimild: Almanak Háskólans
Smáauglýsingasími
550 5000
Auglýsingasími Allt
550 5880
Þú getur pantað
smáauglýsingar á visir.is
ALLT AÐ 350 NÝJUM LÓÐUM
VERÐUR VÆNTANLEGA
ÚTHLUTAÐ Í HVERAGERÐI Í
SUMAR.
Byggðin í Hveragerði kemur til
með að teygja sig allt vestur
að Kömbum ef deiliskipulag
sem fyrir liggur að gera, fær
samþykki. Íbúar efstu húsa
munu hafa vítt útsýni því
þau verða það hátt uppi
í brekkunni. Ingimundur
Sveinsson arkitekt hefur
fengið það hlutverk að gera
deiliskipulag að þessu nýja
hverfi sem er hugsað fyrir
250-300 lóðir, nánast allar
undir einbýlishús. Nýlega
voru einnig kynnt drög að
deiliskipulagi á lóðum fyrir 80
einbýlishús og raðhús austan
Heiðarbrúnar, að bökkum
Varmár. Enn nær í sjónmáli er
nýbyggingarsvæði á svonefndu
Eyktarlandi sem framkvæmdir
eru í þann mund að hefjast á.
Allt bendir þetta til að bærinn
muni stækka um fjórðung
á næstu árum því nú nær
byggðin til um 700 lóða.
Heimild: glugginn.
Lóðum fjölgar um 50 prósent
Hveragerði kemur til með að ná að Kömbunum ef nýjustu áætlanir ná
fram að ganga. FRÉTTABLAÐIÐ E.ÓL.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
BI
3
02
61
11
/2
00
5
Kynntu þér kostina við fasteignalán Landsbankans.
Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina
sem hentar þér best. Með faglegri ráðgjöf og
fjölbreyttum fasteignalánum hjálpum við þér að
eignast þitt draumaheimili. Hafðu samband í síma
410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is
410 4000 | landsbanki.is
Fasteignalán
Við hjálpum þér
að eignast
draumaheimilið
Fasteignasalan Domus er með til sölu
217,1 fermetra vel skipulagt einbýlishús
á eftirsóttum stað í vesturbæ Kópavogs.
Húsið er þrjár hæðir. Á neðstu hæðinni er
71,5 fermetra 3ja herbergja íbúð með sér-
inngangi. Önnur hæðin (aðalhæðin) er 90,3
fermetrar og risið er 27 fermetrar. Í risinu
er þrjú svefnherbergi, salerni og tvær
geymslur ásamt geymsluplássi undir súð.
Þegar gengið er inn á aðalhæðina er komið
inn í flísalagða forstofu. Þaðan er gengið
inn í hol sem tengir saman aðrar vistaverur
hæðarinnar.
Stofan er teppalögð, rúmgóð og mjög
björt. Stórir fallegir bogadregnir gluggar
vísa í suður, rennihurð skilur að stofu og
borðstofu. Útgengt er út úr stofunni á litlar
svalir sem snúa í suður og vestur.
Eldhús er með upprunalegri innréttingu
með góðu skápapláss og góður borðkrók.
Svefnherbergi eru tvö á aðalhæðinni.
Annað er rúmgott og þar er skápur og dúkur
á gólfi. Hitt svefnherbergið er barnaher-
bergi með teppi á gólfi. Hurð er á milli þess-
ara svefnherbergja.
Baðherbergið er með baðkari, opnanleg-
um glugga, flísum í kringum baðið og upp á
miðjan vegg, og dúk á gólfi. Þvottahúsið er
á neðstu hæðinni en gengið er niður stiga í
þvottahúsið.
Sérinngangur er að íbúðinni á neðstu
hæðinni og er fyrsta herbergið sem gengið
er inn í flísalagt hol. Stofan er rúmgóð og
mjög björt, eldhús er með upprunalegri inn-
réttingu og góðu skápaplássi. Á gólfinu er
nýlegt eikarparket.
Svefnherbergin á þessari hæð eru tvö.
Stærra herbergið er mjög rúmgott með
fjórföldum skápi sem nær upp í loft. Hitt
herbergið er minna en þar er einnig skápur.
Bæði herbergin eru með nýlögðu eikarpark-
eti.
Tvö baðherbergi eru á hæðinni, annað
með ljósum flísum, baðkari og lítilli innrétt-
ingu, en hitt er flísalagt í hólf og gólf. Þar er
sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél og opn-
anlegur gluggi.
Bílskúrinn er byggður úr timbri en hann
stendur sér. Þar er bæði rafmagn og heitt og
kalt vatn.
Húsið er á eftirsóttum stað með sjávar-
útsýni í vesturbæ Kópavogs. Ásett verð er
44,0 milljónir.
Fjölskylduhús með
sjávarútsýni
Huldubraut 1 er falleg eign á góðum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
GÓÐAN DAG!
Í dag er mánudagurinn
24. apríl, 114. dagur ársins
2006.
FASTEIGNASÖLUR
Ás 30-32
Árborgir 28
Domus 6-7, 29
Draumahús 19-22
Perla Investments 15
Eignalistinn 29
Fasteignastofan 13
Fasteignam. Grafarv. 14
Foss 5
Gloria Casa 18
Hof 8
Húseign 10-11
Höfði 25
Lundur 26
Lyngvík 9
Lögmenn Suðurl. 23,28
Neteign 23
Nýtt 33
Perla Investments 15
Remax 5,12,15,24
Stefán Ólafsson 13
Valhöll 16-17
Viðskiptahúsið 29
BLÓMÁLFURINN ÓSIGRANDI
Steinar Björgvinsson varð Íslandsmeistari í
blómaskreytingum í annað sinn.
HÚS 2