Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 28
24. apríl 2006 MÁNUDAGUR8
Arkitekt: Gunnar Kristinn Ottósson
Gunnar Kristinn Ottósson stofnaði arkitektastofuna GKO í Reykjanesbæ fyrir
þremur árum og hefur haft nóg að gera. Meðal þess sem hann hefur teiknað
er fjölbýlishúsið Pósthússtræti. Það er sjö hæða blokk með lúxusíbúðum við
höfnina. „Útsýnið er afar fallegt úr þessu húsi og því hefur verið vel tekið af
fólkinu í bænum enda er þar vandað til verka,“ segir Gunnar. Húsið var afhent
fyrir nokkrum vikum og er nú allt að fyllast af lífi. Ennþá er þetta reyndar
byggingarstaður því blokkirnar eiga að verða tvær og tengdar saman með
bílageymslu. „Það eru bara nokkrir mánuðir í seinni hlutann,“ segir Gunnar.
Húsin hafa tvær mjög afgerandi hliðar. Önnur snýr að sjónum og er klædd
svörtum flísum. Hin er klædd hvítum flísum og er tveimur hæðum lægri.
„Það er hlýlegri hliðin sem býður íbúana velkomna heim,“ segir arkitektinn
og lýsir öðru verkefni sínu. Það er hverfi sem kallast Búmannahverfi og er
í Innri-Njarðvík. „Þetta eru rúmlega 40 íbúðir í parhúsum og einbýlishús-
um fyrir Félag eldri borgara. Húsin eru úr steinsteyptum einingum og verða
máluð hvít. „Það er gaman að sjá hverfi byggjast upp frá því að vera nokkrar
línur á blaði að heilu húsveggjunum sem eru hífðir með krana og sveiflast
í vindinum. Nú eru gardínur og blóm í gluggum, bónaðir bílar á hlaðinu og
Fréttablaðið í póstlúgunni,“ segir Gunnar glaðlega að lokum.
Hlýlegri hliðin býður íbúana velkomna
Búmannahverfi fyrir eldri borgarana er í Innri-Njarðvík.Hvíta hliðin býður fólk velkomið. Bílahús tengir blokkirnar.
„Reykjanesið með Keili að Bláfjöllum, svo og Faxaflóinn, Esjan, Skarðsheiðin, Akrafjall og Snæfalsnesjökull. Allt blasir þetta við út um
gluggana á Pósthússtræti.
Akurvellir - Nýtt - Hf.
Glæsilegar nýjar 144 og 155 fm íbúðir í litlu fjölbýlishúsi á
þremum hæðum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólf-
efna og með glæsilegum innréttingum. Stórar og góðar
svalir með íbúðum á 2 og 3. hæð og sér lóð með íbúðum
á jarðhæð. Teikingar og allar nánari upplýsingar á skrif-
stofu. Verð frá 28 millj.
Álfheimar - Endaíb.
Vorum að fá í sölu mjög góð 4ra herbergja endaíbúð 4.
hæð í góðu fjölbýlishúsi. Þrjú góð svefnherbergi og stór
stofa. Tvennar svalir. Íbúðin er mikið endurnýjuð s.s.
gólfefni að mestu, eldhús pg baðherbergi. Laugardalur-
inn í göngufjarlægð. Verð 18,9 millj
Akurhvarf - Útsýni
Glæsileg 210fm raðhús á tveim hæðum með innbyggðum
bílskúr. Húsið er staðsteypt og afhendist fullbúið að utan,
en tilbúið til spörlunar og málunar að innan. Búið verður
að hlaða og múra alla milliveggi og hiti tengdur. Einnig er
hæt að fá húsin fullbúin án gólfefna. Lóð verður grófjöfn-
uð. Fallegt útsýni. Verð frá 39,5 millj.
Ásbúðartröð - Sérh.
Mjög falleg 130 fm efri sérhæð í tvíbýli á góðum stað í
Hafnarfirði. Þrjú óvenju stór svefnherbergi og stórar
saml. stofur. Timburverönd út fa hjónaherbergi. Íbúðin er
mjög mikið endurnýjuð. Nýl. gler og gluggar. Snjó-
bræðsla í innkeyrslu. Í risi er leikaðstaða og sjónvarpshol
ásamt þvottahúsi. Frábær eign. Verð 31 millj.
Meitaravellir - Laus
Vorum að fá í sölu góða 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fal-
legu fjölbýlishúsi. Björt og góð stofa með suður-svölum
út af og eldhús með snyrtilegri innréttingu. Tvö góð her-
bergi og baðherbergi með baðkari. Fallegt útsýni úr íbúð
yfir KR-völlinn.
Ljósavík - Sérinng.
Fallega og vel skipulagða 83 fm 3ja herbergja íbúð á 2.
hæð með sér inngangi af svölum. Góð stofar, tvö rúmgóð
svefnherbergi. Vandaðar viðarinnréttingar og tæki í eld-
húsi. Flísalagt baðherbergi með baðkari og innr. Verð
19.9 millj.
Breiðavík - Grafav.
Vorum að fá sölu mjög góða 4ra herb. íbúð á 3. hæð í fal-
legu fjölbýli. Þrjú rúmgóð herbergi og lísalagt baðher-
bergi með sturtu og kari. Björt og góð stofa og fallega
innréttað eldhús. Parket og físar á gólfum. Verð 21,5 millj.
Boðagrandi - Flalleg
Vorum að fá í sölu mjög góða 3ja herbergja íbúð á 2. hæð
í litlu fjölbýlishús. Fallega innréttað eldhús, rúmgott sjón-
varpshol og björt stofa og borðstofa með suður-svölu út
af. Tvö góð herbergi og baðherbergi með glugga. Flísar
og parket á gólfum. Verð 19,9 millj.
Fr
um
Guðmundur Björn Steinþórsson
löggiltur fasteignasali
Jón Guðmundsson
sölustjóri
Geir Þorsteinsson
sölumaður