Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 24. apríl 2006 3 Guðmundur Óli Scheving SKRIFAR UM MEINDÝR OG MEINDÝRAVARNIR Láttu flér lí›a vel í bústa›num Faxafeni 5 • Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is Opi› virka daga frá kl. 10-18 • Laugardaga frá kl. 11-16 w w w .d es ig n. is @ 2 00 6 Í tilefni sumarhúsas‡ningarinnar b‡›ur Betra Bak ótrúleg tilbo› á heilsud‡num, rúmum, svefnsófum og svefnkollum. Spring Air, Tempur e›a Chiro heilsud‡nur me› le›urklæddum botni í brúnu e›a hvítu. Til í öllum stær›um. Recor svefnsófar me› heilsud‡nu. Til í mörgum stær›um og litum. Hollandia svefnkollar me› heilsud‡nu í 80x80x190 og 120x80x190 í mörgum litum. Legg›u grunn a› gó›um degi Ármúla 23 • S. 568 1888 Plankadagar í fullum gangi Það eru aðallega tvær tegundir kakka- lakka sem hafa borist til Íslands, önnur evrópsk og hin bandarísk. Talið er að allt að fjögur þúsund tegundir kakka- lakka séu þekktar í heiminum. Evrópski kakkalakkinn eða litli kakkalakki er töluvert minni og er oft- ast nær um stök dýr að ræða sem bor- ist hafa með farangri ferðamanna og varningi. Talið er að litli kakka- lakki (Blattella germanica) hafi borist til Íslands í kringum 1907 með skipum og upp úr 1920 er hann orðinn fastagestur í hinum ýmsu kaupstöðum landsins. Hann finnst öðru hvoru í t.d. Reykjavík, Akureyri og á Austfjörðum og það er greinilega dálítil fjölgun hjá honum á síðustu misserum. Litli kakkalakki er rúmur 1 cm að lengd. Hann er mógulbrúnleitur með tvo dökka bletti framarlega á bak- inu. Kvendýrin bera með sér 25-40 egg í hólfi í afturendanum í tvær vikur eða þar til eggin klekjast út. Óklakin egg eru varin fyrir kulda og hita og varnar- efnum sem úðað er með. Dýrin drep- ast hins vegar, hafi eggin verið úðuð, um leið og þau klekjast út og fara að hreyfa sig. Karldýrin eru oftast vængjuð og geta flogið og eru mjög frá á fæti. Sá bandaríski (Periplaneta amer- icana) er talin hafa borist hingað til lands 1915 á stríðsárunum í tengslum við siglingar til Ameríku og varð mjög áberandi í seinna stríðinu samfara auknum samskiptum við Bandarík- in. Honum var nær útrýmt í híbýlum manna en skýtur þó upp kollinum af og til. Sá bandaríski eða stóri kakka- lakki, sem aðallega hefur fundist á Suðurnesjum og í Reykjavík, verður allt að 3-4 cm að lengd. Bæði kyn eru fleyg. Það er úðað með sérstöku varnar- efni fyrir kakkalökkum og hafa mein- dýraeyðar einir yfir slíkum efnum að ráða svo og kunnáttu til að nota efnin. Gera þarf viðkomandi rými hreint og ef húsnæði er með sameiginlegri loft- ræstingu eða frásogi þarf að úða loft- ræsti- og sogstokka og þrífa þá. Það er mjög algengt að endurtaka þurfi úðunina. Úða þarf inn í alla sökkla og falska tvöfalda veggi. Kakkalakk- ar eru hitasæknir og ljósfælnir og eru því einkum á ferðinni í rökkri og myrkri. Kakkalakkar eru alætur og sækja mikið í matvæli, naga pappír, bækur og föt og hina ólíklegustu hluti. Þeir eru daunillir og skilja eftir sig úrgang hvert sem þeir fara. Útbreiðsla kakkalakka hefur aukist mikið hér á landi undanfarin ár, sér í lagi í þéttbýli. Fleiri tegundir eins aust- urlenski kakkalakkinn (Blatta oriental- is) hefur stöku sinnum borist hingað en hefur ekki, að talið er, náð að festa sig í sessi hérlendis. Hann flækist aðal- lega hingað sem gestur með innflutt- um vörum. Hann verður rúmlega 2 cm langur. Fólk sem þarf að fá meindýraeyði skal óska eftir að fá að sjá starfsskírteini gefið út af Umhverfisstofnun og athuga einnig hvort meindýraeyðirinn hafi starfsleyfi frá viðkomandi sveitarfélagi. Það er nauðsynlegt að óska eftir nótu fyrir þjónustu meindýraeyða svo hægt sé að hafa samband við viðkomandi ef með þarf. Ef viðkomandi er félagi í Félagi meindýraeyða þá er fagmaður á ferð. Heimildir: Upplýsingar og fróðleikur um meindýr og varnir 2004. University of California. Kakkalakkar Lesendum Fréttablaðsins er velkomið að senda fyrirspurn á netfangið gudmunduroli@simnet.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.