Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 12
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR12 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Sif Svavarsdóttir og Hall- dór Gerhard Meyer eru foreldrar þríburanna Kára, Loga og Mána. Sif og Halldór segja að þó að þrí- burarnir séu mjög líkir í útliti þá séu persónuleikar þeirra mjög ólíkir. „Þeir eru misjafnlega fjör- ugir,“ segir Halldór og hlær og Sif bætir því við að þau þurfi að nota ólíkar uppeldisaðferðir á hvern og einn. Logi fæddist fyrstur og síðan Kári, en þeir tveir eru eineggja. Máni kom svo síðastur. „Logi er með mínútuforskot á hina og hann er svolítið stóri bróðirinn og finn- ur sig í því hlutverki,“ segir Sif. Þríburarnir eru mjög samrýmd- ir og eiga auðvelt með að leika sér saman. „Þeir geta leikið sér lengi vel án þess að nokkur þurfi að skerast í leikinn,“ segir Halldór. Foreldrarnir reyna þó að skipta hópnum upp annað slagið. „Stund- um fáum við pössun fyrir einn og skiptum hinum á milli okkar þannig að það sé bara einn á mann og förum í sund eða gerum eitt- hvað skemmtilegt,“ segir Halldór. Sif og Halldór hafa ekki hugsað sér að fara út í frekari barneignir. „Við ætlum bara að einbeita okkur að þessum þremur til þess að þeir fái alla þá athygli sem þeir þurfa,“ segir Halldór og hlær. Þríburarnir Kári, Logi og Máni Meyer urðu fimm ára í gær. Þeir fæddust sama dag og fyrsta eintak Frétta- blaðsins kom út og daginn eftir birtist viðtal við for- eldra þeirra í blaðinu. Í tilefni dagsins héldu strákarnir veislu og buðu fullt af gestum. „Það komu einn, tveir, þrír, fjórir, fimm...“ byrjar Máni og telur á fingrum sér en hann kemst ekki hærra því Kári grípur fram í fyrir honum og segir tíu hátt og snjallt. Í afmælisveislunni var kaka og og þríburarnir segja að mamma þeirra hafi séð um baksturinn. „Mamma er alltaf að baka kökur og pítsur,“ segir Máni. Þríburarnir eru allir í leikskól- anum Ásborg en hver á sinni deild. „Mín deild heitir Langholt,“ segir Kári. „Mín heitir Langisandur,“ segir Logi. „Og mín heitir Ás,“ segir Máni. Þegar strákarnir eru ekki í leikskólanum er ýmislegt sem þeir gera sér til skemmtunar. Logi segir að sér finnist skemmtilegast að leika, Mána finnst skemmtilegast að klæða sig í búninga og Kára finnst skemmtilegast að vera úti. Strákarnir vita alveg hvað þeir ætla að gera þegar þeir verða stór- ir. „Ég ætla að verða kafari,“ segir Logi. „Ég ætla að verða mótorhjóla- kall,“ segir Máni. „Ég ætla að vera Batman,“ segir Kári og stekkur niður af sófabakinu um leið, nákvæmlega eins og Batman hefði gert. Þríburarnir eiga búningasafn sem þeir leika sér mikið með. „Ég var Aladdín á öskudaginn,“ segir Máni. „Ég var Ninja,“ segir Kári þá. „Ég var Súperman,“ bætir Logi við. Strákarnir segjast eiga marga búninga. „Einn, tveir, þrír, fjórir,“ byrjar Máni aftur að telja á fingr- um sér en eins og áður grípur Kári fram í fyrir honum. „Tíu,“ segir hann ákveðið og á meðan sækir Logi alla búningana. Eftir að búningarnir hafa verið sóttir hafa strákarnir hins vegar lítinn tíma til þess að tala við blaða- mann því þeir eru alltof uppteknir við að klæða sig í þá. Samtalið getur því ekki orðið lengra að þessu sinni en lesendur fá að fylgjast áfram með þessum hressu strákum á kom- andi árum. Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000 BFG All Terrain 35x12,5 R15 16.870,- stgr. Seltjarnarnesi 35” Gerið verðsamanburð margar stærðir KT verslun Akureyri Njarðarnesi S. 466 2111 Í RÓLEGHEITUM Strákarnir eru duglegir við að leika sér saman en stundum er gott að slappa bara af uppi í rúmi. Fæddust daginn sem Fréttablaðið kom fyrst út EIN STÓR FJÖLSKYLDA Sif og Halldór með strákana sína þrjá, þá Kára, Loga og Mána. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skipta hópnum stundum upp Tali nú hver fyrir sig „Það ætti að vera einstak- lega ánægjulegt fyrir Reyk- víkinga ef við, með okkar litla fjármagn, fáum meira fylgi en Framsóknarflokkur- inn sem veit ekki aura sinna tal.“ ÓLAFUR F. MAGNÚSSON FRJÁLS- LYNDUR UM SKOÐANAKÖNNUN Á FYLGI FLOKKANNA. FRÉTTABLAÐIÐ. Stórkostlegt vandamál „Hvern svíður ekki undan spurningu erlends ferðafólks er það horfir á Alþingishúsið og spyr: Eruð þið ennþá ný- lenda undir stjórn Dana?“ VIÐAR HÖRGDAL GUNNARSSON TÓNLISTARMAÐUR Í GREIN UM ÍSLANDSSÖGU. FRÉTTABLAÐIÐ. „Það er bara rok í Jökuldalnum en bjart yfir,“ segir Sólrún Hauksdóttir bóndi frá Merki. „Ég er nú í afleysingavinnu í eldhúsi og sem kamar- meistari hjá Héraðsverki, alveg dásamleg vinna. Þeir eru að vinna í fráveituskurðinum þar sem Jökla kemur út eftir að búið er að nýta úr henni aflið. Við erum tvær í eldhúsinu en þetta eru ansi margir munnar að metta, þeir geta verið allt frá 15 svona um helgidaga til sextíu þegar mest er. Þetta eru allt fínir karlar og stundum hóa þeir í mig í hádeginu ef þá vantar mann í brids. Það gengur þó misvel hjá mér við spila- mennskuna því minnið er gjarnt á að svíkja mig þegar á reynir.“ Jökuldælingar hafa það orð á sér að bera annað skynbragð á tímann en aðrir landsmenn og eiga menn þar að gefa sér frekari tíma til skrafs og annarra hluta en venja er þar sem stressið hafi ekki hafið innreið sína í dalinn. Sólrún segir þetta vera að breytast. „Nú fer maður miklu minna á milli bæja enda tekur aðeins örskot- stund að fara til Egilsstaða og oft þeysist maður þangað til að ná í vistir og sinna erindum. Fólk er hér því mikið á þeytingi og hefur ekki jafn mikinn tíma til skrafs og áður svo það er engu líkara en nútímastressið sé komið hingað í Jökuldalinn.“ Ekki verður mikill tími aflögu hjá Sólrúnu á næstunni þar sem sauðburður er á næsta leiti. Sólrún er með tæpar 500 ær og því verður unnið á vöktum allan sólarhringinn á meðan annir eru sem mestar. „Sem betur fer eru sonur minn og dóttir að koma úr skólavistum sínum en einnig fáum við hjálp frá mágkonu minni sem býr hér á næsta bæ. Þar að auki berst okkur liðsauki að sunnan því ungur drengur ætlar að vera hérna hjá okkur,“ segir Sólrún og heldur svo út í nútímaysinn sem er nýkominn í dalinn. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SÓLRÚN HAUKSDÓTTIR BÓNDI Í JÖKULDAL Nútímastressið kominn í Jökuldalinn „Ég hefði nú aldrei gert neitt svona,“ segir Sigríður Heiðberg kattavinur um þá bylgju sem gengur yfir heims- byggðina og lýtur að tískuklæðnaði, skartgripum og jafnvel sólgleraugum fyrir hunda. Sigríður telur þó sniðugt og raunar mjög snjallt að smáhundar klæðist peysum í mestu kuldaköstunum. „Þessir litlu hundar eru kulvísir og það er gott að skýla þeim. En allt sem fer út í öfgar er bölvuð vitleysa.“ Hún segist þó aldrei geta samþykkt að sólgleraugu og skartgripir séu sett á hunda. „Það er bara bull og ég er alveg á móti því,“ segir hún og hafnar því algjörlega að sjá eitthvað í þessa áttina búið til fyrir ketti. SJÓNARHÓLL TÍSKUKLÆÐNAÐUR OG SKART- GRIPIR FYRIR HUNDA Sumt er bull SIGRÍÐUR HEIÐBERG KATTAVINUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.