Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 20
 24. apríl 2006 MÁNUDAGUR20 BRÉF TIL BLAÐSINS SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um mál- efni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Sennilega er okkur ekkert mikil- vægara en öryggi barnanna okkar. Ef að þeim steðjar ógn verður hið daglega streð harla lítilfjörlegt. Því miður er það samt svo að í sífellt flóknari og hraðari heimi tækninýjunga fjölgar hættunum sem við þurf- um að varast um leið og það verð- ur erfiðara að hafa yfirsýn yfir það sem mögulega gæti ógnað velferð fjölskyldunnar. Og það sem verra er, að fyrst okkur full- orðna fólkinu finnst erfitt að fylgjast með öllum þeim nýjung- um sem stöðugt koma fram á sjónarsviðið þá er það enn erfið- ara fyrir börnin okkar að átta sig á hinum ýmsu skuggahliðum sem tækninni geta fylgt. Ef ekki er rétt farið að við notk- un Internetsins má til að mynda nálgast þar ýmislegt efni sem getur haft slæm áhrif á líðan barna og andlegan þroska þeirra. Takmörkuð tækniþekking getur leitt til þess að óvart séu opnaðar bakdyr inn á heimilistölvuna sem glæpamenn geta notað til að birta ýmsan óhroða eða komast í mikil- vægar persónuupplýsingar. Og í verstu tilfellunum hefur vanþekk- ing barna á nútímasamskipta- tækni leitt til þess að þau lendi í klónum á misindismönnum með hörmulegum afleiðingum. Þetta eru einungis örfá dæmi um þær hættur sem við þurfum að varast eftir að nýjasta tölvu- og sam- skiptatækni kom til skjalanna. Starfsmenn Microsoft þekkja vel þessa umræðu, enda erum við virkir þátttakendur sem stærsta hugbúnaðarfyrirtæki heims. Microsoft hefur á heimsvísu tekið virkan þátt í að auka öryggi barna við tölvunotkun á ýmsan hátt og má til að mynda nefna að fyrirtækið hefur á síðustu árum veitt yfir 300 milljónum króna í þróun sérstaks hugbúnaðar sem hjálpar nú lögreglu um allan heim að hafa hendur í hári þeirra sem dreifa barnaklámi á netinu. Við hjá Microsoft Íslandi vilj- um að sjálfsögðu leggja okkar af mörkum til að auka öryggi íslenskra barna og unglinga sem eru að kynnast tækniheiminum. Til að mynda höfum við stutt samtök á borð við Heimili og skóla og Barnaheill við ýmis verkefni sem tengjast þessum málaflokki, en við viljum jafn- framt sýna vilja okkar í verki og taka sjálf þátt í að fræða börn og unglinga um það hvernig best sé að umgangast tölvur og aðrar tækninýjungar með sem öruggustum hætti. Þess vegna höldum við nú öryggisdaga Microsoft, frá 24. til 28. apríl. Á meðan á þeim stendur leggur starfsfólk Microsoft Íslandi auk nokkurra samstarfs- aðila niður hefðbundna vinnu og fer í heimsókn til fjölmargra grunnskóla á höfuðborgarsvæð- inu til að fræða 9 til 14 ára nem- endur um tölvuöryggi. Við munum útskýra fyrir börnunum hvernig eigi að umgangast tölvur og Internetið á öruggan hátt, fara varlega í samskiptum við ókunn- uga á Internetinu og virða hvert annað í skrifum á Netið, svo eitt- hvað sé nefnt. Jafnframt munum við nýta tækifærið og senda for- eldrum fræðsluefni um hvernig best sé að haga uppsetningu heimilistölvanna til að lágmarka hættuna á að börnin fái aðgang að óæskilegu efni eða komist í samband við misindismenn. Það er von okkar hjá Micros- oft Íslandi að öryggisdagarnir geri börnin okkar hæfari til að bregðast við þeim hættum sem að þeim steðja með tilkomu nýrr- ar tækni. Hún verður hér eftir árlegur viðburður og mikilvægur þáttur í starfsemi okkar. Við munum hverfa frá daglegu amstri og leggja allan okkar kraft í að auka öryggi íslenskra barna. Enda varla hægt að hugsa sér mikilvægara verkefni en það. Höfundur er framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Aukum öryggi barnanna okkar UMRÆÐAN ÖRYGGISDAGAR MICROSOFT ELVAR STEINN ÞORKELSSON Takmörkuð tækniþekking getur leitt til þess að óvart séu opnaðar bakdyr inn á heim- ilistölvuna sem glæpamenn geta notað til að birta ýmsan óhroða eða komast í mikil- vægar persónuupplýsingar. Og í verstu tilfellunum hefur vanþekking barna á nútíma- samskiptatækni leitt til þess að þau lendi í klónum á misind- ismönnum með hörmulegum afleiðingum. Svandís Svavarsdóttir, sem skip- ar 1. sæti á lista VG til borgar- stjórnarkosninganna, hefur skrif- að nokkrar greinar í dagblöð undanfarnar vikur. Þær hafa vakið athygli mína og ég tel að Svandís sé kostur sem vert sé að skoða af alvöru. Mér sýnist að hún sé stjórnmálamaður sem starfi af hugsjón, hefur skýra og upp- byggjandi framtíðarsýn, grund- vallaða á sterkri lífsskoðun og reynslu. Ég er að mörgu leyti sammála ummælum Svandísar og sjónar- miðum hennar í grundvallaratrið- um. Þann 23. mars sl. skrifaði Svandís grein sem bar titilinn „Borg er fyrst og fremst samfé- lag“. Þar segir hún: VG vill „ekki tala um fötlunarpólitík eða pólitík í málefnum fatlaðra, eins og málið snúist um að við stjórnmálamenn- irnir séum að gera eitthvað fyrir aðra. Málefni fatlaðra eru í raun og veru málefni allra. Fatlaðir eru hluti af samfélaginu, ekki sér- stakur hópur, heldur venjulegt fólk. Fatlaðir eru ekki hinir heldur við.“ Ég segi: „Amen“, þrisvar. Það þýðir ekki að við ættum ekki að aðhafast neitt í ofangreindu máli heldur snýst þetta um við- horf. „Viðhorf skiptir öllu máli. Við- horf samfélagsins til einstaklings er hluti af því sem skapar hans vitund og sjálfsmynd,“ segir Svandís. Ég hef verið að segja nákvæmlega það sama varðandi málefni samkynhneigðra og þjóð- kirkjunnar en því miður hefur málflutningurinn ekki hlotið hljómgrunn hjá meirihlutanum hingað til. Við erum svo vön því þegar við byrjum að hugsa um til- tekið mál eða málefni að flokka það og aðgreina, jafnvel tækni- lega. Þessi aðferð dregur ekki aðeins línu milli hinna og okkar, heldur ýtir hún oftast fólki inn í ferkantaðan kassa og rænir það svo mörgum möguleikum sem það hefur sem manneskja. Það loðir t.d. sú ímynd við að fatlað fólk geti ekki talað um neitt nema fötlun, innflytjendur einungis um mál- efni útlendinga og múslimar um íslam svo aðeins fáein dæmi séu nefnd. En við erum fyrst og fremst manneskjur eins og flestir í sam- félaginu og það er mjög leiðigjarnt að setja slíkan merkimiða sjálf- krafa á fólk. Sem dæmi má nefna að þá lang- ar okkur innflytjendur til dæmis oft að segja okkar skoðun á virkj- unarmálum hérlendis eða leik- skólagjöldum. Það er sem sagt mjög mikilvægt að sjá samfélagið sem samkomu af manneskjum áður en við byrjum á að sundur- greina það. Svandís heldur áfram: „Þátttaka er lykilorðið ... Borgin þarf líka á fötluðum að halda eins og öðrum í borgarsamfélaginu, þeirra reynslu, sýn og framlagi á öllum sviðum.“ Þátttaka er sannarlega lykil- orð. Ég vil endilega nota þetta orð í umræðum um málefni innflytj- enda í staðinn fyrir óskýrt hugtak „gagnkvæma aðlögun.“ Þátttaka á að vera grunnviðmið í samfélagi til að meta lýðræði þess, þar sem ólýðræði birtist í því að takmarka þátttöku eða aðgengi borgarbúa í eða að stjórnsýslu á ýmsan hátt. Ég er sammála því að horfa á sam- félagið sem samfélag allra manna frekar en marga sérhópa, að setja hugtakið þátttöku í öndvegi og leggja áherslu á mikilvægi við- horfsins. Slíkur frambjóðandi og flokkur hans á skilinn stuðning. Þátttaka og viðhorf í borgarstjórn UMRÆÐAN STJÓRNMÁL TOSHIKI TOMA PRESTUR OG STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR Ólafur Hannibalsson fylgir eftir stefnu samtaka sinna „Þjóðar- hreyfingin - með lýðræði“ um aug- lýsingar stjórnmálaflokka í grein í Fréttablaðinu 19. apríl síðast- liðinn. Megininntakið í grein Ólafs er að í langflestum ríkjum Evrópu utan Íslands séu skýrar leikreglur um hvað stjórnmálaflokkar megi ráðstafa miklu fé til auglýsinga og ekki eigi að heimila stjórnmála- flokkum að auglýsa í sjónvarpi. Ef fyrst eru skoðaðar reglur um hámark ráðstöfunarfjár til auglýsinga þá vaknar upp spurn- ingin hver eigi að hafa eftirlit með því hvort farið sé að settum regl- um. Væntanlega þyrfti það að vera óháður aðili og hver á að ákveða hver er óháður og hver ekki? Ég er hræddur um að þrátt fyrir góðan vilja og fallega hugsun þá séu reglur af þessum toga til þess eins að slá ryki í augu almennings. Auglýsingar eru í raun bara ein aðferð af mörgum til þess að koma upplýsingum til fólks. Auglýsingar í stað málgagna Stjórnmálaflokkarnir allir hafa rekið og reka sín málgögn með misáberandi hætti. Þar er skila- boðum flokkanna komið á fram- færi með öllum ráðum. Stundum í forystugreinum, stundum í fréttaskýringum en oftast með óbeinni aðferðum eins og mynd- birtingum og á stundum, þögn- inni. Þeir stjórnmálaflokkar sem hafa betri aðgang að fjölmiðlum hafa samkeppnisforskot á aðra flokka sem keppast um að koma sjónarmiðum sínum á framfæri til almennings. Eftir að Framsóknarflokkur- inn hætti að reka málgagn sitt, Tímann, þá hefur flokkurinn lagt fram störf sín og stefnu í formi auglýsinga í aðdraganda kosn- inga. Þær auglýsingar hafa bæði rifjað upp það sem flokkurinn hefur gert á yfirstandandi kjör- tímabili og eins gefið fyrirheit um framtíðarsýn flokksins í ákveðnum málaflokkum. Ef flokkur, sem ekki á sitt málgagn og hefur minni aðgang að fjöl- miðlum en samkeppnisaðilinn, fær ekki að auglýsa stefnu sína og störf í gegnum þá fjölmiðla sem mest áhrif hafa, hvar á hann þá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri? Reglur sem Ólafur og „Þjóðarhreyfingin - með lýð- ræði“ tala fyrir, held ég að gangi aldrei upp þegar á reynir. Ef svo færi að slíkum reglum yrði komið á og fundin aðferð til þess að fylgja þeim eftir þá væri það fyrst og fremst stóru flokkarnir sem ættu fjölmiðlana sem nytu þá fyrst yfirburða sinna. Ég held að forskotið sem þeir hafa nú þegar sé ærið þótt ekki komi til auglýsingabann á þá flokka sem hafa lagt niður málgögn sín og misnota ekki „óháðar“ fréttastof- ur. Eins og hver önnur vara á markaði Eftir fjölmiðlafund Þjóðarhreyf- ingarinnar - með lýðræði þar sem lagt var til að stjórnmálaflokk- arnir auglýstu ekki í sjónvarpi var ég spurður í þætti á Bylgj- unni hver mín viðbrögð við tillög- um þeirra væru. Mitt svar er ein- falt. Stjórnmálaflokkar eru eins og hver önnur vara á markaði. Vara sem er í samkeppni um hylli neytenda. Það er ekki nóg að standa fyrir góðum málum og hafa skýra framtíðarsýn ef ekki er hægt að koma málum sínum á framfæri við almenning. Auglýs- ingar er tæki til að koma upplýs- ingum á framfæri. Framsóknar- flokkurinn mun nota þær aðferðir sem hann telur bestar til þess að ná árangri í kosningunum. Aug- lýsingar er ein leið af mörgum sem við notum til þess að ná til fólks en alls ekki sú eina. Í 90 ára sögu flokksins hafa verið notaðar margs konar aðferðir aðrar en auglýsingar til þess að ná til kjós- enda og þær verða að sjálfsögðu líka notaðar núna. Hvað gengur þeim til? Í umræðu eins og þessari þá er eðlilegt að vakni spurning eins og sú hvað Ólafi og félögum gangi til með að vilja takmarka aðgang stjórnmálaflokka að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga. Það eru ekki hagsmunir fjölmiðlanna, það eru ekki hagsmunir þeirra flokka sem ekki eiga fjölmiðla og það eru ekki hagsmunir almenn- ings sem er fullfær um að flokka frá sér það áreiti sem hann kærir sig ekki um. Spurningin um hvaða hagsmuni er verið að verja er því ósvarað. Ég læt „Þjóðarhreyfing- unni“ það eftir og um leið má hún svara því hvort munur sé á því að auglýsa áherslumál sín í sjón- varpi, eða í New York Times eins og hún, ein íslenskra stjórnmála- afla, hefur reynt. Höfundur skipar 2. sætið á B- listanum í Reykjavík. Auglýsingar eru upplýsingar UMRÆÐAN AUGLÝSINGAR STJÓRNMÁLA- FLOKKA ÓSKAR BERGSSON Ef flokkur sem ekki á sitt mál- gagn og hefur minni aðgang að fjölmiðlum en samkeppnis- aðilinn, fær ekki að auglýsa stefnu sína og störf í gegnum þá fjölmiðla sem mest áhrif hafa, hvar á hann þá að koma sjónarmiðum sínum á framfæri? Í viðtali í Blaðinu 22.4. síðastliðinn við Eyþór Arnalds mátti skilja að hann væri einstæður faðir. Það er hann ekki og hefur ekki verið. Börnin okkar tvö eru í forsjá minni. Móeiður Júníusdóttir. Misskilningi eytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.