Fréttablaðið - 24.04.2006, Blaðsíða 68
24. apríl 2006 MÁNUDAGUR28
Vagnhöfða 23 - Sími 590 2000
Seltjarnarnesi
KT verslun Akureyri
Njarðarnesi S. 466 2111
Bestu dekkin í USA
8 ár í röð Tire Review Magazine
Low profile fyrir
lúxusjeppa og
sportbíla.
Frábært veggrip.
Mikil mýkt.
Hágæða hönnun.
Veldu TOYO PROXES
og skildu hina eftir.
Mikið úrval frábært verð.
Fyrir ákaflega leið mistök birtist
rangur SMS-kosningatexti með
seinni umferð Sigurskáldsins
2006 í blaðinu í gær. Umferðin er
því endurtekin í dag og mætast
þær Ásta Heiðrún Elísabet Pét-
ursdóttir og Hildur Lilliendahl
Viggósdóttir á ný. Keppnistím-
innn lengist að sama skapi um
einn dag þannig að úrslitakeppn-
in fer fram á þriðjudag og sjálft
Sigurskáldið verður kynnt í
Fréttablaðinu á miðvikudag.
Skáldin tvö og lesendur eru beðin
velvirðingar á mistökunum og
þeir sem greiddu atkvæði í gær
eru vinsamlegast beðnir að kjósa
aftur í dag.
Það er eins og í sálinni
svamli óragrúi tilfinninga.
Straumþungt stórfljót
sem streymir í átt að ljóði.
Ekki bara hvaða ljóði sem er
heldur
innihaldsríku og djúpu.
En þar liggur vandinn
ég er bara stelpugopi.
Ég er hvorki ástfangin
né í ástarsorg.
Ég hef ekki skoðanir á varnarliði
eða vatnalögum.
Ég hef enga sérstaka innsýn
í mannlegt eðli.
Eða get skrifað á hnyttinn hátt
um hátterni fólks.
En ég veit að Marissa skaut Trey,
í ðe ósí.
Og Rory Gilmore svaf hjá Dean,
þó hann væri giftur.
Bara.
Bara ef ég væri alvöru.
Alvarleg með skoðanir á hreinu.
Þá gæti ég kannski túlkað
þessar tilfinningar sem krauma
innra með mér.
Sweet Jane
Jane. Jane ég vil yrkja þér ljóð.
Við eigum allskonar drasl sameiginlegt
ég og þú Jane.
Allavega þykja mér fatalufsurnar þínar
með
hlébarðamunstrinu helvíti
töff og svo get ég vel skilið
að þú skulir falla fyrir gæja eins og
Tarzan.
Það er eitthvað einkennilega eggjandi
við menn
sem sveifla sér hálfnaktir og vöðva-
stæltir í trjám.
Sveifla... hálf... naktir... stæltir... trjám...
Það er tryllingurinn í augum ykkar
Jane
sem fær mig til að yrkja til þín ljóð.
Sjáðu til Jane, ég hef aldrei verið sér-
lega villt.
Það er stafalogn í lífi mínu Jane
og ekki endilega vegna þess að ég
kæri mig ekki um rok,
ekki endilega vegna þess að ég óttist
storminn,
heldur vegna þess Jane,
að breytingar kosta fyrirhöfn.
Tíma, orku, peninga.
Þess vegna sit ég sem fastast í íbúð-
inni minni
á eylandinu mínu
sem ég elska að hata og hata að
elska
Þess vegna hírist ég hér Jane og hlusta
á vindinn fyrir utan gluggann
minn.
Svarið fýkur í vindinum sagði Dylan.
Sennilega fæ ég aldrei að heyra það.
Hálsinn á þér er einkennilega kynæs-
andi Jane.
Það er eins og hann biðji um að láta
narta í sig.
Rifbeinin þín eru rimlar í fangaklefa
Jane og ég,
ég er lokuð fyrir utan hann en ekki
inni í honum.
Hvað segirðu um það Jane, ha?
Þokki konu í frumskógi er áreynslu-
laus.
Þú ert öfundsverð Jane.
Ef þú bara vissir hvað vestræn nútíma-
kona leggur á sig
til að laða að sér sæmilegan karl-
mann.
Ég hef jafnvel heyrt að til séu konur
sem geri sér upp
kynferðislega fullnægingu!
Hugsaðu þér Jane. Allt til þess að karl-
manninum líði betur
með frammistöðu sína í
(þarna ætlaði ég að segja rúminu, en
sennilega hefur það ekki
merkingu fyrir þér, svo ég læt hér við
Seinni umferð fjögurra ljóða úrslita
HILDUR LILLIENDAHL VIGGÓSDÓTTIR
Fædd 1981.
ÁSTA HEIÐRÚN ELÍSABET PÉTURSDÓTTIR
Fædd 1984.
Álit dómnefndar:
Kristján Bjarki Jónasson:
Sannleikurinn um okkur öll, sagður á umbúðalausan og glæsilegan hátt.
Flott ljóð.
Ragnheiður Eiríksdóttir:
Raunsæi ungra kvenna í dag, þar sem raunverulegasti hlutur lífs þeirra er
bandarískur sjónvarpsþáttur. Þráin eftir frekari dýpt verður sjálf dýptin.
Þórarinn Þórarinsson:
Afskaplega „ljóðalegt“ ljóð sem fangar vel angistina sem fylgir því að vera
hugsandi manneskja í neyslusamfélagi.
Álit dómnefndar:
Kristján Bjarki Jónasson:
Nútímakonan hittir frumskógarkonuna. Fyndið en um leið tragískt ljóð um
von okkar allra um frelsi.
Ragnheiður Eiríksdóttir:
Poppað ljóð, með titli úr popplagi og tilvísun í annað. Hér er hita, frum-
skógi og ævintýraþrá stillt upp móti íslenskum kynkulda og afborgunum af
íbúðarlánum. Sterkar andstæður.
Þórarinn Þórarinsson:
Rosa „kynjað“ ljóð með skemmtilegu andstæðupari sem virðist þó eiga
ansi margt sameiginlegt. Skógarkonan býr með mannapa og borgardaman
tekst á við menn sem eru hálfgerðir apar. Ég er hálf týndur í þessum skógi
Ef þú kýst ljóð Ástu sendir þú SMS
skeytið JA L2 í númerið 1900*.
Ef þú kýst ljóð Hildar sendir þú SMS
skeytið JA L7 í númerið 1900*.
* Hvert skeyti kostar 99 krónur.
Dregið verður úr innsendum SMS
skeytum á hverjum degi. Vinningshafi
dagsins fær bókina Draumalandið
eftir Andra Snæ Magnason.
HVERNIG VELUR
ÞÚ LJÓÐ?
Til að kjósa þitt ljóð sendir þú
einfaldlega SMS-skeyti, eitt eða fleiri.
Myndlistarmaðurinn Steingrím-
ur Eyfjörð opnaði sýningu sína
Bein í skriðu (Bone in a Landslide)
í 101 Gallerí á Hverfisgötu 18a á
föstudaginn. Góðir gestir heiðr-
uðu listamanninn með nærveru
sinni við sýningaropnunina.
Dvergar og tröll setja svip sinn á
verk Steingríms en í þeim leikur
hann sér með þá gamalgrónu til-
hneigingu Íslendinga til þess að
skýra skriðuföll með því að
dvergar og tröll standi fyrir
þeim.
101 Gallerí er opið fimmtu-
daga til laugardaga frá klukkan
14 til 17. Sýningin stendur til 3.
júní 2006.
Dvergar, tröll og skriðuföll
HANS KRISTJÁN ÁRNASON Hinn vaski
liðsmaður Þjóðarhreyfingarinnar lét sig
ekki vanta og tók sig vel út innan um álfa
og tröll.
FEÐGARNIR VALGARÐUR ÍVARSSON OG
ÍVAR VALGARÐSSON Stóðu keikir upp úr
skriðum Steingríms.
ERNA RÚN OG ODDNÝ MARGRÉT RAGNARSDÓTTIR Skáluðu við
dverga og tröll í 101 Gallerí.
LISTAMAÐURINN Steingrímur Eyfjörð tók á móti sýningargestum.
ÞORBJÖRG DANÍELSDÓTTIR OG GEIRLAUG ÞORVALDSDÓTTIR Voru
glaðbeittar í dvergafansinum.