Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 29

Fréttablaðið - 28.04.2006, Page 29
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ef það er eitthvað sem Jón Gestur Sörtveit þekkir vel þá er það kaffibaunin og hvernig á að njóta góðs kaffibolla. Jón Gestur Sörtveit kaffi- meistari er fróður um sögu og gerð kaffidrykkja enda kenn- ir hann á námskeiðum hjá Lavazza-kaffiskólanum á Íslandi. „Í raun heitir skólinn Lavazza Training Center og er hluti af alþjóðlegri keðju,“ segir Jón. „Það verða nokkur námskeið í maí fyrir almenn- ing. Þar verður farið yfir sögu kaffisins, hver sé besta uppá- hellingin fyrir hinar ýmsu gerðir af kaffikönnum, nem- endur læra að laga góða kaffi- drykki, flóa mjólk og lag- skipta drykkjum.“ Spurður hvort hann sjái algerlega um kaffigerð og uppáhellingar heima fyrir segist Jón ekki geta neitað því. „Já, kaffið er svolítið á minni könnu,“ segir Jón og hlær. „En ég er kominn með sjálfvirka kaffivél sem malar í hvern bolla þegar hún hellir upp á. Sumum finnst mikil- vægt að eiga uppþvottavél en mér finnst mikilvægt að eiga kaffivél.“ Jón segist einnig vera ákaflega vinsæll í tjaldferða- lögum því stálmokkakannan fylgir honum ávallt. „Ég hvet fólk til að kaupa sér svona fyrir sumarið frekar en að vera með instant-kaffi. Kann- an er bara sett á prímus og maður fær rjúkandi og góða uppáhellingu.“ Uppskriftina, sem Jón gefur lesendum, fékk hann hjá lærimeistara sínum og má sjá á síðu 2. johannas@frettabladid.is Kaffið er á minni könnu Jón Gestur Sörtveit er hæstánægður með kaffivélina sína nýju enda metur hann fátt meira en að fá góðan kaffibolla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GÓÐAN DAG! Í dag er föstudagurinn 28. apríl, 118. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 5.11 13.25 21.42 Akureyri 4.44 13.10 21.38 NÝTT Í BLAND VIÐ HIÐ GAMLA Kaffi París hefur opnað á ný eftir endurbætur. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á matseðlinum. MATUR 2 ÍSLENDINGAR NÝTA TILBOÐIN VEL Neytendasamtökin aðstoða þá sem telja sig hlunnfarna í viðskipt- um við verslanir og önnur fyrirtæki. TILBOÐ 6 Hagkaup í Skeifunni og á Akureyri bjóða sumardekk á góðu verði. Fimmtíu fyrstu sem kaupa heilan umgang fá 50% afslátt af umfelgun. Árshátíð og aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara er haldinn á Ísafirði um helgina. Nánari upplýsingar á www.chef.is ALLT HITT [MATUR OG TILBOÐ] Risastór markaður með geisladiska, DVD, músík og myndir hefur opnað í gamla Blómavalshúsinu í Sigtúni 40. Að markaðnum standa Bergvík, 12 Tónar, Músík ehf, Músík og myndir og Culture Company. Hægt er að fá mikið úrval af tónlist og bíómyndum á góðu verði. Sem dæmi má taka geisladisk með söngkonunni Hönsu á 999 krónur, tónlistina úr Litlu hryllingsbúðinni á 1.499 krónur. Meðal annarra frægra má nefna Ragnheiði Gröndal, Emilíönu Torrini og Dionne Warwick. Markaður í Sigtúninu HÚSNÆÐI BÓMAVALS Í SIGTÚNI HEFUR FENGIÐ NÝJAN TILGANG. Nú flæðir tónlistin um ganga gamla Blómavalshússins í Sigtúni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.