Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 13

Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 13
SUNNUDAGUR 7. maí 2006 13 BRÉF TIL BLAÐSINS Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Er þak á þinni starfsemi? Suðurlandsbraut 22 Glerárgötu 24-26 Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is Allir flurfa flak yfir höfu›i› - líka flitt fyrirtæki! "Hefur flú kynnt flér kosti eignaleigu vi› fjármögnun atvinnuhúsnæ›is? Me› sérsni›inni rá›gjöf í bland vi› persónulega fljónustu, höfum vi› hjá L‡singu hjálpa› fyrirtækjum af öllum stær›um og ger›um a› koma flaki yfir sína starfsemi." Sigurbjörg Leifsdóttir Rá›gjafi, fyrirtækjasvi› Innflytjendaráð Félagsmálaráðherra hefur skipað Sæunni Stefánsdóttur, aðstoðarmann ráðherra sem nýjan formann innflytjendaráðs. Því er ætlað að fjalla um helstu atriði er varða aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi og vera stjórnvöldum til ráð- gjafar við stefnumótun í málaflokknum. Sannarlega tímabært! En athygli hefur hins vegar vakið að í ráðinu er bara ein manneskja af erlendum uppruna. Hvað er málið? Hvaða reynslu hefur þessi for- maður af málaflokki? Og hvernig í ósköp- unum er hægt að annast þetta mál vel þegar nánast engin af þeim sem málið snýr að er í ráðinu. Hefði það ekki verið gagnlegra að hafa fleiri af erlendum upp- runa í ráðinu? Hvenær ætlar ríkisstjórnin að læra af mistökum? Það margborgar sig að láta fólk sem þekkir það af eigin reynslu að sjá um aðlögun innflytjenda. Það er sorglegt að svo er ekki. Margir inn- flytjendur á Íslandi eru hæfir til að takast á við slíkt verkefni. Ráðherrann má gera sér grein fyrir þessu. Samúel Richard ráðgjafi Skattarnir í USA og hér Í nýlegu tölublaði The Economist er fjall- að um skattalækkanir George Bush, en hann hefur verið gagnrýndur nokkuð í heimalandi sínu fyrir að lækka mest skatta þeirra tekjuhæstu. Þannig hefur skattprósenta þeirra tekjuhæstu lækkað tíu sinnum meira en þeirra tekjulægstu. Það er því fróðlegt að bera saman tekju- skatta alríkisins í Bandaríkjunum við tekjuskatta hérlendis. Þrátt fyrir skatta- lækkanir Bush greiða 40% tekjuhæstu heimilanna í Bandaríkjunum enn 99,4% af sköttunum meðan lægstu 60% greiða aðeins 0,6%. Sú tala er 32% á Íslandi. Þannig greiða tekjulágir Íslendingar 50 sinnum stærri hluta skattanna en tekju- lágir Bandaríkjamenn gera, 40 sinnum ef útsvarið er undanskilið. Fyrir nokkru sóttist Steve Forbes eftir tilnefningu repúblikana í Bandaríknunum. Hans helsta baráttumál voru „flatir skattar“ með frítekjumarki upp á 115.000 kr. á mánuði. Það var í raun á ferðinni íslenskt skattkerfi ef persónuafsláttur hér væri hækkaður um helming. Hann þótti of hægrisinnaður í Bandaríkjunum. Sjálf- stæðismenn á Íslandi láta Steve Forbes aftur á móti líta út eins og sósíalista, en samkvæmt landsfundarsamþykkt flokks- ins er stefnt að því að fella niður per- sónuafslátt. Þeir virðast þó óttast að hug- sjónir þeirra eigi lítinn hljómgrunn. Þeir halda því t.d. leyndu að þeir hafa náð að auka launamun um helming á seinustu árum og gefa eitt vestrænna ríkja ekki út hagskýrslur um efnið. Leggja svo í kosn- ingabaráttu og bjóða fram stefnuskrá jafnaðarmanna. Jafnaðarmenn! Forðist eftirlíkingar! Guðmundur Örn Jónsson verkfræðingur Ég á heima í Reykjavík. Mér finnst Reykjavík skemmtileg borg sem býður upp á eitthvað fyrir alla og iðar því af fjölbreyttu mannlífi. Sem dæmi átti ég frá- bæran frídag í gær þar sem ég fékk tækifæri til njóta borgarinn- ar til fullnustu. Ég byrjaði á að fara með hund- inn minn á Geirsnef en þar er frá- bær aðstaða fyrir hunda. Svæðið er til fyrirmyndar sem slíkt og býður upp á ýmsa valmöguleika. Þar er t.d. sérstök útivistar- og æfingaaðstaða eins og er víða erlendis og ýmis þjónusta á svæð- inu. Næst ákvað ég að fara í Vatna- veröldina með syni mínum þar sem við skemmtum okkur stór- kostlega í rennibrautunum og öldulauginni. Við skemmtum okkur aldrei eins vel og þar. Það var mjög gott veður þenn- an dag þannig að við ákváðum að fara næst í Sjávardýrasafnið í Laugardalnum, sonur minn er mikill aðdáandi. Á leiðinni þang- að var gaman að sjá hvað margir voru á ferðinni hjólandi út um alla borg á þar til gerðum hjóla- stígum og brautum. Ég sé að það eru sífellt fleiri sem nýta sér þennan valkost eftir að borgin tók sig á í þessum efnum. Sonur minn var svo að fara í afmæli hjá skólafélaga sínum þannig að næst ók ég honum þang- að. Á sama tíma og við renndum í hlaðið var stóri bróðir vinarins greinilega að flýja fjörið og á leið- inni út að leika sér á krossaranum sínum. Hann var víst virkilega glaður með nýju mótorkross- brautina enda ekki langt að fara, mikið lagt í hana og henni vel við haldið. Mamma þeirra sagði mér að allir fimm bræðurnir væru á kafi í einhverskonar íþróttum og tómstundum eftir að þeir fóru að fá 40 þúsund króna frístundakort árlega frá Reykjavíkurborg. Hún virtist mjög ánægð fyrir hönd sona sinna, enda gátu þau hjónin ekki ein og sér staðið undir kostn- aði við íþrótta- eða tómstundar- iðkun þeirra hér áður fyrr. Þar næst ákvað ég að kíkja aðeins niður í bæ og fá mér einn latté á kaffihúsinu í Hljómskála- garðinum sem iðaði af mannlífi eins og vanalega. Ég ákvað að fá mér sæti í grasinu með kaffið mitt í góða veðrinu. Það var greinilega mikið um að vera fyrir börnin þarna hinum megin en ég naut þess að hlusta á lifandi og ljúfa tóna lítillar hljómsveitar frá Tékklandi sem ég held að séu hérna út af tónlistarhátíðinni. Þetta var mjög notalegt og þarna hitti ég mikið af fólki sem ég þekki sem var gaman að sjá og spjalla við. Á leiðinni heim dáðist ég að því hvað borgin er orðin hrein og falleg, þetta er í rauninni ótrúleg- ur munur frá því bara fyrir nokkrum árum. Um kvöldið fór ég svo niður í bæ til að fá mér snarl með vin- konu minni. Það fyrsta sem við sáum voru tveir glaðlegir lög- regluþjónar að leiðbeina áttavillt- um túristum. Við fórum að rifja upp þann tíma er sú sjón var álíka algeng og svartir svanir eða hvít- ir hrafnar. En þetta er allt annað í dag sem betur fer og allt önnur tilfinning að vera í bænum á kvöldin. Þetta var frábær dagur í fal- legri og skemmtilegri borg. Ég vil geta átt svona dag í Reykjavík – og það vill B-listinn í Reykjavík fyrir alla borgarbúa. Ertu með? Skemmtileg Reykjavík UMRÆÐAN BORGARSTJÓRN- ARKOSNINGAR MARSIBIL SÆMUNDSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI NFS Í BEINNI Á VISIR.IS 35.000 gestir vikulega sem dvelja í u.þ.b. eina klst. hver. Auglýsingasími 550 5000.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.