Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 14
 7. maí 2006 SUNNUDAGUR14 timamot@frettabladid.is Mikil vinna er framundan hjá Ólafi Rafnssyni, nýkjörnum forseta Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, en hann tók við embættinu þann 29. apríl síð- astliðinn á ársþingi ÍSÍ. „Embættinu fylgja margar skyldur en fyrir mér er það eiginlega bara hrein skemmtun,“ segir Ólafur. Starf forseta ÍSÍ felur í sér mikil samskipti við annað fólk. „Mikið er um fundi hérlendis og erlendis og starfinu fylgja greinaskrif og ræðuskrif og annað slíkt. Fyrst og fremst snýst starfið þó um að koma fram fyrir hönd hreyfingarinnar og stýra stefnumótun og öðru slíku sem er náttúrulega ekk- ert nema forréttindi fyrir þann sem hefur áhuga á þessum málum. Ég er með margar hugmyndir sem mig lang- ar að setja í gang þó að það gerist ekki allt á fyrstu vikunum.“ Næstu vikur verður dagskráin þétt- skipuð hjá Ólafi. „Nú er tími þinga sambandsaðila og ég hef verið að mæta mikið á þing og fundi. Síðan eru kynn- ingarfundir framundan þar sem ég funda með viðkomandi ráðherrum, forseta, fulltrúum ólympíuhreyfingar- innar hérlendis og erlendis og fjölda hagsmunaaðila sem tengjast íþrótta- hreyfingunni.“ Ólafur segir að hann hafi alveg vitað hvað hann var að fara út í þegar hann bauð sig fram til forseta ÍSÍ. „Það er ekkert að koma mér á óvart því ég hef starfað mjög lengi og mikið á þess- um vettvangi,“ segir hann. Almennt er kjörtímabil stjórnar ÍSÍ tvö ár en Ólafur mun þó sitja í að minnsta kosti þrjú ár. „Að þessu sinni var gerð breyting á tímasetningu íþróttaþinga samkvæmt tilmælum Alþjóðaólympíunefndarinnar og næsta þing verður því ekki fyrr en 2009 svo þetta kjörtímabil verður þrjú ár. Hefð hefur verið fyrir því að menn sitji nokkur kjörtímabil í þessu embætti og ég hef fullan hug á því að standa mig það vel að ég njóti þess trausts sem þarf til endurkjörs,“ segir Ólafur. Þrátt fyrir mikið annríki ætlar Ólaf- ur þó að reyna að gefa sér tíma til þess að fara í frí með fjölskyldunni í sumar. „Við munum væntanlega fara eitt- hvert innanlands því það er fátt sem okkur finnst skemmtilegra. Ég hef mikinn hug á því að fara á ýmis íþrótta- mót í sumar og svo er stefnan að fara á landsmótið á Laugum í Reykjadal um verslunarmannahelgina.“ Þennan dag fyrir sextíu árum síðan skrifaði nasistastjórn Þjóðverja undir skilyrðislausa uppgjöf fyrir hönd landsins. Lauk þar með hörmulegu stríði í Evrópu sem staðið hafði yfir í hátt í sex ár. Fregnirnar bárust fyrst frá Frakklandi en voru seinna um kvöldið hinn sama dag staðfestar af upplýsinga- ráðuneyti Bretlands. Undirskrift uppgjafarinnar fór fram í borginni í Reims í norð-austurhluta Frakk- lands snemma morguns. Fyrir hönd nasista skrifaði hershöfðinginn Gustav Jodl undir uppgjöfina en fulltrúar Rússa, Frakka og Bandamanna rituðu einnig undir staðfestinguna á uppgjöfinni. Daginn eftir var haldið upp á daginn víða um heim en Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, Jósef Stalín, leiðtogi Sovétríkj- anna, og Harry S. Truman, forseti Bandaríkjanna, tilkynntu allir þrír samtímis opinberlega um uppgjöf Þjóðverja í höfuðborgum landanna þriggja. Uppgjöf Þjóðverja hafði legið í loftinu nokkru áður en hún varð að veruleika. Höfðu meðal annars herir nasista í suðri verið sigraðir auk þess sem herir þeirra í Hollandi, Dan- mörku og Noregi höfðu gefist upp. Viku áður hafði Adolf Hitler, leiðtogi nasista, svipt sig lífi og hafði Karl Dönitz tekið við af honum. Hafði Dönitz þó tilkynnt að Þjóðverjar myndu ekki gefast upp meðan enn væri barist í Rússlandi. Skilyrðislaus uppgjöf Þjóðverja kom því ekki mörgum í opna skjöldu en henni var fagnað vel og lengi. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Gíslason Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Hallmann S. Sigurðarson Aðalheiður H. Júlíusdóttir Margrét R. Sigurðardóttir Þorsteinn V. Konráðsson Ráðhildur Á. Sigurðardóttir Einar Magnús Sigurbjörnsson Gísli Sigurðsson Árný Dalrós Njálsdóttir Sigurlaug Sigurðardóttir Snæbjörn Kristjánsson Sigurður Sigurðarson Halldóra K. Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Guðbjörg Huld Magnúsdóttir frá Dölum, Fáskrúðsfirði, síðar Bakka í Kelduhverfi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Björg Gunnlaugsdóttir Sverrir Ólafsson Erla Óskarsdóttir Magnús Gunnlaugsson Ríkey Einarsdóttir Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir Stefán Óskarsson Hulda Gunnlaugsdóttir Gunnar Einarsson Hildur Gunnlaugsdóttir Páll Steinþórsson Valdís Gunnlaugsdóttir Vignir Sveinsson og fjölskyldur. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 15 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Okkar ástkæra Hrefna Magnúsdóttir Fannborg 8, áður Melgerði 16, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 8. maí klukkan 13.00. Rögnvaldur Ólafsson Sigríður Júlíusdóttir Lára Ingibjörg Ólafsdóttir Fríður Ólafsdóttir Sigrún Ólafsdóttir Halldór Jónsson Sigríður Ólafsdóttir Þórður Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir, mágkona, tengdamóðir, tengdadóttir og amma, Margrét Vallý Jóhannsdóttir Bragagötu 36, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum hinn 1. maí, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 9. maí kl. 13.00. Jarðsett verður frá Dalvíkurkirkjugarði miðvikudaginn 10. maí kl. 15.00. Páll Magnússon Hlynur Sigursveinsson Elísabet Sigursveinsdóttir Elías Þór Höskuldsson Bjarki Sigursveinsson Betina Carstens Friðrikka E. Óskarsdóttir Þuríður Jóhannsdóttir Þórólfur H. Hafstað Valgerður María Jóhannsdóttir Guðmundur Freyr Hansson Anna Sigríður Gunnarsdóttir Magnús Pálsson og barnabörn. Árni Gautur Arason markvörður er 31 árs. Hildigunnur Þráins- dóttir leikkona er 36 ára. AFMÆLI MERKISATBURÐIR 558 Hvelfing Sófíukirkjunnar í Konstantínópel hrynur. Jústiníanus fyrsti fyrirskipar að hún verði endurbyggð án tafar. 1824 Níunda sinfónía Beet- hovens er frumflutt í Vín. 1832 Grikkland verður sjálfstætt ríki. 1912 Columbia-háskóli kemur Pulitzer-verðlaununum á laggirnar. 1915 Þýskur kafbátur grandar farþegaskipinu Lusitaniu. Tólf hundruð fórust. 1940 Winston Churchill verður forsætisráðherra Bretlands. 1951 Bandaríska varnarliðið kom til landsins en varnarsamn- ingurinn var undirritaður tveimur dögum áður. 1978 Jarðgöngin í Oddsskarði eru vígð. ÞETTA GERÐIST > 7. MAÍ 1945 Þjóðverjar skrifa undir uppgjöfMARÍA EVA DUARTE DE PERÓN (1919-1952) FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Ég veit, eins og hver einasta kona, að ég hef meiri styrk en ég lít út fyrir að hafa.“ Evíta Perón var önnur eiginkona Peróns, forseta Argentínu, og er hún sögð hafa haft mikil pólitísk völd. Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Dagur Hannesson járnsmiður, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 8. maí kl. 15.00. Sigurður Dagsson Ragnheiður Lárusdóttir Bjarki Sigurðsson Dagur Sigurðsson Ingibjörg Pálmadóttir Lárus Sigurðsson Heba Brandsdóttir og barnabarnabörn. ÓLAFUR RAFNSSON FORSETI ÍSÍ Þótt miklar skyldur fylgi því að vera formaður þessa stóra félags þykir Ólafi skyldurnar eiginlega vera hrein skemmtun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÓLAFUR RAFNSSON: NÝKJÖRINN FORSETI ÍSÍ Ætlar á íþróttamót í sumar ANDLÁT Ingimundur Þorkelsson, vélvirki, áður til heimilis að Sporðagrunni 4, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. maí. Ólafur Þórðar Friðriksson Hjart- ar lést í Skógarbæ 4. maí. Jóhannes Víðir Sveinsson, Austurbergi 18, Reykjavík, varð bráðkvaddur 3. maí. Fríða Pálmars Þorvaldsdóttir, Ásbrún 2, Fellabæ, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað 19. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.