Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 34

Fréttablaðið - 07.05.2006, Side 34
ATVINNA 14 7. maí 2006 SUNNUDAGUR Skógarbændur í Fljótsdal framleiða nú girðingar- staura í gríð og erg. Framleiðsla á 2.500-3.000 girðingarstaurum er hafin hjá nytjaskógaverkefninu Héraðsskógum. Landsvirkj- un er kaupandinn og ætlar að nota staurana í girðingu meðfram Jökulsá á Dal. Áin hefur til þessa verið sauð- fjárveikivarnarlína en eftir að Kárahnjúkavirkjun tekur til starfa gegnir hún ekki lengur því mikilvæga hlut- verki. Talið er að staurarnir sem Landsvirkjun hefur samið um kaup á dugi í 20- 30 kílómetra langa girðingu en ekki einungis þarf að girða meðfram Jökulsá á Dal heldur líka Jökulsá í Fljótsdal. Skógarbændurnir fram- leiða staurana úr 20 ára gömlum lerkitrjám sem eru eins og fúavarin frá náttúr- unnar hendi og staurar úr þeim eru taldir endast betur en innfluttir grenistaurar. Einn skógarbændanna, Þor- steinn Pétursson í Víðivalla- gerði, hefur fest kaup á sér- stakri vél frá Austurríki sem afberkir trén, flettir í við, yddar og sagar í réttar lengdir. Heimild: Bændablaðið Stauragerð og girðingarvinna Lerkið hentar vel í girðingarstaura. MYND/SMK HVERNIG VERÐUR MAÐUR... VEÐURFRÆÐINGUR? Starfið Veðurfræðingur skipuleggur öflun veðurgagna, greinir þau og túlkar. Veðurfræðingar semja veðurspár, veita upp- lýsingar um veður og gera rannsóknir á veðurfari. Námið Veðurfræði er ekki kennd sem sérstök grein við háskóla hér á landi. Veðurfræði er kennd víða í nágrannalöndum okkar, til dæmis við Háskólann í Ósló. Veðurfræði fjallar um ólík viðfangsefni, allt frá því hvernig einstakir regndropar myndast til loftstrauma sem umlykja alla jörðina. Megin- viðfangsefni veðurfræðinnar eru hreyfingar andrúmslofts- ins og eðlis- og efnafræði andrúmsloftsins. Helstu námsgreinar Við Háskólann í Osló eru 7 fyrstu misserin sérstakt nám við náttúruvísindadeild, síð- ustu þrjú misserin eru ein- göngu bundin veðurfræði. Meðal námsgreina í veður- fræði eru veðurfarsmódel, eðlisfræði skýja, loftslags- fræði, meginloftstraumar og geislun í andrúmslofti. Að námi loknu Góðir möguleikar eru á fram- haldsmenntun við ýmsa háskóla erlendis. Það hefur mikla þýðingu fyrir Íslendinga að hægt sé að spá fyrir um veður. Ekki kennd sem sérstök grein á Íslandi Stuðningsfjölskylda Auglýst er eftir traustu og jákvæðu fólki sem er til- búið til að annast fatlað barn í 2 vikur í mánuði á heimili sínu. Um er að ræða 5 ára dreng með ein- hverfu sem er í leikskóla allan daginn. Starfið felst í því að sinna öllum hans þörfum á meðan hann dvelur hjá fjölskyldunni. Fagleg handleiðsla og stuðningur er í boði frá Þjón- ustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Svæðis- skrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík. Ráðningin verður á grundvelli verktakasamnings. Nánari upplýsingar um starfið veita: Lone Jensen sviðsstjóri SSR í síma 533-1388 eða tölvupóstfang- ið lone@ssr.is og Berglind Leifsdóttir félagsráðgjafi Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis í síma 411-1500 eða tölvupóstfangið berglind.leifsdottir@reykjavik.is Umsóknir sendist Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, Síðumúla 39, 108 Reykjavík fyrir 19. maí nk. Hrafnista Reykjavík Sumarvinna Starfsfólk óskast í sumarafleysingar. Starfshlutfall samkomulag Sveiganlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Magnea í síma 585-9529 Netfang magnea@hrafnista.is Vífilsstaðir,Garðabæ Sumarvinna Starfsfólk óskast í sumarafleysingar. Starfshlutfall samkomulag Sveiganlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Ingibjörg Tómasdóttir Hjúkrunarstjóri í síma 599-7011 og 664-9560 . Netfang ingat@vifilsstadir.is Hrafnista Hafnarfirði Sumarvinna Starfsfólk óskast í sumarafleysingar. Starfshlutfall samkomulag Sveiganlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Lovísa Jónsdóttir í síma 585-9402 og 693-9502. Netfang lovisaj@hrafnista.is Víðines, Kjalarnesi Sumarvinna Starfsfólk óskast í sumarafleysingar. Starfshlutfall samkomulag Sveiganlegur vinnutími. Upplýsingar gefur Borghildur Ragnarsdóttir í síma 563-8801 eða 862-5470 netfang vidines.borghildur@simnet.is Einnig er hægt að sækja um atvinnu á heimasíðu hrafnistu. www.hrafnista.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.