Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 77

Fréttablaðið - 07.05.2006, Síða 77
standi í mönnum að veita skóla- fólki tíma og svigrúm til að leysa úr vandamálum sem upp kunni að koma. Hitt sé reyndar vandamál að í ört stækkandi sveitarfélagi fjölgi nemendum sem aftur kalli á stærra húsnæði. „Uppi eru áform um það en fyrst þarf að stækka leikskólann því þar er langur biðlisti eftir plássum,“ segir Anna. Tæplega eitt þúsund manns búa í Eyjafjarðarsveit en sé mið tekið af byggingaframkvæmdum bendir allt til þess að íbúarnir fari yfir þúsund á þessu ári. Skólastarfið í Hrafnagilsskóla hefur sitt að segja í þeim efnum. „Einhverjir eru að flytjast hingað gagngert til að koma börnum sínum í skólann,“ segir Anna sem sjálf hefur búið í Eyjafirði í 35 ár. Hún kenndi við barnaskólann á Hrafnagili og varð aðstoðarskóla- stjóri við sameiningu skólanna í sveitarfélaginu 1992. Auk hefð- bundinnar kennaramenntunar er hún með meistarapróf í sér- kennslu. Anna ákvað ung að verða kenn- ari. „Ég er alin upp á Selfossi og þar var ekki til siðs í þá daga að fólk færi í meira nám eftir ungl- ingaskólann. Ég hafði hins vegar engan áhuga á að verða húsmóðir og hafði ekki hugmyndaflug til að læra annað en að verða kennari. Þá var heldur ekkert um náms- kynningar eins og nú er. En ég hef kennt síðan og líkar það vel.“ Anna hefur samanburð milli ára og áratuga þegar hún veltir fyrir sér stöðu uppeldis- og menntamála og ber saman það sem er og það sem var. „Ég held að í býsna mörgum tilfellum gefi fólk sér ekki þann tíma sem þarf til ala upp barn. Fólk vinnur mikið og fer í líkamsrækt eða annað og telur það í lagi ef það getur sinnt barninu í hálftíma á dag. Svo á að gera allt á þessum hálftíma og ekki fæst næði til að vera saman í rólegheitum og láta sér líða vel án pressu. En ég held að þetta virki ekki þannig. Það þarf meira. Fólk með börn þarf að draga úr öllu sem það er að gera og hugsa um börnin sín,“ segir Anna Guðmundsdóttir, skólastjóri Hrafnagilsskóla, sem veit hvað hún syngur. SKÓLASÝN Allir hafa hið góða í sér og möguleikann til að verða betri manneskjur. SKÓLAHEIT Ég kem í skólann til að læra og nýta hæfi- leika mína til fulls. SUNNUDAGUR 7. maí 2006 21 BÆJARL IND 12 - S : 544 4420 WWW.EGODEKOR. IS SUMARTILBOÐ Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 - sun 13:00-16:00 VERDI HNOTULÍNA -30% STÓLAR -30% VERDI Sjónvarpsskenkur br: 128cm Verð áður: 72.000,- -30% Verð nú: 50.400,- BARU Borðstofuborð 200*96 (Einnig fáanlegt í stærð: 140*140) Verð áður: 114.000,- -30% Verð nú: 79.800,- Stóll TANGO Verð áður: 13.500,- -30% Verð nú: 9.450,- BORÐ OG 6 STÓLAR SAMAN VERÐ NÚ: 136.500,- BARU Sjónvarpsskenkur br: 170cm Verð áður: 95.000,- -30% Verð nú: 66.500,- BARU Sófaborð 90*90 (Einnig fáanlegt í stærð:120*70) Verð áður: 58.000,- -30% Verð nú: 40.600,- VERDI Borðstofuskenkur br: 186cm Verð áður: 128.000,- -30% Verð nú: 89.600,- VERDI Borðstofuborð 140*140 (Einnig fáanlegt í stærð: 180*100) Verð áður: 95.000,- -30% Verð nú: 66.500,- Stóll THEO Verð áður: 12.500,- -30% Verð nú: 8.750,- BORÐ OG 8 STÓLAR SAMAN VERÐ NÚ: 136.500,- BARU TEKK HÚSGÖGN -30% Stóll ARJAN Rispufrítt áklæði sem gott er að þrífa –fáanlegur með ljósum eikarfótum og dökkum fótum Verð áður: 13.500,- -30% Verð nú: 9.450,- LEÐURSTÓLL Fáanlegur í dökkbrúnu leðri með ljósum eikarfótum Verð áður: 12.900,- -30% Verð nú: 9.030,- Stóll THEO Verð áður: 12.500,- -30% Verð nú: 8.750,- Á föstudaginn undirrituðu Þjóð- leikhúsið og Icelandair samstarfs- saming sem auðvelda á leikhúsinu að ferðast til útlanda með íslenska leiklist. Stutt er síðan stofnaður var sérstakur ferðasjóður eða loft- brú fyrir íslenskt sviðslistafólk en honum er ætlað að styrkja lista- fólk og hópa sem ekki njóta opin- berra styrkja líkt og stærri stofn- analeikhúsin gera. Þjóðleikhúsið leitaði eftir samstarfi við Ice- landair sem nú mun til dæmis gera leikhúsinu mögulegt að þekkjast boð Konunglega leikhússins í Dan- mörku sem boðið hefur sýning- unni Eldhúsi eftir máli til Kaup- mannahafnar. Leikritið Eldhús eftir máli eftir Völu Þórsdóttur, sem hún byggir á smásögum Svövu Jakobsdóttur, hefur slegið í gegn hér á landi og nú munu Danir einnig fá notið þessarar frábæru sýningar í leik- stjórn Ágústu Skúladóttur. Sýning- arnar eru fyrirhugaðar í lok mán- aðarins og verður frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, með í för en hún mun flytja aðfaraorð um rithöfundinn áður en sýningarnar hefjast í Stærekassen í Konunglega leikhúsinu. Á næstunni verður einnig farið í leikferðir með sýningarnar Græna landið eftir Ólaf Hauk Sím- onarson sem sett verður upp í Færeyjum og Pétur Gaut eftir Henrik Ibsen sem ferðast mun til Noregs í tilefni af Ibsenhátíð þar í landi. - khh Þjóðleikhúsið fær meðbyr SAMIÐ UM ÞJÓÐLEIKHÚS Á FARALDSFÆTI Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, og Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri undirrituðu samstarfssamning. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.