Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.05.2006, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 07.05.2006, Qupperneq 88
32 7. maí 2006 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 4 5 6 7 8 9 10 Sunnudagur ■ ■ LEIKIR  19.15 FH og Valur mætast í Meistarakeppni KSÍ í knattspyrnu í Kaplakrika. ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á Rúv. Bein útsending frá Þýskalandi.  12.50 Ítalski boltinn á Sýn.  15.50 NBA-úrslitakeppnin á Sýn.  17.50 Spænski boltinn á Sýn.  22.00 NBA-úrslitakeppnin á Sýn. Öllum er ljós sú staðreynd að almenn hreyfing er okkur nauð- synleg og að hreyfing þarf að vera daglegur þáttur í lífi fólks. Í ljósi aukinnar offitu, sérstaklega meðal barna og unglinga, er hreyfingin enn mikilvægari en fyrr. Regluleg hreyfing er lykill að bættri heilsu og gríðarleg forvörn. Hún stuðlar að lækkun heilbrigðiskostnaðar, eykur framleiðni, ýtir undir betra skólastarf, dregur úr fráveru í starfi, stuðlar að minnkun ofbeld- is, hvetur til samvinnu og sam- stöðu og er sem forvörn, ein hag- kvæmasta og áhrifaríkasta leiðin að bættri heilsu landsmanna. Skólaíþróttir í grunnskólum landsins eru einn af þeim þáttum sem vega þungt í hreyfingu barna og unglinga. Markmiðið með skóla- íþróttum grunnskólanna er að stuðla að alhliða þroska hvers nemenda, efla heilsufar hans og afkastagetu. Göfugt markmið, en árangurinn því miður ekki sem skyldi. Ástæðan er ósköp einföld, fjöldi hreyfistunda nemenda grunnskólanna í hverri viku er engan veginn nægur auk þess sem gæði kennslunnar eru oft á tíðum ekki nægjanleg. Kennslan ekkert breyst Leikfimikennsla í dag er nánast sú sama og hún var fyrir um 30 árum síðan hvað fjölda kennslu- stunda varðar. Samkvæmt gild- andi viðmiðunarstundaskrá í dag er skylt að veita hverjum nem- enda að lágmarki þrjár kennslu- stundir í íþróttum (sund er þar meðtalið) í hverri viku skóla- ársins. Það er síðan val stjórnenda skóla hvort þeir nýta sér þann möguleika að bæta við kennslu- stundum í íþróttum. Reynslan er því miður sú, að almennt nýta stjórnendur skóla sér ekki þennan rétt sinn og í mörgum grunnskólum landsins er skilyrðum um lágmarkskennslu ekki einu sinni uppfyllt! Nemend- ur grunnskóla fara því að meðal- tali tvisvar til þrisvar sinnum í skólaíþróttir í viku hverri, 40 mín. í senn. Fyrir um 30 árum var þessi hreyfing talin nægjanleg til að uppfylla markmið skólaíþróttanna, en í dag í ljósi breyttrar þjóðfé- lagsmyndar og aukins hreyfingar- leysis krakka og unglinga er þetta langt frá því að vera nóg. Í raun má segja að hreyfing krakka og unglinga í grunnskólum landsins sé helmingi of lítil því skólaíþrótt- ir ætti að stunda á hverjum ein- asta degi skólans a.m.k. klukku- tíma í senn. En þess í stað er staðan sú, svo dæmi sé tekið, að einungis um 20 prósent nemenda í 9. og 10. bekk reyna á sig svo til daglega þannig að þau mæðist eða svitni. Tími á endurskoðun Það er því orðið löngu tíma- bært að leikfimikennslan í heild sinni í grunnskólum landsins verði tekin til gagngerrar endurskoðun- ar. Ekki eingöngu hvað fjölda skipta varðar heldur einnig hvað innihald varðar. Ég tel að gamla góða leikfimin, sem var rauður þráður kennslunn- ar, hafi þurft að víkja allt of mikið fyrir boltaíþróttunum. Markmið skólaíþrótta í grunnskólum lands- ins á að vera það að hreyfing verði hluti af lífsstíl nemendanna til framtíðar. Íþróttakennarafélag Íslands (ÍKFÍ) hefur sofnað á verðinum hvað þetta varðar og ekki fylgt eftir markmiði sínu sem er m.a. að vinna að framförum í íþrótta- kennslu í skólum landsins. Í febrú- ar sl. gerðu menntamálaráðuneyt- ið og Kennarasamband Íslands með sér samkomulag, „Skólastarf og skólaumbætur – 10 skref til sóknar“ þar sem m.a. á að endur- skoða almenn lög grunnskólanna. Hvergi er þar fjallað sérstak- lega um almenna heilsurækt í grunnskólum landsins og ég tel klárlega að hana vanti þarna inn í og eigi í raun að vera eitt af þess- um „skrefum“ í mótun mennta- stefnu landsins. Mikilvægt er að ÍKFÍ láti þessa endurskoðun ekki fram hjá sér fara og þrýsti á Kennarasamband- ið jafnt sem menntamálaráðuneyt- ið um að skólaíþróttum verði gert jafn hátt undir höfði og öðrum skyldugreinum, s.s. stærðfræði og íslensku, því um gríðarlega stóra hagsmuni er að ræða, eins og líf og heilsu fólks. SUNNUDAGSPENNINN GEIR SVEINSSON Skólaíþróttir grunnskóla Allir á völlinn Knattspyrnutímabilið hefst formlega í kvöld með leik FH og Vals í Meistara- keppni KSÍ en leikið er á Kaplakrikavelli. Við mælum með að fólk drífi sig á völlinn í blíðviðrinu og komi sér í gírinn fyrir sumarið. FÓTBOLTI Íslensku eigendurnir eru að klára sitt sjöunda tímabil sem meirihluta eigendur þessa forn- fræga félags og mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum sjö árum. Liðið endar einni deild ofar en þegar lagt var af stað í þetta mikla ævintýri, öll umgjörð félags- ins hefur batnað til mikilla muna en pyngja eigendanna hefur ekki þyngst að sama skapi heldur hefur létt verulega á henni. „Ég get ekki staðfest á þessari stundu hvað við erum að tapa miklu á þessu ævintýri. Við höfum óljósa hugmynd um það og sú tala er í hundruðum milljóna. Við munun kynna þetta allt fyrir hlut- höfunum í félaginu á næstu dögum,“ sagði Gunnar Þór Gísla- son, stjórnarformaður Stoke City, við Fréttablaðið í gær en tilkynnt var um að Stoke Holding hefði tekið tilboði Coates seint á föstu- dag. Íslendingarnir höfðu hafnað til- boðum Coates áður þar sem það hefði ekki skilað þeim neinum hagnaði en nú virðast þeir hafa sætt sig við þá staðreynd að ekki verður um neinn hagnað að ræða nema þeir séu tilbúnir að dæla enn meiri peningum í félagið. „Það er búið að samþykkja rammann af kaupsamningi og það þarf að fylla núna út í þennan ramma og við munum gefa okkur um tvær vikur í það. Þegar það er búið kemur í ljós hvort samningar takast í sjálfu sér. Þrátt fyrir það er ljóst að við munum selja nema eitthvað óvænt komi upp á. Það er ekki mikill munur á þessu tilboði og því sem kom síðast hjá Coates. Við ákváðum að selja þar sem við teljum ekki vera ástæðu til að halda áfram nema geta gert það af myndarskap. Það er ekki áhugi að hálfu hluthafanna að setja þann pening í dæmið sem þarf til að gera þetta að þeim myndarskap sem nauðsynlegur er. Þá er í sjálfu sér sjálfhætt.“ Gunnar Þór sagði að það væru blendnar tilfinningar að þessu mikla ævintýri væri senn lokið. „Við erum nokkuð ánægðir með hvað við höfum gert fyrir félagið þótt það hafi ekki skilað sér í verð- mætum til eigendanna. Félagið er allt annað en það var fyrir sjö árum. Það skiptust á skin og skúr- ir í þessari rússíbanareið. Það var gaman þegar vel gekk en ekki eins gaman þegar illa áraði. Það sem helst skyggði á eru þessir menn sem leggja það fyrir sig að verða knattspyrnustjórar en þeir virðast ekki vera eins og fólk er flest og það var ekki alltaf gaman að eiga samskipti við þá,“ sagði Gunnar Þór sem tók margar rimmur við Guðjón Þórðarson og aðra stjóra Stoke í eigendatíð Íslendinganna. henry@frettabladid.is Hundruð milljóna króna tap hjá Íslendingunum Íslendingarnir sem eiga Stoke City eru búnir að leggja niður vopnin og hafa samþykkt að selja Peter Coates hlut sinn í félaginu. Stjórnarformaðurinn segir tap Íslendinganna á ævintýrinu nema hundruðum milljóna króna. STÆRSTA STUNDIN Guðjón Þórðarson átti upprunalegu hugmyndina að Stoke-ævintýrinu og hann náði líka bestum árangri stjóra Stoke í stjórnartíð Íslendinganna þegar hann kom liðinu upp í 1. deildina. Hann fagnar hér þeim áfanga. Handbolti er... skemmti- legasta íþróttin. Fylkir eða Grótta/KR? Fylkir. OC eða One Tree Hill? 24. Metallica eða Madness? Led Zeppelin. Eru markmenn bilaðir? Þeir eru kolbilaðir. Áttu að vera í landsliðinu? Já. Skrítnastur í Fylki? Ingólfur Axelsson og Arnar Þór Sæþórsson. Kann Siggi að skipuleggja vörn eða er þetta grís? Siggi er snillingur. Erfiðasti mótherji? Heimir Örn Árna- son. Auðveldasti mótherji? Daníel Berg. Fyrirmyndir? Mats Olsson, Einar Þor- varðarson og Kristján Sigmundsson. Strípur eða náttúrulegt? Þetta eru 100% strípur. MEÐ HLYNI MORTHENS 60 SEKÚNDUR FÓTBOLTI Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans hjá Notts County rétt sluppu við fall þegar lokaum- ferð ensku 2. deildarinnar fór fram í gær. Notts hafnaði í 21. sæti af 24 liðum og var aðeins þrem stigum frá fallsæti. Liðið náði dramatísku jafntefli, 2-2, gegn Bury í gær og kom jöfn- unarmark Notts á lokamínútu leiksins en liðið lenti 2-0 undir í leiknum. - hbg Enska 2. deildin: Notts County slapp við fall EINBEITTUR Mikið hefur gengið á hjá Guð- jóni Þórðarsyni og félögum í Notts County í vetur en liðið slapp við fall að lokum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Watford er í góðri stöðu eftir fyrri leik liðsins við Crystal Palace í umspili enska „champ- ionship-deildarinnar“ sem er næstefsta deildin þar í landi. Liðið lagði Palace, 3-0, í gær og fer því að öllum líkindum í úrslita- leikinn um sæti í úrvalsdeildinni. - hbg Umspil ensku 1. deildarinnar: Watford í góðri stöðu HANDBOLTI Fram kemur á heima- síðu FH, fh.is, að viðræður séu hafnar við þá Arnar Geirsson og Einar Andra Einarsson um að taka við meistaraflokki karla hjá félag- inu en sem kunnugt er þá er Atli Hilmarsson hættur að þjálfa liðið. FH-ingar eru á leið í uppbygg- ingarstarf og líklegt að tvímenn- ingarnir taki við liðinu. Arnar var aðstoðarþjálfari Atla í vetur og stýrði því síðan í nokkrum leikjum með góðum árangri. - hbg Handknattleikslið FH: Arnar og Einar að taka við? FÓTBOLTI Spænsk blöð greindu frá því í gær að Manchester United gerði allt sem það gæti þessa dag- ana til þess að ganga sem fyrst frá kaupum á Mahamadou Diarra, leikmanni Lyon, áður en Real Madrid stykki í slaginn. Það er talið líklegt að United sé til í að greiða franska félaginu 18 milljónir punda fyrir miðjumann- inn sem þeir sjá sem arftaka Roy Keane. Ítalska liðið Inter er einnig talið hafa áhuga en Diarra ku ekki vera spenntur fyrir Ítalíu og hall- ast flestir spekingar að því að hann sé á leið til Englands. - hbg Manchester United: Berst um þjón- ustu Diarra > Valur hjálpar Öllu Valsmenn hafa hrint af stað söfnun fyrir leikmann sinn, Öllu Georgijsdóttir, svo að hún komist til Georgíu ásamt syni sínum en þar liggur faðir Öllu fyrir dauðanum. Alla hefur ekki séð föður sinn í fimm ár og er ljóst að vel- unnarar Vals og aðrir verða að hafa hraðar hendur til að koma henni út þar sem gamli maðurinn ku ekki eiga langt eftir. Þeir sem vilja leggja Val og Öllu lið er bent á að kíkja á valur.is þar sem hægt er að nálgast allar frekari upplýsingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.