Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 13

Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. maí 2006 Vefsíðugerð framhald Námskeið ætlað þeim sem vilja halda áfram og bæta við kunnáttu sína og getu við gerð faglegra vefsvæða. Ásamt kennslu á forritið Dreamweaver kynnast nemendur gagnagrunnstengdum vefsvæðum. Farið er stuttlega í gerð gagnagrunnstaflna með Microsoft Access og hvernig tengja má vefsíður við gagnagrunna. Einnig er farið í notkun CSS stíla fyrir vefsíðugerð. Námskeið þetta hentar vel þeim nemendum sem tekið hafa Vefsíðugerð grunn, grunnnámskeið í Dreamweaver eða hafa sambærilega þekkingu eða undirstöðu. Lengd: 36 stundir. Hefst 17. maí og lýkur 31. maí.Verð kr. 39.000,- V E F S M Í Ð I Faxafen 10 • 108 Reykjavík • Sími: 544 2210 • www.tsk.is • skoli@tsk.is SJÚKRATRYGGINGAR Fólk án atvinnu- tengdra réttinda er afar illa sett í veikindum en réttindi íslenskra launþega á greiðslum undir sömu kringumstæðum virðast þokka- lega tryggð hafi fólk áunnið sér atvinnutengd réttindi. Atvinnu- rekendur og stéttarfélög mynda öryggisnet launþega í veikindum en ríkið gegnir lágmarkshlut- verki. Þetta eru fáeinar af niður- stöðum meistaraprófsritgerðar Unnar Ágústsdóttur um þann hluta sjúkratrygginga sem snýr að beinum greiðslum til einstakl- inga í veikindaorlofi. Rannsóknin fól meðal annars í sér samanburð við fjögur önnur lönd; Bretland, Noreg, Danmörku og Þýskaland. Unnur kemst að þeirri niður- stöðu að íslenska sjúkradagpen- ingakerfið sé afar atvinnutengt, réttindi áunnin og þau fylgi stétt- arfélagsaðild. Íslenska sjúkradag- peningakerfið samanstendur af launagreiðslum frá vinnuveitend- um, greiðslum úr sjúkrasjóðum stéttarfélaganna, sem byggjast á greiðslum frá vinnuveitendum og sjúkradagpeningum almanna- trygginga. „Almannatrygginga- hlutinn er tiltölulega lítið hlutfall af heildarpakkanum, sem þýðir að réttindin eru mjög atvinnutengd og bundin stéttarfélagsaðild að stórum hluta,“ segir Unnur. - jss GREIÐSLUR Í VEIKINDUM Atvinnutengd réttindi eru mikilvæg vegna greiðslna í veikindum. Meistaraprófsritgerð um fólk án atvinnutengdra réttinda: Afar illa sett í veikindum – framhaldsskóli í fremstu röð Fjölþætt nám til starfsréttinda eða stúdentsprófs. Hefur þú kynnt þér einn fjölmennasta og fjölbreyttasta framhaldsskóla landsins? • Bóknámsbrautir til stúdentsprófs – viðskipta- og hagfræðibraut-, náttúrufræði-, félagsfræða- og listnámsbraut • Fjölbreytt iðn- og starfsnám • Stúdentspróf að loknu starfsnámi • Hraðferð til stúdentsprófs • Heimavist Kíktu á heimasíðuna okkar www.vma.is til að fá frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur til 12. júní. A T H Y G L I E H F DÓMSMÁL Tæplega þrítugur karl- maður var í gær dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar fyrir að neita að skila farsíma sem hann fékk lánaðan. Þungur dómur mannsins er þó aðeins að litlu leyti vegna stuldar farsímans en aðallega vegna ítrek- aðra rofa á skilorði en hann á lang- an sakaferil að baki og hefur margoft hlotið dóma vegna brota sinna. Hefur hann álíka oft brotið reynslulausn og þótti dómara málsins því sjö mánaða fangelsis- dómur næg refsing. - aöe Skilaði ekki farsíma: Sjö mánaða fangelsi SVÍÞJÓÐ, AP Réttarhöld standa yfir í Svíþjóð yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um að hafa skipulagt sprengjuárás gegn Orði lífsins í Uppsölum og Ísraels- vænni kirkju. Lögregla handtók mennina eftir að einn þeirra setti myndband með sjálfum sér á netið þar sem hann hótaði Evrópubúum. Mennirnir neita sök. Mennirnir voru handteknir um miðjan janúar á kjörstað Íraka í Kista, norðan við Stokkhólm, að sögn Dagens Nyheter. Þeir eru 19, 22 og 25 ára gamlir og einn þeirra viðurkennir að hann hafi sent sænskum fjölmiðlum bréf þar sem sagði að sænskur hluti hryðju- verkasamtakanna al-Kaída lýsti verknaðinum á hendur sér. - ghs Réttarhöld í Svíþjóð: Þrír grunaðir um hryðjuverk Reynt að breiða yfir námuslys Rannsókn á slysi sem varð í námu í Henan-héraði í Mið-Kína í síðustu viku og kostaði tíu verkamenn lífið leiddi í ljós að eigendur námunnar reyndu að breiða yfir það sem gerðist. Frá þessu greindu kínverskir ríkisfjölmiðlar í gær. Eigendunum yrði refsað. Þúsundir námaverkamanna farast árlega við vinnu sína í Kína. KÍNA Íkveikjuárás í Korsør Sveitarstjórn- arfulltrúi úr Danska þjóðarflokknum varð fyrir því í fyrrinótt að íkveikjuárás var gerð á heimili hans í Korsør á Sjá- landi. Fulltrúinn, Fritz Neumann, sagði hann og marga kollega hafa fengið hótunarbréf frá herskáum múslimum. DANMÖRK HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Maðurinn hlaut þungan dóm þar sem hann hafði ítrekað rofið skilorð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.