Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 54

Fréttablaðið - 09.05.2006, Page 54
 9. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR38 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 F í t o n / S Í A TÓNLISTIN Ég hlusta mikið á djass og tiltölulega nýlega hef ég verið að hlusta á ýmsa nýklassík. En svona í rótinni þá hef ég gaman af góðu og skemmtilegu rokki og poppi. Ég fíla til dæmis hljómsveit- irnar Animal Collective og Architecture in Helsinki og svo til dæmis tónskáldið Arvo Pärt. BÓKIN Þegar ég var lítill þá var Benjamín dúfa í miklu uppáhaldi hjá mér. Núna er ég nýbyrjaður á bók eftir Haruki Murakami sem heitir Norwegian Wood, mér líst ansi vel á hana. Svo les ég bara ýmis veftímarit og svoleiðis. BÍÓMYNDIN Síðasta mynd sem ég sá í bíó og fannst virkilega góð var Good Night and Good Luck. Mér finnst mjög gaman að fara á kvikmyndahátíðir því þá fær maður tækifæri til að horfa á myndir sem maður myndi ekki endilega sjá annars. BORGIN París þykir mér mjög skemmtileg borg. Hún er svo falleg og það er svo gaman að ganga um hana. Ég er líka voða hrif- inn af Brussel enda bjó ég þar í þrjú ár. Þar þótti mér gaman að taka sporvagn- inn niður í bæ, labba um og gera ekki neitt. Það er skemmtilegur stórborgarfíl- ingur þarna. BÚÐIN Mér finnst skemmtilegast að fara í plötubúðina www.dustygroove.com á netinu. Þar er svo mikið af skemmtilegu tónlistardóti og oft er það frekar ódýrt. VERKEFNIÐ Næsta verkefni er að vera í hljómsveit í skapandi sumarstarfi en hún mun heita Sigríður Hjaltalín. Þar sameinast hljómsveitin Hjaltalín og Sigga Toll en auk þessa spila ég líka á gítar í hljóm- sveitinni Nortón. AÐ MÍNU SKAPI: HÖGNI EGILSSON, SÖNGVARI OG GÍTARLEIKARI HJALTALÍN OG NORTÓN Djass, Murakami, kvikmyndahátíðir og París HÖGNI EGILSSON, SÖNGVARI OG GÍTAR- LEIKARI HJALTALÍN OG NORTÓN. HRÓSIÐ ...fá Anna Clausen og Bjarni Einarsson sem hafa opnað búðina Belleville á Laugaveginum en þar fæst allt frá hjólabrettum til listrænna leikfanga. FRÉTTIR AF FÓLKI Spennan fyrir Eurov-ision–keppninni magnast með hverj- um deginum enda styttist óðum í sjálfa keppnina sem fram fer 18. maí í Aþenu. Veð- bankinn esctoday.com samanstendur af yfir tuttugu þúsund gall- hörðum aðdáendum keppninnar sem greiða atkvæði um hvernig þeir halda að úrslitin verði. Þessa dagana er gengið til atkvæða um undankeppnina en þar keppir Silvía Nótt fyrir hönd þjóðarinnar með laginu Congratulations. Sjónvarpsdívunni var í fyrstu spáð mikilli velgengni en fylgið hefur hrunið af henni að undanförnu. Í þessari viku er lagið komið í 10. sætið sem er síðasti farseðilinni inn í loka- keppnina laugardaginn 20. maí en Silvía og félagar voru fyrir síðustu könnun í áttunda sæti. Mestu athygli vekur þó fall finnsku skrýmslanna sem eru dottnir út af þessum lista en þau þykja óvenjuleg í meira lagi. Og meira af Eurov-ision og aðdá- endum keppninnar því betson.com er einnig með veðbanka fyrir þá sem vilja leggja undir á úrslit í keppn- inni. Tiltrú fólks á sjónvarpsstjörnunni hrokafullu virðast vera að aukast því Silvía þokast hægt og bítandi upp töfl- una en hún er nú komið í hið víðfræga 16. sæti sem þjóðin hefur vermt í ófá skipti. Líkurnar á því að Silvía sigri eru þrjátíu á móti einum en fyrir aðeins örfáum vikum voru þær níutíu á móti einum og því ljóst að drottningin lætur engan bilbug á sér finna. Flestir spá því að Grikkir sigri en fast á hæla þeirra fylgir reynsluboltinn Carola frá Svíþjóð en hún sigraði árið 1991. Notendur Betson.com eru í kringum þrjú hundruð þúsund og því ljóst að æ fleiri Evrópu- búar virðast vera farnir að ná hinum rammíslenska brandara. Ekkert er þó farið að bóla á vangaveltum þjóðarinnar um hvað hún eigi að gera „þegar“ Silvía sigrar en eins og frægt er orðið var þjóð- arsálin heldur betur sár þegar það var aðeins formsatriði að sigra árið 1986. -fgg Hljómsveitin Ampop mun hita upp fyrir bresku hljómsveitina The Zutons á tvennum tónleikum í Sviss dagana 6. og 7. júní næstkomandi. „Þetta er stærsta tækifærið okkar „live“ fyrir utan landstein- ana,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari og gítarleikari Ampop. „Við höfum verið að spila með hinum og þessum en þetta er allt annað og getur verið mikið ævin- týri fyrir Ampop.“ Birgir vonast til að tónleikarnir með The Zutons muni leiða til frek- ara samstarfs og segir það draum fyrir upprennandi hljómsveitir að hita upp fyrir stærri bönd. The Zutons, sem spilaði á Ice- land Airwaves á síðasta ári við mjög góðar undirtektir, gaf nýverið út sína aðra plötu sem nefnist Tired of Hanging Around. Fyrsta plata sveit- arinnar, Who Killed... The Zutons, hlaut mjög góðar viðtökur og er The Zutons talin ein sú efnilegasta í Bretlandi í dag. Þann 5. júní mun Ampop jafn- framt halda tónleika í París í tilefni af útkomu plötunnar My Delusions í Frakklandi. Eftir það mun sveitin spila í Kópavogi á 17. júní og á hátíð- inni Reykjavík Rocks í Laugardals- höll með David Gray og fleirum. Birgir og félagar voru í Skálholti á dögunum að semja efni fyrir nýja plötu sem hugsanlega kemur út fyrir næstu jól. Franskir blaðamenn frá tímaritunum Les Inrockuptibles og Tapage komu í heimsókn og birt- ast stórar umfjallanir um Ampop í tímaritunum á næstunni. „Við erum komnir með nóg af nýju efni og það er aldrei að vita nema við eigum eftir að spila það í Höllinni,“ segir Birgir, sem flytur heim til Íslands í sumar eftir að hafa búið í Glasgow um skeið. -fb Hitar upp fyrir The Zutons AMPOP Hljómsveitin Ampop hitar upp fyrir The Zutons dagana 6. og 7. júní. LÁRÉTT 2 hirðing 6 frá 8 lífshlaup 9 frostskemmd 11 samanburðarteng- ing 12 vanvirðing 14 duglegur 16 fyr- irtæki 17 móðuþykkni 18 bókstafur 20 rykkorn 21 málmhúða. LÓÐRÉTT 1 drykkur 3 tveir eins 4 kvarta 5 málmur 7 stjónmálastefna 10 landspilda 13 skjön 15 líffæri 16 besti árangur 19 í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2 rækt, 6 af, 8 ævi, 9 kal, 11 en, 12 ósómi, 14 iðinn, 16 ms, 17 ský, 18 emm, 20 ar, 21 tina. LÓÐRÉTT: 1 kakó, 3 ææ, 4 kveinka, 5 tin, 7 fasismi, 10 lóð, 13 mis, 15 nýra, 16 met, 19 mn. VEISTU SVARIÐ svör við spurningum á bls. 8 1 Michael Schumacher 2 Carlos Azeglios Ciampis 3 Theo Walcott Kappakstri ríka og fræga fólks- ins, Gumball 3000, lauk í fyrradag í Los Angeles og var lokapartíið haldið á setri Hughs Hefner í Hollywood. Fjórir Íslendingar tóku þátt í kappakstrinum, þeirra á meðal Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs. Ók hann glæsilegri Bentl- ey-bifreið ásamt félaga sínum Guðmundi Inga Hjartarsyni. „Ég keyrði sjálfur 700 mílur. Þetta var erfið keppni og flugin voru mjög löng,“ sagði Jón Ásgeir í viðtali við Fréttablaðið. „Það sem kom mér samt mest á óvart í þess- ari keppni voru fréttir um það heima á NFS að ég hefði verið stoppaður vegna hraðaksturs oftar en einu sinni eða tvisvar. Það er kolrangt því ég var alls ekki stopp- aður,“ sagði hann. „Við þurftum að skrifa undir samning fyrir keppn- ina um að aka á löglegum hraða og að þeim sem brjóti þær reglur verði vísað úr keppni.“ Jón segir að enginn hafi heldur hringt í sig út til að fá staðfestingu á þessum meinta hraðakstri. Fjölmargar stjörnur tóku þátt í keppninni, þar á meðal rokkarinn Billy Idol, snjóbrettakappinn Tony Hawk, kynbomban Pamela Ander- son og leikararnir Viggo Morten- sen og Adrien Brody. Auk þess fóru keppendur meðal annars á tónleika með rapparanum Snoop Dogg í Las Vegas og á frumsýn- ingu hasarmyndarinnar Mission Impossible í Salt Lake City í Utah. Jón Ásgeir segist hvorki hafa hitt Pamelu né Snoop Dogg, auk þess sem hann fór ekki í teitið á setrinu þar sem Hugh Hefner hefur ráðið ríkjum í fjöldamörg ár. Þar hélt Travis Barker úr hljómsveitinni Blink 182 uppi stuðinu ásamt m.a. klámynda- kónginum Ron Jeremy sem þeytti skífum. Alls tóku 240 keppendur þátt í kappakstrinum á 120 bílum. Byrj- unarreitur var London en auk Jóns Ásgeirs og Guðmundar Inga tóku þátt héðan frá Íslandi þeir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, og Ragnar Agnarsson. Icelandair tók þátt í kapphlaupinu á sinn hátt því fyrir utan þátttöku Hannesar leigði fyrir- tækið aðstandendum keppninnar eitt stykki Boeing-þotu til að flytja keppendurna á milli þeirra þriggja heimsálfa þar sem keppnin fór fram. Gumball 3000 er nútíma- útfærsla á kvik- myndinni vin- sælu Cannonball Run frá árinu 1981 þar sem Burt Reynolds var í aðalhlutverki. Þátttöku- gjaldið í keppnina, sem var haldin í áttunda sinn í ár, var 5,5 milljónir króna og því ekki á færi hvers sem er að taka þátt. freyr@frettabladid.is JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON: Á LÖGLEGUM HRAÐA Í GUMBALLL Langri keppni lokið KAPPAKSTURSBÍLL Einn af bílunum sem tóku þátt í Gumball 3000. Kappaksturinn er nútímaútfærsla á kvikmyndinni vinsælu Cannonball Run frá árinu 1981. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Forstjóri Baugs var einn af fjórum Íslendingum sem tóku þátt í Gumball 3000. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.