Fréttablaðið - 16.05.2006, Qupperneq 2
2 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
2 sæti
FERÐALAG Bjarki Birgisson og
Gyða Rós Bragadóttir lögðu af
stað í gær í hjólreiðaför sína hring-
inn í kringum landið. Þau hjóla
undir kjörorðinu „Hjólað fyrir
velferð barna“ en ætlun þeirra er
að vekja athygli á börnum með
geðraskanir og fjölskyldum
þeirra. Áætlað er að hringferðin
taki tæpa 80 daga og er leiðin um
2.700 kílómetra löng. Þau ætla
ekki einasta að hjóla eftir þjóð-
vegi eitt heldur einnig um Vest- og
Austfirði. Bjarki og Gyða Rós
lögðu upp frá húsakynnum Barna-
og unglingageðdeildar Landspít-
ala í gærmorgun og sögðust full
tilhlökkunar. Nokkrir starfsmenn
deildarinnar fylgdu þeim hjólandi
úr hlaði og hvöttu um leið lands-
menn til að hjóla með þeim þegar
þeir yrðu á vegi þeirra.
Bjarki er gjörkunnugur þjóð-
vegunum en á síðasta ári gekk
hann hringinn í kringum landið
ásamt Guðbrandi Einarssyni
nuddara undir slagorðinu „Haltur
leiðir blindan“. Fari allt að óskum
nú verður Bjarki að líkindum
fyrsti maðurinn sem afrekar bæði
að ganga og hjóla hringinn í kring-
um landið. - bþs
HJÓLAÐ AF STAÐ Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir lögðu af stað í gærmorgun í
ferðalag sitt hringinn í kringum landið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Bjarki Birgisson og Gyða Rós Bragadóttir ætla að hjóla hringinn í kringum landið:
Lagt af stað í hjólatúrinn mikla
LÖGREGLUMÁL Einn mannanna
þriggja sem handteknir voru í
tengslum við hnífstungu í Hafnar-
firði aðfaranótt sunnudags hefur
viðurkennt verknaðinn og verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
29. maí. Hinum tveimur hefur
verið sleppt.
Maðurinn sem játaði er á nítj-
ánda aldursári. Hann var handtek-
inn í bíl á Kaldárselsvegi ásamt
tveimur piltum skömmu eftir
hnífstunguárásina. Samkvæmt
vitnum að árásinni var félagi þess
stungna einnig keyrður niður af
bíl árásarmannsins og slasaðist
lítillega, en rannsókn þess máls
stendur enn yfir. - sh
Hnífstungan í Hafnarfirði:
Í varðhaldi til
loka mánaðar
SVEITARSTJÓRNARMÁL „Með þessu er
ég fyrst og fremst að biðjast afsök-
unar á gjörðum mínum, þótt þetta
sé að sjálfsögðu óafsakanlegt,“
segir Eyþór. Í yfirlýsingunni sem
hann sendi frá sér í fyrrakvöld
kemur fram að hann muni ekki taka
frekari þátt í kosningabaráttu Sjálf-
stæðisflokksins í Árborg og að hann
hyggist taka sér frí frá störfum sem
bæjarfulltrúi á komandi kjörtíma-
bili á meðan hann tekur út refsingu
fyrir ölvunarakstur. Yfir-
lýsingin kom í kjölfar fjög-
urra klukkustunda fundar í
Valhöll með forvígismönn-
um flokksins og frambjóð-
endum hans í Árborg.
Að óbreyttu segist Eyþór
munu taka sæti í bæjarstjórn
að loknu þessu fríi, en það sé þó
ekki einhliða ákvörðun hans. „Fram-
tíðin er óráðin, fyrir utan það að ég
tek núna út mína refsingu og vinn í
mínum málum.“
Lögreglu barst ábending á
aðfaranótt sunnudags um að ekið
hefði verið á ljósastaur við
Sæbraut og flúið af vettvangi.
Eyþór var handtekinn
stuttu síðar í bifreið sem
átti við lýsingu vitnis og
reyndist ölvaður. Hann játaði
síðan brotið við yfirheyrslu.
Eyþór segist harma atvikið.
„Slíkt hefur aldrei hent mig áður
en er engu að síður óafsakanlegt.
Með þessu brást ég trausti sam-
flokksmanna minna, stuðnings-
manna, fjölskyldu og þeirra kjós-
enda sem ég leita eftir stuðningi
hjá,“ segir í yfirlýsingunni. Eyþór
segist munu vinna í sínum málum
og leita sér áfengismeðferðar.
Að sögn Eyþórs voru ekki allir
sammála um hvernig bregðast skyldi
við. „Það voru margir sem vildu að
ekkert yrði gert og að ég leiddi list-
ann áfram.“ Í yfirlýsingunni segir að
full samstaða sé um niðurstöðuna í
frambjóðendahópnum. Nafn Eyþórs
verður áfram efst á framboðslista
Sjálfstæðisflokksins í Árborg þegar
kemur að kosningunum þar sem lög
heimilega ekki breytingar á listanum
eftir að framboðsfrestur rennur út.
Þórunn Jóna Hauksdóttir, sem
skipar annað sæti á listanum, segist
þó tekin við stjórnartaumunum.
„Manneskjan sem er í öðru sæti er
auðvitað alltaf tilbúin að fara í
fyrsta sætið og ég hef tekið við
stöðu oddvita flokksins,“ segir Þór-
unn og bætir við að listinn sé mjög
breiður og að sá árangur sem Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur náð í Árborg
sé að miklu leyti því að þakka.
stigur@frettabladid.is
Tekur að óbreyttu
sæti í bæjarstjórn
Eyþór Arnalds er hættur þátttöku í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í
Árborg og hyggst taka sér frí frá störfum í bæjarstjórn á meðan hann tekur út
refsingu fyrir ölvunarakstur. Að óbreyttu mun hann þó taka sæti að því loknu.
EYÞÓR ARNALDS ÞÓRUNN JÓNA
HAUKSDÓTTIR
fiJÓ‹VAKI
SELFOSS Töluverðar hræringar hafa orðið í stjórnmálunum í Árborg í
kjölfar frétta af ölvunarakstri Eyþórs Arnalds.
ANDLÁT Maður á sjötugsaldri
fannst látinn á Fjarðarheiði á
tólfta tímanum í gærkvöld. Hann
hafði farið á bíl upp á heiðina til að
ganga á skíðum. Þegar maðurinn
skilaði sér ekki til baka á eðlileg-
um tíma var óskað eftir aðstoð
björgunarsveita.
Um tíu björgunarmenn sem
höfðu verið við leit að unga mann-
inum á Mýrdalsöræfum leituðu á
vélsleðum og fundu manninn eftir
stutta leit í nágrenni við Heiðar-
vatn, um einn kílómetra frá bíl
hans. Hann var þá látinn og er
talið að hann hafi orðið bráð-
kvaddur. - sh
Skíðamaður á sjötugsaldri:
Fannst látinn
á Fjarðarheiði
Samningur samþykktur Setu-
verkfall stuðningsfulltrúa á svæðis-
skrifstofum fatlaðra sem átti að hefjast
í gærkvöld var blásið af. Nýgerður
stofnanasamningur var samþykktur í
gær sem felur í sér að laun stuðnings-
fulltrúa hækka til samræmis við laun
starfsmanna í sambærilegum störfum
hjá sveitarfélögum.
KJARAMÁL
LEIT Björgunarsveitir frá
Norður- og Austurlandi,
ásamt liðsmönnum björg-
unarsveita af höfuðborgar-
svæðinu, leituðu í allan gær-
dag á Möðrudalsöræfum að
sautján ára gömlum pilti,
Pétri Þorvarðarsyni, sem
saknað hefur verið frá
Grímsstöðum á Fjöllum
síðan klukkan eitt aðfara-
nótt sunnudags. 240 björgunar-
sveitamenn á 32 bílum og fjölda
fjór- og sexhjóla, auk sporhunda og
víðavangsleitarhunda, hafa komið
að leitinni sem hófst síðdegis á
sunnudag. Þegar Fréttablaðið fór í
prentun í gærkvöldi hafði leitin
ekki borið árangur.
Pétur gekk frá Gríms-
stöðum um klukkan eitt á
sunnudagsnótt og var þá
klæddur í gallabuxur og
flíspeysu. Hann hringdi tví-
vegis um nóttina, fyrst um
klukkan tvö og svo rúmri
klukkustund síðar. Hann
taldi sig þá vera að nálgast
Fellabæ við Lagarfljót.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar
voru ekki til taks til að aðstoða við
leitina. Við athugun á föstudag
kom fram bilun í drifskafti
þyrlunnar TF-Líf og TF-Sif er í
uppfærslu í Noregi. Þyrla danska
sjóhersins frá eftirlitsskipinu Trit-
on fór norður í gærkvöldi og hóf
leit klukkan átta í gærmorgun.
Þyrla Varnarliðsins var síðan ræst
út eftir hádegið og var komin á
leitarsvæðið um fjögurleytið. Elds-
neytisbíll sem koma átti með elds-
neyti fyrir dönsku þyrluna bilaði á
leiðinni til Grímsstaða og sá því
Varnarliðsþyrlan ein um leit úr
lofti seinni partinn í gær. - shá
Á þriðja hundrað björgunarsveitarmenn eru á Möðrudalsöræfum:
Víðtæk leit að sautján ára pilti
FRÁ LEITINNI Á MÖÐRUDALSÖRÆFUM Um 240 björgunarsveitarmenn taka þátt í leitinni og
þeim fylgir mikill búnaður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANNA
FUGLAFLENSA Þar sem engin stað-
fest tilvik fuglaflensu af H5N1-
stofni hafa verið staðfest hér á
landi hefur Guðni Ágústsson land-
búnaðarráðherra, að fengnum til-
lögum Landbúnaðarstofnunar,
ákveðið að breyta viðbúnaðrstigi
vegna fuglaflensu.
Tímabundnum varnaðarað-
gerðum til að fyrirbyggja að
fuglaflensa berist í alifugla hefur
verið aflétt. Þar með er ekki leng-
ur gerð sú krafa að hýsa alla ali-
fugla. Ákvörðun ráðherra byggir
á því að nú liggur fyrir að fugla-
flensa hefur ekki greinst í yfir
240 sýnum sem tekin hafa verið
úr villtum fuglum hér á landi. - th
Ráðherra lækkar áhættustig:
Engin tilvik
fuglaflensu
VEGABRÉF Útgáfa nýrra íslenskra
vegabréfa með lífkennaupplýsing-
um hefst á morgun. Með tilkomu
nýju vegabréfanna verður ekki
lengur hægt að sækja um íslensk
vegabréf erlendis nema í fimm
sendiráðum þar sem settur verður
upp sérstakur umsóknabúnaður.
Mögulegt er að endurnýja
núgildandi vegabréf í dag en eftir
þann tíma verður ræðismönnum
og sendiráðum óheimilt að taka
við umsóknum um vegabréf. Evr-
ópusambandið hefur samþykkt að
öll ríki þess hefji útgáfu rafrænna
vegabréfa og er þessi samþykkt
skuldbindandi fyrir Ísland. - shá
Dómsmálaráðuneytið:
Breytt vega-
bréfaútgáfa
Löglegur kavíar Evrópusambandið
samþykkti í gær nýjar reglur um viðskipti
með kavíar. Ætlunin er að reyna að
sporna gegn ólöglegum styrjuveiðum í
Kaspíahafi, en fiskurinn er í útrýming-
arhættu. Samkvæmt nýju reglunum
mun koma fram á umbúðum utan um
hrognin hvenær þeim var safnað og
hvar, svo ljóst sé að um lögleg styrju-
hrogn sé að ræða.
EVRÓPUSAMBANDIÐ
SPURNING DAGSINS
Margrét, eru íslenskar þjóð-
minjar einna bestar í Evrópu?
„Það er mjög afstætt að tala um
virði þjóðminja. Þær eru alls staðar
ómetanlegar.“
Þjóðminjasafn Íslands er eitt þriggja safna
sem hlutu sérstaka viðurkenningu fyrir
framúrskarandi árangur í samkeppni um
safn Evrópu árið 2006. Þetta er mikill
heiður að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur
þjóðminjavarðar.
PÉTUR
ÞORVARÐARSON