Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 6
6 16. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
��������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
����
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
KJÖRKASSINN
Á að hætta við byggingu há-
tæknisjúkrahúss við Hringbraut?
Já 74%
Nei 26%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Heldurðu að Silvía Nótt komist
áfram í forkeppni Eurovision?
Segðu þína skoðun á visir.is
SKOÐANAKÖNNUN Vinstri grænir á
Akranesi geta næstum tvöfaldað
fylgi sitt frá síðustu sveitarstjórn-
arkosningum, samkvæmt nýrri
skoðanakönnun Fréttablaðsins.
12,6 prósent segjast nú myndu
kjósa flokkinn, en hann hlaut 6,7
prósent atkvæða í síðustu kosn-
ingum. Ef þetta yrðu niðurstöður
kosninga myndi flokkurinn fá einn
bæjarfulltrúa kjörinn, en hann
hefur nú engan fulltrúa í bæjar-
stjórn.
Í könnun Félagsvísindastofn-
unar sem gerð var um mánaða-
mótin mars-apríl sögðust 10,8 pró-
sent myndu kjósa Vinstri græna
og hefur flokkurinn því aðeins
bætt við sig fylgi síðan þá. Jafnt
hlutfall karla og kvenna segjast
nú myndu kjósa listann.
Sjálfstæðisflokkurinn bætir
einnig við sig fylgi frá síðustu
kosningum. 41,7 prósent þeirra
sem tóku afstöðu sögðust nú
myndu kjósa flokkinn. Samkvæmt
því myndi Sjálfstæðisflokkurinn
halda sínum fjórum bæjarfulltrú-
um. Aðeins fleiri karlmenn en
konur segjast myndu kjósa flokk-
inn; 42,3 prósent karla og 40,9 pró-
sent kvenna. Þetta er örlítið minna
fylgi en flokkurinn mældist með í
skoðanakönnun Félagsvísinda-
stofnunar, þegar 42,6 prósent
sögðust myndu kjósa flokkinn.
Athygli vekur að í millitíðinni
kynnti Sjálfstæðisflokkurinn
Gísla Einarsson, fyrrum þing-
mann Samfylkingar, sem bæjar-
stjóraefni sitt. Það útspil virðist
ekki hafa áhrif á fylgi flokksins.
Fylgið nú mælist hins vegar nokk-
uð meira en í síðustu kosningum,
þegar hann hlaut 35,0 prósent
atkvæða.
Samfylking tapar fylgi frá síð-
ustu kosningum. Nú segist 28,1
prósent myndu kjósa flokkinn.
Samkvæmt því myndi flokkurinn
halda sínum þremur bæjarfulltrú-
um. Örlítið fleiri karlar en konur
segjast myndu kjósa Samfylking-
una, en fylgið skiptist nánast jafnt
milli kynja. Þessi niðurstaða er
mjög áþekk skoðanakönnun
Félagsvísindastofnunnar, þegar
28,9 prósent sögðust myndu kjósa
flokkinn. Fylgið nú mælist tæpum
fjórum prósentustigum minna en
flokkurinn hlaut í síðustu kosning-
um þegar flokkurinn hlaut 32,4
prósent atkvæða.
Framsóknarflokkurinn tapar
verulegu fylgi frá síðustu kosn-
ingum. Nú mælist fylgi Framsókn-
arflokksins 12,7 prósent og fengi
flokkurinn samkvæmt því einn
bæjarfulltrúa kjörinn. Aðeins
fleiri konur en karlar styðja Fram-
sóknarflokkinn á Akranesi nú, en
14,1 prósent kvenna segist myndu
kjósa flokkinn, en 11,5 prósent
karla. Þessi niðurstaða er nánast
samhljóða könnun Félagsvísinda-
stofnunnar, þegar fylgi flokksins
mældist 12,3 prósent. Flokkurinn
tapar hins vegar 13,3 prósenta
fylgi frá síðustu kosningum, þegar
Framsóknarflokkurinn hlaut 26,0
prósent atkvæða og tvo bæjarfull-
trúa kjörna.
Frjálslyndi flokkurinn bauð
ekki fram í síðustu sveitarstjórn-
arkosningum. Fylgi flokksins
mælist nú 4,5 prósent. Í könnun
Félagsvísindastofnunnar höfðu
Frjálslyndir ekki tilkynnt um
framboð, en þá sögðust 5,4 pró-
sent kjósa Frjálslynda flokkinn.
Hringt var í 600 íbúa Akranes-
kaupstaðar mánudaginn 15. maí.
Skiptust svarendur jafnt milli
kynja. Spurt var; Hvaða lista
myndir þú kjósa ef gengið yrði til
sveitarstjórnarkosninga nú? 55,2
prósent tóku afstöðu til spurning-
arinnar.
Einnig var spurt hvort viðkom-
andi hafi nýtt sér þjónustu Strætó
bs. milli Akraness og Reykjavík-
ur. Rúmlega fjórðungur, 26,5 pró-
sent, sagðist hafa nýtt sér þessa
þjónustu en 73,5 prósent sögðust
ekki hafa gert það. Nokkuð fleiri
konur sögðust hafa tekið strætis-
vagn milli Akraness og Reykja-
víkur; 30,7 prósent á móti 22,4
prósentum karla. Nokkuð margir
vildu þó taka fram að þó svo að
þeir notuðu ekki þjónustuna sjálf-
ir væri mikil ánægja með þessa
þjónustu.
99,8 prósent svarenda tóku
afstöðu til þessarar spurningar.
svanborg@frettabladid.is
Vinstri grænir gætu
komið manni að
Framsókn fengi aðeins einn fulltrúa kjörinn á Akranesi og tapar manni til
Vinstri grænna, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðis-
flokkur og Samfylking halda sínum fulltrúum en Frjálslyndir ná ekki manni inn.
Já
26,5%
Nei
73,5%
Akranes 2006
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
■ Kosningar 2002
B
12,7%
D
41,7
F
4,5%
S
28,1%
V
12,7%
Hvaða lista myndir þú kjósa ef boðað yrði
til kosninga nú?
Hefur þú nýtt þér
þjónustu Strætó bs. milli
Akraness og Reykjavíkur?
Skoðanakönnun Fréttablaðsins
15. maí 2006
SVEITASTJÓRNARMÁL „Ég verð að
segja eins og er að það var lítil
prýði að þessum girðingum en
engu að síður voru þær teknar
niður í heimildarleysi,“ segir
Úlfar Ármannsson, íbúi að Aspar-
vík á Álftanesi.
Komið hefur í ljós að félagar í
Lionsklúbbi Álftaness, sem fengu
tæpa milljón króna frá bænum
fyrir nokkur verkefni til fegrunar
bæjarins, rifu niður landamerkja-
girðingar í leyfisleysi og verður
bærinn að standa straum af kostn-
aði við að koma þeim upp aftur.
Um er að ræða landamerkja-
girðingar milli Álftaness og
Garðabæjar, Kirkjubrúar og
Brekku auk merktrar spildu í eigu
fyrirtækis. Að sögn Úlfars hafa
eigendur þeirrar spildu fallist á
að settar verði hnitamerkingar í
stað stauranna sem fyrir voru en.
„Mál sem þessi eru þó nokkuð
alvarleg og refsiverð í raun.
Framkvæmdagleði er af hinu góða
en kapp er best með forsjá. Guð-
mundur G. Gunnarsson bæjar-
stjóri rauk hins vegar til þegar
þetta varð ljóst og samkomulag
hefur náðst held ég við alla aðila
sem hlut eiga að máli.“ - aöe
FRÁ ÁLFTANESI Á myndinni sést hluti þeirra
girðinga er fjarlægðar voru í heimildarleysi
af félagsmönnum Lions á Álftanesi.
FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL
Fengu hundruð þúsunda fyrir að fegra bæinn:
Rifu landamerkjagirðingar
HEILBRIGÐISMÁL Stefnt er að því að
koma á svokallaðri hágæslu á
Barnaspítala Hringsins á LSH
eins fljótt og auðið er. Þetta segir
Ragnheiður Sigurðardóttir, deild-
arstjóri á vökudeild, sem sæti á í
hjúkrunarráði spítalans og er jafn-
framt í teymi sem undirbýr
hágæsluna.
Í sjónvarpsþættinum Kompási
á NFS var í fyrrakvöld greint frá
hjónum sem eiga mikið veikt barn
á spítalanum. Þau höfðu vakað
yfir því síðustu vikur og mánuði,
en í gær brá til betri vegar.
„Okkur var tilkynnt að það yrði
fengið hjúkrunarfólk til að sinna
barninu að næturlagi, en það þarf
aðstoð á klukkustundar fresti,“
sagði Hjörleifur Már Jóhannsson,
faðir barnsins, við Fréttablaðið.
„Þetta þýðir að fólk þarf að bæta á
sig aukavinnu, sem er slæmt. En
þetta er mikill léttir fyrir okkur
því ef svefninn fer þá er lítið
eftir.“
Um helgina var auglýst eftir
fólki til starfa við hágæsluna og
hafði ein umsókn borist í gær.
Spurð hvenær gera megi ráð fyrir
að hágæslan komist á segir Ragn-
heiður það fara eftir svörun við
atvinnuauglýsingunni.
„Ef hún er góð þarf nokkrar
vikur til að hún verði að raunveru-
leika,“ sagði hún.“ Við þurfum að
ráða tvær vaktalínur, sem þýðir 9-
10 hjúkrunarfræðinga. Við erum
bjartsýn úr því að viðbrögð fóru að
berast við auglýsingunni á fyrsta
virka degi eftir að hún birtist.“ - jss
BARNASPÍTALINN Fyrir liggur að hágæsl-
an fær sextíu milljónir á ári í fimm ár til
rekstrarins.
Auglýst eftir tug hjúkrunarfræðinga á Barnaspítala Hringsins:
Hágæslu verður hraðað
DÓMSMÁL Sautján ára ungum
refsifanga á Litla-Hrauni var
ekki gerð sérstök refsing fyrir
héraðsdómi vegna fíkniefna sem
fundust á honum þegar hann
sneri til baka í fangelsið eftir
dagsleyfi.
Segir í dómnum að þar sem
magn fíkniefnanna hafi verið lítið
og hafi ekki haft áhrif til þynging-
ar dómi þeim er hann var dæmdur
til í Hæstarétti hinn 11. maí síðast-
liðinn verði honum ekki gerð sér-
stök refsing nú. Pilturinn afplánar
rúmlega tveggja ára fangelsisdóm
vegna fíkniefnabrots og ráns. Á
pilturinn langan sakaferil að baki
þó ungur sé. - aöe
Ungur fangi sýknaður:
Var með dóp á
Litla-Hrauni