Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 11
ÞRIÐJUDAGUR 16. maí 2006
fiú sækir um á www.e2.is
Peningar
og punktar,
allt sem flú
flarft!
e2 Vildarkort er n‡tt VISA kreditkort sem veitir
korthöfum bæ›i Vildarpunkta Icelandair og
endurgrei›slu – allt í sömu færslunni, hvar
sem flú verslar innanlands.
Kostir e2 Vildarkortsins:
SPRON / Sími: 550 1400 / thjonusta@e2.is / www.e2.is
Allt í einu korti
fiú flarft engu a› breyta í innkaupum – fiú fær› bæ›i
Vildarpunkta og endurgrei›slu hvar sem flú verslar
innanlands.
fiú fær› Vildarpunkta og endurgrei›slu af öllum
bo›grei›slum eins og orkureikningum, leikskólagjöldum,
fasteignagjöldum, sjónvarpsáskriftinni og öllu hinu sem fylgir
flví a› reka heimili.
fiú fær› 0,65–25% vi›bótarendurgrei›slu e›a
vi›bótarvildarpunkta og ‡mis sértilbo› hjá næstum 400
fyrirtækjum.
Me› flví a› nota e2 Vildarkorti› getur›u áunni› flér tugi
flúsunda Vildarpunkta sem hægt er a› nota til a› komast
út í heim me› Icelandair og tugi flúsunda króna sem flú
notar í fla› sem flér hentar!
Allir geta sótt um korti› óhá› vi›skiptabanka
WASHINGTON, AP George W. Bush
Bandaríkjaforseti hyggst senda
þúsundir þjóðvarðliða til landa-
mæra Mexíkó í því skyni að stöðva
eða draga verulega úr straumi
ólöglegra innflytjenda til Banda-
ríkjanna.
Bush hugðist skýra frá þessum
áformum opinberlega í sjónvarps-
ávarpi seint í gærkvöld, en fréttir
höfðu þá þegar borist fréttastof-
um og fjölmiðlum í Bandaríkjun-
um.
Af hálfu forsetans munu þessar
aðgerðir til þess ætlaðar að afla
frekari stuðnings á þingi við breyt-
ingar á innflytjendalöggjöf Banda-
ríkjanna. Hörðustu íhaldmennirn-
ir á þinginu hafa hikað við að
styðja þær breytingar, sem eiga
að auðvelda þeim ólöglegu inn-
flytjendum sem þegar eru komnir
til landsins að fá dvalar- og
atvinnuleyfi.
Þjóðvarðliðarnir eiga að styrkja
störf landamæralögreglunnar,
sem áfram ber þó meginábyrgð á
gæslu landamæranna. Um það bil
hundrað þjóðvarðliðar eru nú
þegar staðsettir við landamærin
til að aðstoða við baráttu gegn
smygli á eiturlyfjum.
Ýmsir þingmenn hafa þó lýst
áhyggjum sínum af því að auka
enn álagið á sveitir þjóðvarðliða,
sem nú þegar hafa töluverðu hlut-
verki að gegna í Írak. Til dæmis
hefur repúblikaninn Chuck Hagel
sagt að það samrýmist ekki hlut-
verki þjóðvarðliðsins að gæta
landamæra. Nær væri að efla
landamæragæsluna sjálfa, fjölga í
liði hennar sem nú nemur um
12.000 manns.
Einnig hefur Vicente Fox, for-
seti Mexíkó, lýst áhyggjum sínum
af því að nú eigi að hervæða landa-
mærin. Maria Tamburri, talsmað-
ur Hvíta hússins, segir að Bush
hafi þó fullvissað Fox um að
Bandaríkin líti á Mexíkó sem vin-
veitt ríki og að „það sem nú er í
bígerð sé ekki hervæðing landa-
mæranna heldur eigi þjóðvarðlið-
arnir að styrkja landamæragæsl-
una tímabundið.“
Sjálfur hugðist Bush forseti
skýra nánar frá áformum sínum í
sjónvarpsávarpi sínu, sem allar
helstu sjónvarpsstöðvarnar sýndu
í beinni útsendingu í gærkvöld.
Bandarísk stjórnvöld hafa
einnig áform um að reisa tvöfalda
varnargirðingu meðfram stórum
hluta landamæranna til þess að
auðvelda landamæragæslunni
störfin.
gudsteinn@frettabladid.is
Landamæra-
gæsla stórefld
George W. Bush skýrði í gærkvöld frá áformum um
að stórefla gæslu við landamærin að Mexíkó.
WASHINGTON, AP Condoleezza Rice,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
skýrði frá því í gær að Líbía yrði
tekin af lista Bandaríkjanna yfir
þau ríki sem styddu hryðjuverka-
menn.
Jafnframt taka ríkin tvö upp
stjórnmálasamband að nýju eftir
25 ára hlé. Fyrir þremur árum
féllst Moammar Gadhafi Líbíufor-
seti á að eyða gereyðingarvopnum
og hefur síðan lagt áherslu á að
bæta ímynd landsins, meðal ann-
ars með greiðslu skaðabóta til
aðstandenda þeirra sem fórust
með farþegaþotu yfir Lockerbie í
Skotlandi árið 1988. - gb
Bandaríkin taka Líbíu í sátt:
Gadhafi þykir
standa sig vel
MOAMMAR GADHAFI Líbíuforseti er kom-
inn í náðina á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP