Fréttablaðið - 16.05.2006, Side 34
■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Á húfuverkstæði P. Eyfeld hafa stúd-
entshúfur landans verið saumaðar
árum saman. Pétur Eyfeld yngri er
þessa dagana í óða önn að undir-
búa húfur útskriftarnema. „Þetta
er allt saumað í höndunum og við
fjölskyldan dundum við þetta,“ segir
Pétur og bætir því við að fáir átti sig
á því að stúdentshúfugerðin hvíli
á herðum einnar fjölskyldu. „Þetta
er ansi löng törn og stundum eru
krakkarnir seinir að panta eða koma
á síðustu stundu með húfur sem þarf
að láta laga.“
Stúdentshúfur voru fyrst notaðar
hér á landi árið 1888 og þá var um
danskar húfur að ræða. Þegar Lærði
skólinn varð að Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1904 varð það hluti
af sjálfstæðisbaráttunni að taka í
notkun íslenskar húfur. Fyrstu stúd-
entarnir sem útskrifuðst frá MR voru
með derlausar húfur en árið 1914
kom fram sú húfa sem enn er notuð
í dag .
Pétur segir að þótt mikið sé að
gera í húfugerðinni sé einnig algengt
að útskriftarnemar kjósi að nota
gamlar húfur. „Við erum mikið í því
að laga húfur og það eru dæmi um
að sama húfan sé notuð af öllum í
sömu fjölskyldunni. Þá getur það
til dæmis verið stórmál að útskrif-
ast með gömlu húfuna hans afa og
margar skemmtilegar hefðir skapast
í kringum það,“ segir Pétur.
Pétur segir að stúdentshúfurnar séu
svipaðar á öllum Norðurlöndun-
um en þær íslensku hafi þó nokkra
sérstöðu þar sem hvíti kollurinn sé
laus. „Ári eftir útskriftina er hvíti
kollurinn tekinn niður með viðhöfn
og þá er húfan heilsvört,“ segir Pétur
og bendir á að það færist í aukana
að eldri stúdentar setji upp húfurnar
sínar.
Allar stúdentshúfurnar eru eins
fyrir utan það að Menntaskólinn
á Akureyri og Verkmenntaskól-
inn á Akureyri láta búa til sínar
eigin stjörnur með merki skólans
og útskriftarári. Þá hafa ýmsar sér-
greinar sinn lit og þær húfur eru með
örlítið öðru sniði en stúdentshúfurn-
ar. „Iðnnemahúfurnar eru heilrauðar
og undanfarin ár hafa ýmsar sér-
námsbrautir einnig tekið upp sinn lit.
Sjúkraliðarnir eru t.d. með gráa húfu,
verslunarbrautin með bláa og félags-
liðarnir með græna,“ segir Pétur.
Fjölskyldan saumar hvíta kolla
Nú líður að því að stúdentar setji upp hvíta kolla. Húfurnar eru sjálfsagður hlutur í
augum flestra en færri vita að þær eru allar saumaðar af einni fjölskyldu í Reykjavík.
Snið stúdentshúfunnar hefur ekki breyst í rúm 80 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Pétur Eyfeld við saumaskapinn. Húfurnar eru í ýmsum litum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Síðasta laugardag fór Ólafur Hvann-
dal Ólafsson í sitt síðasta próf en
hann er að klára BA-próf í lögfræði
úr Háskólanum í Reykjavík. Ólafur
útskrifaðist úr framhaldsskóla um
jólin 2002 og eftir það fór hann út
á vinnumarkaðinn í hálft ár áður en
hann skellti sér í háskólann en þar
hefur honum líkað vel.
„Þetta hafa verið mjög lærdóms-
rík og skemmtileg ár og sú ákvörð-
un að fara í laganám er líklega
besta ákvörðun sem ég hef tekið.
Ég er að klára þriggja ára nám og
í haust mun ég svo halda áfram í
tveggja ára masters-námi hér við
skólann,“ sagði Ólafur en hann er
enn ekki alveg ákveðinn í því hvað
hann ætlar að gera að því námi
loknu. „Ég held þessu bara opnu og
það verður spennandi að sjá hvað
framtíðin ber í skauti sér.“
Ólafur segir að námið sé þó nokk-
uð erfitt. „Maður þarf að sjálfsögðu
að leggja mikla vinnu í þetta eins og
flest annað í lífinu. Ef maður legg-
ur sig ekki fram þá nær maður ekki
árangri,“ sagði Ólafur. Hann ætlar
að halda upp á BA-prófið með því að
fara með vinunum til New York og
jafnvel halda litla veislu fyrir fjöl-
skylduna þegar heim er komið. Hann
ætlar þó ekki að kaupa sér sérstök
útskriftarföt fyrir þetta tilefni.
„Ég er nýbúinn að kaupa mér ný
föt og ætli ég noti þau bara ekki,“
sagði Ólafur Hvanndal Ólafsson en
eftir prófin ætlar hann að skella sér
til New York ásamt vinum sínum úr
lögfræðinni.
Fagnað með fjöl-
skyldunni
Ólafur Hvanndal Ólafsson er að útskrifast með BA-próf í
lögfræði og fer í masters-námið í september.
Ólafur Hvanndal fer til New York með félögum sínum eftir prófin. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
�������������������
�����������������
������������������������������������������
������������������������������������������������
����������� ��
���������
�����������������������������
F
A
B
R
IK
A
N
Jói
Fel
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Ertu orðin leið á að vera
með appelsínuhúð, slit og
slappa húð?
Komdu þá til okkar,
það virkar!
Pantaðu frían
prufutíma í síma
587-3750
Englakroppar.is
Stórhöfði 17