Fréttablaðið - 16.05.2006, Page 37
379■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { útskrift 2006 } ■■■■
Elín starfar á Hellu en þar er hún nú
að safna að sér tímum til að útskrif-
ast alfarið sem heilsunuddari. „Ég
útskrifaðist úr Nuddskóla Íslands
í apríl sem nuddnemi en eftir um
eitt til eitt og hálft ár þá útskrifast
maður sem nuddari. Í þessum skóla
lærir maður nokkrar tegundir af
nuddi: klassískt nudd, íþróttanudd
og teygjur, svæðanudd, heildrænt
nudd og ilmolíu- og sogæðanudd.
Ég byrjaði á bóklega náminu í Fjöl-
brautaskólanum Ármúla en þar er
sérstök nuddbraut. Ef þú kemur
beint úr grunnskóla er það svona
tvö ár í bóklegu námi en annars
getur það verið mismunandi. Svo
fór ég í Nuddskólann og þar var
ég við verklegt nám í eitt ár,“ sagði
Elín.
„Þetta hefur verið ótrúleg lífs-
reynsla. Þetta snýst ekki bara um
að læra að ýta á líkamann heldur
öðlast maður líka mikla reynslu og
lærir að koma betur fram við fólk,“
sagði Elín en aðspurð sagðist hún
ekki vera almennilega viss um það
hvers vegna hún ákvað að fara
þessa braut. „Flestir sem fara út í
þetta vita eiginlega ekki almenni-
lega ástæðuna fyrir því. Þetta hefur
blundað í mér mjög lengi og ég
ákvað að prófa.“
Elín er annar nuddarinn á Hellu
en hún starfar undir leiðsögn konu
í bænum og hefur þar aðstöðu.
„Maður þarf alltaf að útvega sér
meistara til að vera í leiðsögn hjá.
Draumur minn er að eignast stofu
í framtíðinni en þetta er fínt svona
til að byrja með,“ sagði Elín en hún
er 25 ára.
„Ég flutti í bæinn til að stunda
námið en er nú flutt aftur heim og
er að safna að mér tímum til að
útskrifast algjörlega sem nuddari.
Maður þarf að safna að sér tæplega
1.000 klukkustundum og þá getur
maður útskrifast sem heilsunuddari
og hefur fullkomið starfsleyfi.“
Nuddskólinn er starfræktur í
Asparfelli 12 í Breiðholti en það
var 21 nemandi sem útskrifaðist úr
honum í apríl. „Hópurinn hélt rosa-
legt teiti og allir skemmtu sér kon-
unglega. Við útskrifuðumst í húsa-
kynnum skólans og svo var haldið
í gleðskap hjá einum af kennurun-
um og þangað pöntuðum við okkur
mat. Svo var bara mikið stuð fram
eftir nóttu. Ógleymanlegur dagur,“
sagði Elín Drífa Ólafsdóttir.
Ótrúleg lífsreynsla
í nuddinu
Elín Drífa Ólafsdóttir útskrifaðist sem nuddnemi í síðasta
mánuði.
Elín Drífa Ólafsdóttir segir það draum sinn að eignast eigin nuddstofu í framtíðinni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Norræn hönnun frá broste-Copenhagen í útskriftargjöfina
Sölustaðir m.a.: Blómaval Reykjavík-Blómaval Reykjanes-Blómaval Akureyri-Blómaval Selfoss
- Tekk Company - Blómaturninn
Dreifing: Bergís ehf – Heildverslun www.bergis.is sími: 587 8877
Mest lesna viðskiptablaðið
AUGLÝSINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA
Sa
m
kv
æ
m
t
fj
ö
lm
ið
la
kö
n
n
u
n
G
al
lu
p
o
kt
ó
b
er
2
00
5.